Reglur > Reglubókin 2021

Útgáfudagur 18.1.2021
Bera saman við aðra útgáfu
GREIN 1 ALMENNT
GREIN 1.1 ALÞJÓÐAREGLUR UM AKSTURSÍÞRÓTTIR
1.1.1

FIA skal vera eina alþjóðlega íþróttayfirvaldið sem hefur rétt á að setja og framfylgja reglum sem byggja á grundvallarreglum öryggis og íþróttalegrar sanngirni, til hvatningar og stjórnunar á akstursíþróttakeppnum og til að skipuleggja Heimsmeistaramót FIA.

1.1.2

FIA er æðsti alþjóðlegi áfrýjunardómstóll til úrskurðar deilumála í akstursíþróttamálum; það er viðurkennt að Fédération Internationale de Motocyclisme hafi sama vald þegar um er að ræða ökutæki með einu, tveimur og þremur hjólum.

1.1.3

Upp að öllu því marki sem viðeigandi lög leyfa skulu FIA, embættismenn, umboðsaðilar, starfsmenn, stjórnendur eða fulltrúar þess teljast skaðlaus gagnvart öllum kröfum, kostnaði, skemmdum eða tapi annarra aðila sem leiðir af gjörðum, ákvörðunum eða aðgerðaleysi FIA, embættismanna, umboðsaðila, starfsmanna, stjórnenda eða fulltrúa þess í tengslum við skyldur þeirra, nema um sé að ræða meðvitaðar misgjörðir eða svik.

GREIN 1.2 ALÞJÓÐLEG REGLUBÓK FIA
1.2.1

Til þess að framangreindu valdi sé beitt á sanngjarnan hátt og tryggt að jafnræðis sé gætt hefur FIA gert þessa Alþjóðlegu reglubók (International Sporting Code eða ISC) (í þessum texta ýmist Alþjóðlega reglubókin eða Reglubókin) ásamt tilheyrandi viðaukum sem teljast hluti hennar.

1.2.2

Tilgangurinn með Reglubókinni er að setja reglur um, hvetja til og auðvelda framkvæmd akstursíþrótta.

1.2.3

Reglubók FIA verður aldrei beitt til að koma í veg fyrir eða hindra keppni eða þátttöku keppanda, nema þar sem FIA telur að það sé nauðsynlegt til að tryggja örugga, sanngjarna eða háttvísa framkvæmd akstursíþrótta.

GREIN 1.3 ÞEKKING Á REGLUNUM OG SAMÞYKKI AÐ FARA EFTIR ÞEIM
1.3.1

Hver sem skipuleggur keppni eða tekur þátt í henni:

1.3.1.a

Skal teljast hafa kynnt sér lög og reglur FIA og landsreglur.

1.3.1.b

Skuldbindur sig til að hlíta ofangreindu án fyrirvara sem og ákvörðunum íþróttayfirvalda og afleiðingum sem gætu leitt af þeim.

1.3.2

Sé ekki farið eftir þessum ákvæðum getur áður útgefið leyfi til einstaklings eða hóps sem skipuleggur keppni eða tekur þátt í henni verið afturkallað og bílaframleiðandi verið útilokaður frá FIA mótum tímabundið eða varanlega. FIA og/eða akstursíþróttasambandið munu upplýsa um ástæður ákvarðana sinna.

1.3.3

Standist ökutæki ekki viðeigandi tæknilegar reglur er engin vörn fólgin í því að halda því fram að enginn ávinningur hafi hlotist af því.

GREIN 1.4 STJÓRN AKSTURSÍÞRÓTTA Á LANDSVÍSU
1.4.1

Eitt akstursíþróttasamband er viðurkennt af FIA sem eina alþjóðlega íþróttayfirvaldið sem framfylgir Reglubókinni og stjórnar akstursíþróttum á því landssvæði sem tilheyrir því landi sem það starfar í.

1.4.2

Hvert akstursíþróttasamband er bundið af Reglubókinni.

GREIN 1.5 BEITING ÍÞRÓTTAYFIRVALDS Á LANDSSVÆÐI

Landssvæði sem ekki lýtur sjálfsstjórn fellur undir íþróttayfirvald þess akstursíþróttasambands sem er fulltrúi viðkomandi lands gagnvart FIA.

GREIN 1.6 FRAMSAL ÍÞRÓTTAYFIRVALDS

Hverju akstursíþróttasambandi er heimilt að fengnu leyfi frá FIA að framselja hluta eða allt vald sem það hefur samkvæmt Reglubókinni til félagasamtaka í því landi sem það starfar.

GREIN 1.7 AFTURKÖLLUN FRAMSALS

Akstursíþróttasambandi er heimilt að afturkalla framsal valds svo fremi að FIA sé tilkynnt um slíka afturköllun.

GREIN 1.8 KEPPNISREGLUR Á LANDSVÍSU

Hverju akstursíþróttasambandi er heimilt að setja keppnisreglur sem gilda á landsvísu. FIA þarf að hafa aðgang að slíkum keppnisreglum.

GREIN 2 MÓT - ALMENN SKILYRÐI
GREIN 2.1 ALMENNAR FORSENDUR
2.1.1 Almenn beiting Reglubókarinnar
2.1.1.a

Allar keppnir sem fara fram í landi sem á fulltrúa í FIA falla undir Reglubókina.

2.1.1.b

Lokaðar keppnir falla hins vegar undir keppnisreglur viðeigandi akstursíþróttasambands. Í löndum þar sem engar keppnisreglur eru settar á landsvísu gildir Reglubókin.

2.1.2 Keppnishald

Í hverju landi getur keppni verið skipulögð af:

2.1.2.a

akstursíþróttasambandinu sjálfu;

2.1.2.b

akstursíþróttafélagi eða í undantekningartilfellum öðru hæfu íþróttafélagi svo fremi að viðkomandi félag sé handhafi nauðsynlegs leyfis til keppnishalds.

2.1.3 Formleg skjöl
2.1.3.a

Fyrir hverja keppni, nema metatilraunir, sem ekki er sérstaklega undanskilin þessu skilyrði í öðrum FIA reglum, skal gera formleg skjöl sem samanstanda af sérreglum, skráningarformi [sem í tilfelli AKÍS er rafrænt á vefnum www.akis.is] og dagskrá. Að auki skal gefa út bráðabirgða- og lokaúrslit fyrir allar frjálsar æfingar, tímatökuæfingar, riðla (nema þegar viðeigandi íþróttareglur kveða á um birtingu sérstakra úrslita í stað lokaúrslita) og úrslitaumferðir.

2.1.3.b

Hverskonar skilyrði í þessum formlegu skjölum sem stangast á við Reglubókina skulu engin áhrif hafa.

2.1.4 Yfirlýsing sem gefa skal á öllum skjölum sem varða keppni
2.1.4.a

Allar sérreglur, dagskrár og skráningarform í tengslum við mót skulu bera eftirfarandi yfirlýsingu skýrt og greinilega: "Haldið samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar og reglum AKÍS".

2.1.4.b

Í löndum þar sem engar landsreglur eru gefnar út skal yfirlýsingin hljóma svo: "Haldið samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar".

2.1.5 Ósamþykktar keppnir
2.1.5.a

Hver sú keppni sem haldin er án tillits til Reglubókarinnar eða gildandi landsreglna skal teljast ósamþykkt.

2.1.5.b

Sé slík keppni hluti af viðburði sem leyfi til keppnishalds hefur verið gefið út fyrir skal það falla niður og teljast ómerkt.

2.1.5.c

Slík keppni má ekki á nokkurn hátt þjóna tilgangi forkeppni keppenda til þátttöku í móti,bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild sem skráð er í keppnisdagatal akstursíþróttasambands eða í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

2.1.6 Frestun eða niðurfelling keppni
2.1.6.a

Keppni má aðeins fresta eða fella niður vegna Force Majeure aðstæðna, af öryggisástæðum eða ef heimild til þess hefur verið veitt í viðeigandi reglum.

2.1.6.b

Sé frestað lengur en 24 klst. eða ef keppni er felld niður skal endurgreiða skráningargjöld.

2.1.7 Upphaf og endir keppni
2.1.7.a

Keppni telst hafin frá auglýstum upphafstíma innritunar og/eða skoðunar ökutækja.

2.1.7.b

Keppni telst lokið þegar eftirfarandi tímamörkum er náð, hvort sem kemur síðar:

2.1.7.b.i

tímamörk kæru eða áfrýjunar eða lok yfirheyrslna;

2.1.7.b.ii

lok skoðunar að viðburði loknum sem framkvæmd er í samræmi við Reglubókina.

2.1.8

Enga keppni sem er eða gefin er út fyrir að vera hluti af alþjóðlegu móti, alþjóðlegu bikarmóti, alþjóðlegri útsláttarkeppni, alþjóðlegri áskorun eða alþjóðlegri deild sem ekki er samþykkt af FIA má skrá í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

2.1.9

Í hverri keppni, lands- eða alþjóðlegri-, sem opin er fyrir skráningum eftir FIA forsendum, flokkum eða hópum sem skilgreindir eru í Reglubókinni skulu öll ökutæki sem þátt taka hlíta að fullu tæknilegu reglum FIA og opinberum skilgreiningum og túlkunum þessara reglna frá FIA hverju sinni. Akstursíþróttasambandi er óheimilt að víkja frá tæknilegum reglum FIA án sérstakrar skriflegrar heimildar frá FIA.

GREIN 2.2 ALÞJÓÐLEG KEPPNI
2.2.1

Til að keppni geti talist alþjóðleg skal hún uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

2.2.1.a

í alþjóðlegri brautarkeppni skal brautin bera gerðarvottunarkeppnisskírteini gefið út af FIA um viðeigandi gráðu fyrir ökutækin sem þátt taka;

2.2.1.b

fyrir alþjóðleg rally og Cross-Country rally skal hlíta öllum viðeigandi greinum sem hér fylgja;

2.2.1.c

keppendur og ökumenn sem fá að taka þátt skulu vera handhafar viðeigandi alþjóða keppnisskírteinis;

2.2.1.d

keppnin, nema þegar um er að ræða metatilraun, skal vera skráð í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

2.2.2

Skráning í Alþjóðlega keppnisdagatalið er háð samþykki FIA og þarf akstursíþróttasamband landsins sem keppnina skal halda í að sækja um slíka skráningu fyrir hana. FIA mun skýra frá ástæðum höfnunar á slíkri skráningu komi til hennar.

2.2.3

Alþjóðlegt mót, alþjóðlegt bikarmót, alþjóðlegt útsláttarmót, alþjóðlega áskorun eða alþjóðlega deild má aðeins samanstanda af alþjóðlegum keppnum.

2.2.4

Alþjóðleg keppni sem telst hluti af alþjóðlegu móti, alþjóðlegu bikarmóti, alþjóðlegu útsláttarmóti, alþjóðlegri áskorun eða alþjóðlegri deild sem haldin er undir merkjum FIA lýtur íþróttalegri yfirstjórn FIA.

2.2.5

Allar aðrar alþjóðlegar keppnir á Íslandi falla undir íþróttalega yfirstjórn AKÍS og fylgja Reglubók FIA, keppnisreglum AKÍS og þeim reglum sem varða keppnina.

2.2.6

Engum ökumanni, keppanda eða öðrum handhafa keppnisskírteinis er heimilt að taka þátt í alþjóðlegri keppni eða alþjóðlegu móti, alþjóðlegu bikarmóti, alþjóðlegu útsláttarmóti, alþjóðlegri áskorun eða alþjóðlegri deild sem ekki er skráð í Alþjóðlega keppnisdagatalið eða er ekki undir íþróttavaldi FIA eða akstursíþróttasamböndum innan þess.

2.2.7

Alþjóðleg keppni getur talist "takmörkuð" þegar keppendur eða ökumenn sem þátt taka þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði. Keppni þar sem þátttakendum er boðin þátttaka sérstaklega telst "takmörkuð" keppni. Í undantekningartilfellum getur FIA veitt leyfi fyrir skráningu "takmarkaðrar" alþjóðlegrar keppni í Alþjóðlega keppnisdagatalið á grundvelli séraðstæðna sem frávik frá viðauka O.

GREIN 2.3 LANDSKEPPNI
2.3.1

Landskeppni fellur alfarið undir íþróttayfirvald akstursíþróttasambands sem beitir reglu- og framkvæmdavaldi sínu með eigin reglum og að teknu almennu tilliti til Reglubókarinnar.

2.3.2

Utan þess sem sérstaklega kemur fram hér að neðan er landskeppni aðeins opin þeim keppendum og ökumönnum sem hafa keppnisskírteini útgefið af akstursíþróttasambandi þess lands sem hún fer fram í.

2.3.3

Landskeppni getur ekki talist hluti alþjóðlegs móts, alþjóðlegs bikarmóts, alþjóðlegs útsláttarmóts, alþjóðlegrar áskorunar eða alþjóðlegrar deildar. Hún getur heldur ekki komið til álita til almennra úrslita að loknum nokkrum alþjóðlegum keppnum.

2.3.4

Landskeppni er heimilt að leyfa þátttöku handhafa keppnisskírteina útgefnum af öðru akstursíþróttasambandi en því sem heimild veitir fyrir landskeppninni að fengnu samþykki þess akstursíþróttasambands sem veitti leyfi fyrir henni.

2.3.5

Landskeppni verður að vera skráð í keppnisdagatal akstursíþróttasambandsins sem gefur leyfi fyrir henni.

2.3.6 Landsmót, landsbikarmót, landsútsláttarmót, landsáskorun eða landsdeild opin handhöfum erlendra keppnisskírteina
2.3.6.a.i

Sé landskeppni hluti af landsmóti, landsbikarmóti, landsútsláttarmóti, landsáskorun eða landsdeild er viðeigandi akstursíþróttasambandi heimilt að veita keppendum og ökumönnum sem eru handhafar erlendra keppnisskírteina og þátt taka, stig á sama grunni og handhöfum keppnisskírteina útgefnum af því sjálfu.

2.3.6.a.ii

Landskeppnir sem eru hluti af FIA svæðismóti falla undir greinar 7.2 og 7.3 í viðauka Z.

2.3.6.a.iii

Keppnir sem telja til stiga fyrir F4 mót vottað af FIA falla undir grein 2.3.6.a.i hér að ofan.

2.3.6.b

Akstursíþróttasamband sem gefur leyfi fyrir keppni sem leyfir þátttakendur sem eru handhafar keppnisskírteinis frá öðru akstursíþróttasambandi skal tryggja að FIA, keppendur og ökumenn hafi vitneskju um eftirfarandi með því að það komi fram í formlegum skjölum (sérstaklega á skráningarformi):

2.3.6.b.i

óyggjandi upplýsingar um hvort brautin hafi gilda alþjóðlega gerðarvottun frá FIA eða gilda gerðarvottun frá viðeigandi akstursíþróttasambandi sem hæfir þeim flokkum ökutækja sem gjaldgeng eru í keppninni;

2.3.6.b.ii

upplýsingar um þá flokka ökutækja sem gjaldgeng eru í keppninni og hæfa gerðarsamþykki brautarinnar;

2.3.6.b.iii

upplýsingar um stig ökuskírteinis sem krafist er til þátttöku í keppninni.

2.3.7

Keppendur og ökumenn sem hyggjast taka þátt í landskeppni erlendis geta aðeins gert það að undangengnu samþykki AKÍS.

2.3.7.a

Akstursíþróttasamband getur veitt slíkt samþykki á þann hátt sem því hentar.

2.3.7.b

Samþykki keppnishaldari skráningu erlends keppanda og/eða ökumanns sem ekki hefur áður fengið heimild þess akstursíþróttasambands sem gaf út keppnisskírteini þeirra telst keppnishaldarinn brotlegur sem leiðir af sér að akstursíþróttasambandið sem veitti heimild fyrir landskeppninni sektar eða refsar keppnishaldaranum á þann máta sem það telur viðeigandi.

2.3.7.c

Rétt er að taka fram að akstursíþróttasambandi er aðeins heimilt að veita handhöfum keppnisskírteina sinna heimild til þátttöku í keppnum sem skráðar eru í keppnisdagatal akstursíþróttasambands.

2.3.8

Landskeppni getur talist "takmörkuð" ef keppendur eða ökumenn sem þátt taka þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði fyrir þátttöku. Keppni þar sem þátttakendum er boðin þátttaka sérstaklega telst "takmörkuð" keppni.

2.3.9

Lokuð keppni þarfnast samþykkis akstursíþróttasambandsins sem getur við sérstakar aðstæður veitt hópi aðildarfélaga samþykki fyrir henni.

GREIN 2.4 MÓT, BIKARMÓT, ÚTSLÁTTARKEPPNI, ÁSKORUN OG DEILD
2.4.1 Alþjóðleg mót
2.4.1.a

FIA er eini aðilinn sem getur gefið leyfi fyrir alþjóðlegu móti.

2.4.1.b

Alþjóðleg mót er aðeins haldið af FIA eða öðrum aðila að fengnu skriflegu leyfi frá FIA. Í slíkum tilfellum hefur keppnishaldari móts sömu réttindi og skyldur og keppnishaldari keppni.

2.4.1.c

Alþjóðleg mót sem bera nafn FIA eru eign FIA og mega aðeins innihalda orðið "Heims" (eða annað orð sem hefur sömu eða svipaða meiningu eða er dregið af orðinu "heims" í hvaða tungumáli sem er) ef þau fylgja reglum sem hlíta að minnsta kosti skilyrðum greinar 2.4.3 í Reglubókinni og að því gefnu að þau feli í sér þátttöku að minnsta kosti fjögurra gerða (framleiðanda) ökutækja að jafnaði yfir allt keppnistímabilið.

2.4.2 Alþjóðlegt bikarmót, -útsláttarkeppni, -áskorun og -deild
2.4.2.a

Margar alþjóðlegar keppnir sem lúta sömu reglum eða ein stök alþjóðleg keppni geta myndað alþjóðlegt bikarmót, -útsláttarkeppni, -áskorun eða -deild.

2.4.2.b

Alþjóðlegt bikarmót, -útsláttarkeppni, -áskorun eða -deild getur aðeins samanstaðið af alþjóðlegum keppnum.

2.4.2.c

Akstursíþróttasambandi er aðeins heimilt að halda alþjóðlegt bikarmót, -útsláttarkeppni, -áskorun eða -deild að fyrirfram fengnu skriflegu samþykki FIA þar sem megináherslan verður lögð á eftirtalin atriði:

2.4.2.c.i

samþykki íþrótta- og tæknilegra reglna með sérstakri áherslu á öryggismál;

2.4.2.c.ii

samþykki dagatals;

2.4.2.c.iii

fyrirframveitt samþykki, þar með talið á dagsetningum, frá öllum akstursíþróttasamböndum þeirra landssvæða sem ein eða fleiri keppni skal eða skulu haldnar sem er eða eru hluti af bikarmóti, útsláttarkeppni, áskorun eða deild;

2.4.2.c.iv

staðfesting á að brautir fyrir brautarkeppni hafi viðeigandi gerðarvottun sem hæfir þeim ökutækjum sem keppnisrétt hafa og að allar keppnir muni hlíta öllum FIA reglum um öryggi og læknisaðstoð;

2.4.2.c.v

staðfesting á að heiti bikarmóts, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar sé í samræmi við landfræðilegt umfang og tæknileg og íþróttaleg skilyrði þess/hennar.

2.4.2.d

Alþjóðleg bikarmót, -útsláttarkeppnir, -áskoranir eða -deildir sem bera nafn FIA eru eign FIA og er FIA einu heimilt að halda slíkt mót/keppni/áskorun/deild. Þó er öðrum það heimilt að fengnu skriflegu samþykki FIA. Í þeim tilfellum hefur keppnishaldari móts/keppni/áskorunar/deildar sömu réttindi og skyldur og keppnishaldari keppni.

2.4.3 Notkun orðsins "Heims"
2.4.3.a

Alþjóðleg bikarmót, -útsláttarkeppnir, -áskoranir eða -deildir og keppnir þeirra, sem bera nafn FIA mega aðeins hafa orðið "Heims" (eða annað orð sem hefur sömu eða svipaða meiningu eða er dregið af orðinu "heims" í hvaða tungumáli sem er) ef reglur sem þau/þær varða uppfylla hið minnsta neðangreind skilyrði og að því gefnu að þau/þær feli í sér þátttöku að minnsta kosti fjögurra gerða (framleiðanda) ökutækja að jafnaði yfir allt keppnistímabilið.

2.4.3.b

Alþjóðleg bikarmót, -útsláttarkeppnir, -áskoranir eða -deildir og keppnir þeirra, sem bera ekki nafn FIA mega ekki hafa orðið "Heims" (eða annað orð sem hefur sömu eða svipaða meiningu eða er dregið af orðinu "heims" í hvaða tungumáli sem er) án leyfis frá FIA. Almenna reglan er sú að FIA veiti leyfi séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt og að FIA telji að það sé íþróttinni til framdráttar. FIA getur afturkallað leyfi sitt séu þessi skilyrði ekki uppfyllt.

2.4.3.b.i

Bikarmótið, útsláttarkeppnin, áskorunin eða deildin verða að fela í sér keppnir sem fara fram í að minnsta kosti þremur heimsálfum á sama keppnistímabili.

2.4.3.b.ii

Sé bikarmót, útsláttarkeppni, áskorun eða deild aðeins ein keppni skulu riðlar, keppnir eða aðrar deildir sem eru undankeppnir sem veita keppendum þátttökurétt fyrir þá einu keppni fara fram í að minnsta kosti þremur heimsálfum og verða þær keppnir að vera skráðar í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

2.4.3.b.iii

Keppnishaldari verður að samþykkja og viðurkenna að auk réttinda eða valds sem tiltekið er í Reglubókinni eða annarsstaðar hefur FIA rétt til að sinna eftirliti og skoðunum í hverri þeirri keppni sem fram fer í bikarmóti, útsláttarkeppni, áskorun eða deild sem ber eða hefur sótt um að fá að bera heitið "Heims" í heiti sínu til þess að staðfesta að því sem fram kemur í Reglubókinni og öllum viðeigandi reglum sé framfylgt og þær virtar að fullu. Keppnishaldari mun aðstoða við slíka skoðun og eftirlit með því að veita FIA aðgang að allri brautinni og að öllum viðeigandi skjölum.

2.4.3.b.iv

Keppnishaldari viðkomandi bikarmóts, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar skal útnefna að lágmarki einn dómnefndarmann fyrir hverja keppni af útgefinni og reglulega uppfærðri skrá FIA yfir samþykkta dómnefndarmenn sem sinnir hlutverki formanns dómnefndar og sem mun gefa skýrslu um hverskonar alvarleg brot á Reglubókinni eða öðrum frávikum sem upp koma á meðan á keppni stendur til FIA, umsóknar akstursíþróttasambands og þess akstursíþróttasamband sem ræður því landssvæði sem keppnin fer fram á.

2.4.3.c

FIA getur í undantekningartilfellum veitt undanþágu fyrir bikarmót, útsláttarkeppni, áskorun eða deild sem getur sýnt fram á langvarandi notkun orðsins "heims".

2.4.4 Landsmót
2.4.4.a

Leyfi fyrir landsmóti er aðeins veitt af viðeigandi akstursíþróttasambandi.

2.4.4.b

Landsmót skal haldið af akstursíþróttasambandinu eða öðrum þeim aðila sem það veitir skriflegt leyfi til þess.

2.4.4.c

Í hverju landsmóti má aðeins ein keppni vera haldin utan landfræðilegs yfirráðasvæðis og þá aðeins að hún sé haldin í landi sem hefur samliggjandi landamæri (eða, í tilfelli landamæra sem liggja að sjó, FIA telji að viðbótar landið hafi viðeigandi landfræðilegt samband) við landið sem heldur landsmótið.

2.4.4.d

Sú undantekning er gerð fyrir brautar- (þar með talin karting) landsmót að sýni akstursíþróttasamband fram á það á ásættanlegan hátt fyrir FIA að brautir til að halda landskeppni í brautarakstri séu ekki til staðar á viðkomandi landsvæði sé heimilt að reiða sig á landskeppnir eins eða fleiri landa sem hafa sameiginleg landamæri (eða, í tilfelli landamæra sem liggja að sjó, FIA telji að viðbótar landið hafi viðeigandi landfræðilegt samband) við landið til að halda sitt landsmót með áður gerðum samningi við akstursíþróttasambandið(böndin) sem um ræðir.

2.4.4.e

Sú undantekning er gerð að akstursíþróttasamband sem ekki tilheyrir svæði megi halda allt að tvær keppnir í landsmóti utan síns landssvæðis, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

2.4.4.e.i

að þau séu haldin í landi sem hefur samliggjandi landamæri (eða, í tilfelli landamæra sem liggja að sjó, FIA telji að viðbótar landið hafi viðeigandi landfræðilegt samband) við landið sem heldur landsmótið;

2.4.4.e.ii

að landsmótið samanstandi af keppnum sem eru einskorðaðar við bíla sem eru:

 • meira en 3 kg/hö fyrir keppnir á brautum;
 • meira en 4 kg/hö fyrir keppnir á lokuðum vegum.
2.4.4.f

Auk þess er FIA heimilt að eigin vild að leyfa landsmót sem samanstendur einungis af lokuðum keppnum með einni eða fleiri keppnum utan landssvæðis akstursíþróttasambands þess íþróttafélags.

2.4.5 Landsbikarkeppni, landsútsláttarkeppni, landsáskorun eða landsdeild
2.4.5.a

Leyfi fyrir landsbikarkeppni, landsútsláttarkeppni, landsáskorun eða landsdeild er aðeins veitt af viðeigandi akstursíþróttasambandi.

2.4.5.b

Landsbikarkeppni, landsútsláttarkeppni, landsáskorun eða landsdeild má samanstanda af mörgum keppnum sem lúta sömu reglum eða einni keppni.

GREIN 2.5 PARC FERMÉ
2.5.1

Í Parc Fermé mega aðeins vera starfsmenn sem hafa leyfi til að vera þar. Þar má ekkert eiga við keppnistæki nema það sé leyft af þeim starfsmönnum eða leyft í viðeigandi reglum.

2.5.2

Parc Fermé er skylda í keppnum sem fela í sér keppnisskoðun.

2.5.3

Í reglum sem varða keppnina skal koma fram hvar Parc Fermé svæði verður/verða.

2.5.4

Í keppnum á lokaðri leið verður Parc Fermé að vera nærri marklínu (eða ráslínu ef um slíkt er að ræða).

2.5.5

Við lok keppni gilda reglur um Parc Fermé á svæðinu milli marklínu og innkomu í Parc Fermé.

2.5.6

Parc Fermé skal vera nægilega stórt og lokað af til að tryggja að óboðnir komi ekki inná það meðan ökutækin eru þar.

2.5.7

Eftirlit í, og framkvæmd með, Parc Fermé skal vera í höndum og á ábyrgð starfsmanna útnefndum af keppnishaldara, sem einir hafa heimild til að skipa keppendum fyrir.

2.5.8

Í röllum og Cross-Country röllum er litið á varðstöðvar og endurröðunarsvæði sem Parc Fermé. Engar viðgerðir eða aðstoð mega eiga sér stað inna þessara svæða, nema það sé skilgreint í viðeigandi reglum.

GREIN 2.6 KEPPNISSKÍRTEINI
2.6.1 Almennar reglur
2.6.1.a

Handhafi keppnisskírteinis er álitinn hafa kynnt sér texta Reglubókarinnar og skal hegða sér samkvæmt því sem þar stendur.

2.6.1.b

Almennt gildir að umsækjandi sem hæfur er til að fá keppnisskírteini samkvæmt ákvæðum Reglubókarinnar og viðeigandi íþrótta- og tæknireglum á rétt á að fá keppnisskírteini.

2.6.1.c

Enginn má taka þátt í keppni nema hafa keppnisskírteini frá viðeigandi akstursíþróttasambandi, eða keppnisskírteini gefið út af öðru akstursíþróttasambandi en viðeigandi akstursíþróttasambandi hans með leyfi viðeigandi akstursíþróttasambands.

2.6.1.d

Alþjóðlegt keppnisskírteini verður að endurnýja árlega frá 1. janúar ár hvert.

2.6.1.e

Akstursíþróttasamband skal gefa út keppnisskírteini til samræmis við reglur FIA.

2.6.1.f

Keppnisskírteini má gefa út undir dulnefni, en enginn má nota tvö eða fleiri dulnefni.

2.6.1.g

Hægt er að krefjast greiðslu fyrir útgáfu á nýju keppnisskírteini eða endurnýjun þess.

2.6.1.h

Hvert akstursíþróttasamband verður, er það fær inngöngu í FIA, að samþykkja að halda lista yfir keppnisskírteini þannig gefin út.

2.6.2 Ofurkeppnisskírteini
2.6.2.a

Hver sem telur sig eiga rétt á ofurkeppnisskírteini verður að fylla út og undirrita til þess ætlað umsóknareyðublað. Þessa umsókn verður að endurnýja árlega.

2.6.2.b

FIA áskilur sér rétt til að hafna útgáfu ofurkeppniskírteinis, sérstaklega ef umsækjandi hefur brotið gegn grein12.2 og skal FIA tilgreina ástæðu neitunarinnar.

2.6.2.c

Ofurkeppnisskírteinið er eign FIA, sem mun koma því til handhafa.

2.6.2.d

Svipting eða afturköllun á ofurkeppnisskírteini vegna refsingar útilokar skírteinishafa frá mótum FIA meðan á því stendur.

2.6.2.e

Umferðarlagabrot sem staðfest er af löggæsluyfirvöldum lands telst til brota á Reglubókinni, sé brotið alvarlegt, hefur sett aðra í hættu eða gengur gegn ímynd akstursíþrótta eða gildum sem FIA berst fyrir.

2.6.2.f

Handhafi ofurkeppnisskírteinis sem hefur gerst sekur um slíkt umferðarlagabrot getur átt von á að verða:

2.6.2.f.i

áminntur af FIA,

2.6.2.f.ii

krafinn um að gegna þegnskylduvinnu eða að ofurkeppnisskírteini hans verði tekið af honum tímabundið eða fyrir fullt og allt af Alþjóða dómstólnum.

2.6.3 ESB atvinnukeppandi eða ESB atvinnuökumaður
2.6.3.a

Sérhver ESB atvinnukeppandi eða ESB atvinnuökumaður má taka þá í svæðamótum sem fram fara innan ESB landa (eða landa sem FIA samþykkir að séu hluti af ESB) í samræmi við grein 7.3 í viðauka Z.

2.6.3.b

Slík keppnisskírteini verða að vera með fána ESB á skírteininu.

2.6.3.c

Hvert akstursíþróttasamband innan ESB landa (eða landa sem FIA samþykkir að séu hluti af ESB) munu ganga úr skugga um að tryggingar taki mið af þessum reglum.

2.6.3.d

Sérhver ESB atvinnukeppandi eða ESB atvinnuökumaður fellur undir lögsögu þess akstursíþróttasambands sem hann er að keppa í og einnig þess akstursíþróttasambands sem gaf út keppnisskírteini hans.

2.6.3.e

Ákvarðanir um að afturkalla slíkt keppnisskírteini mun gefið út í FIA Official Motor Sport Bulletin og/eða á vefsvæði FIA www.fia.com.

2.6.4 Skráningarskírteini fyrir starfsfólk keppenda sem þátt taka í heimsmeistarakeppnum FIA:
2.6.4.a

Einstaklingur í FIA Formúla eitt heimsmeistaramótinu sem framkvæmir allt eða hluta af því sem lýst er hér að neðan fyrir keppanda skráðan í heimsmeistaramót FIA verður að skrá sig hjá FIA:

2.6.4.a.i

Liðsstjóri: sá sem hefur með höndum veigamestu ákvarðanir keppandans;

2.6.4.a.ii

Íþróttastjóri: sá sem er ábyrgur fyrir því að keppandinn fari eftir íþróttareglum heimsmeistaramótsins;

2.6.4.a.iii

Tæknistjóri: sá sem ber ábyrgð á því að keppandinn standist tæknireglur heimsmeistaramótsins;

2.6.4.a.iv

Liðsstjóri: sá sem sér um framkvæmdir fyrir keppandann á keppnunum;

2.6.4.a.v

Bifvélavirki eða sambærilegt (tveir fyrir hvern keppanda): sá sem ber ábyrgð á ökutækjum keppandans.

2.6.4.a.vi

Í viðeigandi reglum má kveða á um að aðrir starfsmenn keppanda, sem sinna öðrum störfum en að ofan eru talin, þurfi að skrá sig hjá FIA.

2.6.4.b.i

Í öðrum heimsmeistarakeppnum FIA þarf hver sá sem, fyrir hönd keppanda, hefur með höndum eitt eða fleiri hlutverk sem lýst er í greinum 2.6.4.a.i til 2.6.4.a.v hér að ofan að skrá sig hjá FIA.

2.6.4.b.ii

Íþróttaráð FIA sem stýra þeim heimsmeistarakeppnum FIA geta breytt fjölda starfa eins og hentar hverju móti.

2.6.4.c

Litið skal á hvern skráðan starfsmann keppanda sem þátttakanda.

2.6.4.d

Þegar sótt er um þátttöku í heimsmeistaramóti FIA verður keppandinn að koma með lista yfir þá sem skrá skal sem starfsmenn keppandans með því að fylla út eyðublað sem sérstaklega er ætlað til þess.

2.6.4.e

Keppandi lætur hverjum skráðum starfsmanni sínum í té vottorð um skráningu hjá FIA sem FIA býr til og gefur út og er ávallt eign FIA.

2.6.4.f

Skráning starfsmanna skal endurnýjuð árlega frá 1. janúar ár hvert.

2.6.4.g

FIA hefur heimild til að halda eftir og afturkalla skráningu á hvaða starfsmanni sem brotið hefur gegn grein 12.2. Ástæður þarf að gefa fyrir hverri slíkri ákvörðun..

2.6.4.h

FIA hefur rétt til að hafna tímabundið, eða fyrir fullt og allt, hvaða starfsmanni keppandans rétti til aðgengis að fráteknum svæðum í keppni sem eru hluti af hvaða heimsmeistarakeppni FIA sem er.

2.6.4.i

Verði breytingar í skipulagi hjá keppenda sem leiða til þess að listi starfmanna sem skrá þarf hjá FIA breytist, þá verður keppandinn að upplýsa FIA um það innan 7 daga frá breytingunni og leggja fram á sama tíma uppfærðan lista starfsmanna. Keppandinn verður á sama tíma, einnig að skila inn skráningarvottorðum þeirra sem ekki starfa lengur fyrir hann.

GREIN 2.7 SÉRSTÖK SKILYRÐI

Greinar 2.7.1 til 2.7.3 hér að neðan eiga við í FIA mótum, bikarkeppnum, áskorunum og útsláttarkeppnum nema annað sé tekið fram í viðeigandi reglum FIA.

2.7.1 Ökutæki leyfð í alþjóðaröllum
2.7.1.a

Afl allra ökutækja er takmarkað samkvæmt lágmarksþyngd/aflhlutfalli 3,4 kg/hestöfl (4,6 kg/kw) í öllum alþjóðlegum röllum, nema þeim sem telja til FIA Heimsmeistaramótsins (WRC). FIA skal ávallt og undir öllum kringumstæðum gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja þessari afltakmörkun.

2.7.1.b

Aðeins eftirfarandi mega taka þátt í alþjóðlegum röllum:

2.7.1.b.i

Touring ökutæki (grúppa A), nema vísbending sé um hið gagnstæða á gerðarvottuninni, að undanskildum tilteknum breytingum;

2.7.1.b.ii

Fjöldaframleidd ökutæki (Grúppa N, R, Rally og RGT).

2.7.1.c

Ef ekki eru vísbendingar um annað á gerðarvottuninni, að undanskildum tilteknum breytingum, er grúppu A, N, R og RGT ökutæki leyft, á næstu átta árum eftir að gerðarvottun þeirra rennur út, að taka þátt í alþjóðlegum röllum öðrum en Heimsmeistaramótinu (WRC) með eftirfarandi skilyrðum:

2.7.1.c.i

FIA gerðarvottunin sé sýnd við skráningarskoðun og við keppnisskoðun;

2.7.1.c.ii

ökutækin séu í samræmi við tækniforskriftir (viðauka J) sem giltu á þeim degi sem gerðarvottun þeirra rann út og eru í góðu ástandi til að taka þátt, að mati skoðunarmanna.

2.7.1.d

Túrbóþrengingar sem notaðar eru í þessum ökutækjum ásamt lágmarksþyngd verða að vera í samræmi við núgildandi takmarkanir.

2.7.2 Cross-Country Rally og Baja Cross-Country Rally

Eingöngu er hægt að fá leyfi fyrir cross-country ökutækjum (grúppu T) eins og skilgreint er í tækniforskriftum FIA, og engin önnur ökutæki leyfð.

2.7.3 Maraþon Cross-Country Rally
2.7.3.a

Öll Maraþon Cross-Country Rally verður að færa inn á Alþjóðlega keppnisdagatalið.

2.7.3.b

Eingöngu er heimilt að skipuleggja eitt Maraþon Cross-Country Rally fyrir hverja heimsálfu ár hvert, nema FIA veiti sérstaka undanþágu.

2.7.3.c

Keppnin má ekki standa í meira en tuttugu og einn dag (þar með talin skoðun og ofursérleið).

2.7.3.d

Aðeins er heimilt að nota ökutæki fyrir cross-country (grúppu T) eins og skilgreint er í tækniforskriftum FIA, og engin önnur ökutæki leyfð.

2.7.4 Metatilraunir
2.7.4.a

Handhafi mets

2.7.4.a.i

Ef met er staðfest með tiltekinni tilraun er handhafi sá keppandi sem fékk leyfi til að gera tilraunina og lagði fram formlega umsókn um slíkt leyfi.

2.7.4.a.ii

Ef metið er staðfest í tengslum við viðburð er handhafi keppandinn sem skráði ökutækið sem árangurinn náðist í.

2.7.4.b

Lögsaga

2.7.4.b.i

Akstursíþróttasamband skal úrskurða um allar kröfur gagnvart metum sem gerðar eru á svæði þess.

2.7.4.b.ii

FIA skal úrskurða um allar kröfur um heimsmet, sem skulu lagðar fyrir af viðeigandi akstursíþróttasambandi.

2.7.4.c

Ökutæki sem er gjaldgengt til að setja met

Hvert og eitt met má einungis setja af ökutæki.

2.7.4.d

Viðurkennd met

2.7.4.d.i

Einu metin sem viðurkennd eru skulu vera landsmet, heimsmet, heildar heimsmet og eiginleg heimsmet.

2.7.4.d.ii

Sama met má viðurkenna í nokkrum af ofangreindum flokkum.

2.7.4.e

Met ökutækja takmörkuð við þeirra eigin flokk

Ökutæki sem hefur sett eða slegið heimsmet í sínum eigin flokki, gæti þar með slegið heildar heimsmet, en getur ekki slegið sama met í neinum yfirflokki.

2.7.4.f

Tímabil og viðurkenndar vegalengdir

Aðeins skal viðurkenna slík tímabil og vegalengdir fyrir landsmet og heimsmet eins og mælt er fyrir um í viðauka D.

2.7.4.g

Met sett í keppni

Enginn tíma- eða vegalengdar met, sem sett eru meðan á keppni stendur, skulu viðurkennd. Aðeins er hægt að setja hringmet meðan á keppni stendur.

2.7.4.h

Metatilraunir

Skilyrði sem uppfylla verður við metatilraun eru nefnd í smáatriðum í viðauka D.

2.7.4.i

Skilyrði fyrir viðurkenningu á heimsmetum

2.7.4.i.i

Ekki er hægt að viðurkenna heimsmet nema tilraunin hafi farið fram í landi sem er aðili að FIA, eða sem undantekningu, í landi sem ekki er aðili en hefur leyfi til keppnishalds gefið út af FIA.

2.7.4.i.ii

Aldrei má viðurkenna heimsmet nema tilraunin hafi farið fram á leið sem FIA hefur samþykkt.

2.7.4.j

Skráning meta

2.7.4.j.i

Sérhvert akstursíþróttasamband skal halda skrá yfir öll met sem hafa verið sett eða slegin á svæði þess og gefa út viðurkenningarskjal um landsmet sé þess óskað.

2.7.4.j.ii

FIA mun halda skrá yfir heimsmet og gefur út viðurkenningarskjal þeirra meta sé þess óskað.

2.7.4.k

Birting meta

2.7.4.k.i

Meðan beðið er formlegrar viðurkenningar á kröfu um met, má ekki auglýsa niðurstöðu tilraunar nema eftirfarandi setning bætist við með skýrum stöfum „Með fyrirvara um staðfestingu“.

2.7.4.k.ii

Að víkja frá þessari reglu skal sjálfkrafa fela í sér að krafa til mets er ekki viðurkennd, fyrir utan fyrirvara um frekari refsingu sem viðeigandi akstursíþróttasamband getur beitt.

2.7.4.l

Gjöld fyrir metatilraunir

2.7.4.l.i

Hlutaðeigandi akstursíþróttasamband getur ákveðið gjald fyrir eftirlit sitt og umsjón með tilraunum til landsmets.

Slíkt gjald skal ákveðið á hverju ári af og greiðist til akstursíþróttasambands.

2.7.4.l.ii

FIA má ákveða gjald fyrir eftirlit sitt og umsjón heimsmetstilrauna. Slíkt gjald skal ákveðið á hverju ári af og greiðist til FIA.

GREIN 3 KEPPNIR – SKIPULAG
GREIN 3.1 NAUÐSYNLEGT LEYFI TIL KEPPNISHALDS

Keppni verður að hafa leyfi til keppnishalds útgefið af akstursíþróttasambandi þess lands sem hún er haldin í eða, ef landið á ekki fulltrúa innan FIA, útgefið af FIA.

GREIN 3.2 UMSÓKN UM LEYFI TIL KEPPNISHALDS
3.2.1

Umsókn um leyfi til keppnishalds skal send akstursíþróttasambandi innan þeirra tímamarka sem við eiga, með eftirfarandi upplýsingum: uppkasti af sérreglum hverrar keppni viðburðarins, nema þegar um er að ræða metatilraunir.

3.2.2

Hafi akstursíþróttasambandið ákveðið fyrirframgreitt gjald fyrir útgáfu leyfis til keppnishalds skal leyfisgjaldið fylgja umsókninni og verður það endurgreitt ef leyfi er ekki veitt.

GREIN 3.3 ÚTGÁFA LEYFIS TIL KEPPNISHALDS
3.3.1

Í landi með starfandi akstursíþróttasambandi hefur það rétt á að gefa út leyfi til keppnishalds í hverju því formi sem það kýs.

3.3.2

Keppnishaldari sem sækir um leyfi til keppnishalds á rétt á að fá það útgefið ef hann uppfyllir skilyrði Reglubókarinnar og viðeigandi íþrótta- og tæknireglur FIA, og eftir því sem við á, akstursíþróttasambandsins sem sótt er um hjá.

GREIN 3.4 VIRÐING LAGA OG REGLUGERÐA
3.4.1

Akstursíþróttasambandið skal ekki gefa út leyfi til keppnishalds fyrr en framkvæmdanefndin hefur fengið öll tilskilin leyfi, eða undirgengist að afla leyfa, frá þar til bærum yfirvöldum og landeigendum vegar, brautar eða annars frátekins svæðis þar sem keppnin fer fram.

3.4.2

Þeir hlutar keppna sem fram fara á almennum vegum opnum fyrir hefðbundinni umferð skulu virða umferðarreglur þess lands sem þær fara fram í.

3.4.3

Keppnir sem fram fara á hraðabraut skulu fylgja öllum reglum Reglubókarinnar en geta einnig fallið undir sérreglur gerðum sérstaklega fyrir akstur bíla á hraðabrautum.

3.4.4

Útgáfa reglna: reglur keppna í FIA mótum verða að berast FIA skrifstofunni eins og kveðið er á um í viðeigandi íþróttareglum.

GREIN 3.5 HELSTU UPPLÝSINGAR Í SÉRREGLUM

(á ekki við um FIA Formula eitt heimsmeistaramótið)

3.5.1

Tilnefning keppnishaldara (eins eða fleiri);

3.5.2

Heiti-, eðli- og skilgreining á keppni eða keppnum;

3.5.3

Yfirlýsing um að viðburðurinn verði haldinn samkvæmt Reglubókinni og landsreglum séu þær til;

3.5.4

Nöfn þeirra einstaklinga sem sitja í framkvæmdanefndinni ásamt heimilisfangi nefndarinnar og annað sem hana varðar;

3.5.5

Staðsetning og dagsetning viðburðarins;

3.5.6

Ýtarleg lýsing á þeim keppnum sem haldnar verða (lengd og akstursátt leiðar, klasar og flokkar ökutækja með þátttökurétt, eldsneyti, takmarkanir á fjölda skráninga sé um slíkt að ræða, og/eða fjölda ökutækja sem fá að ræsa (samkvæmt viðauka O), o.s.frv.);

3.5.7

Allar gagnlegar upplýsingar varðandi skráningar (hvert á að senda þær, dagsetningar og tímasetningar upphafs og endis skráningartímabils, keppnisgjald þegar um slíkt er að ræða;

3.5.8

Allar viðeigandi upplýsingar um tryggingamál;

3.5.9

Dagsetningar og tímasetningar ræsinga með upplýsingum um forgjafir ef þær eiga við;

3.5.10

Áminning um greinar Reglubókarinnar, sérstaklega varðandi nauðsynleg keppnisskírteini, merkjagjöf (viðauki H);

3.5.11

Hvernig úrslit verða ákvörðuð;

3.5.12

Birtingarstaður og stund bráðabirgðaúrslita og lokaúrslita. Geti keppnishaldarar ekki birt úrslitin eins og ætlað var, skulu þeir gefa út, á þessum stað og stund, nákvæmar upplýsingar um til hvaða ráða þeir hyggist grípa varðandi úrslitin.

3.5.13

Nákvæman lista yfir verðlaun;

3.5.14

Áminningu um greinar Reglubókarinnar varðandi kærur;

3.5.15

Nöfn dómnefndarmanna og helstu starfsmanna keppninnar;

3.5.16

Staðsetningu opinberrar upplýsingatöflu keppninnar eða stafrænu upplýsingatöflunnar;

3.5.17

Grein um frestun eða niðurfellingu keppninnar eigi það við.

GREIN 3.6 BREYTINGAR SÉRREGLNA

Engar breytingar má gera á sérreglum eftir að byrjað er að taka á móti skráningum nema að fengnu samhljóða samþykki allra þegar skráðra keppenda eða með ákvörðun dómnefndar. Að fyrirfram fengnu samþykki akstursíþróttasambandsins og/eða FIA, er keppnishaldara heimilt að gera breytingar á sérreglum sem takmarkast við örugga og skipulega framkvæmd viðburðarins fram að upphafi viðkomandi keppni (eins og kveðið er á um í grein 2.1.7.a í Reglubókinni).

GREIN 3.7 HELSTU UPPLÝSINGAR Í FORMLEGRI DAGSKRÁ
3.7.1

Yfirlýsing um að viðburðurinn fari fram samkvæmt Reglubókinni og landsreglum ef þær eru til;

3.7.2

Staður og dagsetning viðburðarins;

3.7.3

Stutt lýsing og tímatafla keppnanna;

3.7.4

Nöfn keppenda og ökumanna með keppnisnúmerum útgefnum fyrir ökutæki þeirra;

3.7.5

Forgjöf, ef það á við;

3.7.6

Ýtarlegur listi verðlauna;

3.7.7

Nöfn dómnefndarmanna og annarra embættismanna.

GREIN 3.8 SKRÁNING
3.8.1

Skráning skyldar keppanda til að taka þátt í keppni sem hann hefur samþykkt að keyra nema til komi gilt Force Majeure.

3.8.2

Hún skuldbindur einnig keppnishaldarann til að standa við allar forsendur sem skráningin var byggð á gagnvart keppandanum að því gefnu að keppandinn geri sitt besta til að taka þátt í keppninni.

GREIN 3.9 MÓTTAKA SKRÁNINGA
3.9.1

Þegar akstursíþróttasamband hefur gefið út leyfi til keppnishalds fyrir viðburð er framkvæmdanefnd heimilt að taka við skráningum.

3.9.2 Form skráninga

Staðfestar skráningar skulu sendar framkvæmdanefndinni á því formi sem hún ákveður. Gera skal ráð fyrir yfirlýsingu um nafn og heimilisfang keppanda og útnefndra ökumanna ef þörf krefst ásamt keppnisleyfanúmerum keppanda og ökumanna. Í sérreglum má tilgreina rýmkaðan tíma fyrir útnefningu ökumanna.

3.9.3 Greiðsla skráningargjalda

Kveði sérreglur á um skráningargjald telst skráning ógild nema henni fylgi slíkt gjald.

3.9.4 Samþykki akstursíþróttasambands til þátttöku í alþjóðakeppni erlendis
3.9.4.a

Keppendur og ökumenn sem vilja taka þátt í alþjóðakeppni erlendis geta aðeins gert það með fyrirframfengnu samþykki síns akstursíþróttasambands.

3.9.4.b

Akstursíþróttasambandi er heimilt að gefa slíkt samþykki í því formi sem því hentar.

3.9.4.c

Taki keppnishaldari á móti skráningu erlends keppanda eða ökumanns án samþykkis þess akstursíþróttasambands sem gaf út keppnisskírteini þeirra telst keppnishaldari hafa framið brot sem FIA getur refsað fyrir með þeim hætti sem FIA telur hæfa.

3.9.4.d

Akstursíþróttasambandi er aðeins heimilt að veita leyfishöfum sínum slíkt samþykki fyrir keppnir skráðar í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

GREIN 3.10 VIRÐING FYRIR SKRÁNINGUM
3.10.1

Ágreiningur um skráningu milli keppanda og keppnishaldara skal til lykta leiddur af akstursíþróttasambandinu sem samþykkti framkvæmdanefndina.

3.10.2

Sé ágreiningurinn ekki leystur fyrir keppnisdag viðkomandi keppni dæmist skráður keppandi sem ekki tekur þátt eða ökumaður sem samþykkt hefur að taka þátt í keppni og ekur ekki, umsvifalaust í alþjóðlegt keppnisbann (tímabundin afturköllun á keppnisskírteini) nema viðkomandi greiði tryggingargjald að upphæð sem fastsett skal á landsvísu af akstursíþróttasambandinu.

3.10.3

Greiðsla tryggingargjaldsins leiðir ekki af sér rétt keppanda eða ökumanns til að skipta út einni keppni fyrir aðra.

GREIN 3.11 LOK SKRÁNINGAR
3.11.1

Dagsetning og tími skráningarfrests skal koma fram í sérreglum.

3.11.2

Í alþjóðakeppnum skulu lok skráningar vera að minnsta kosti 7 dögum fyrir dagsetningu viðburðarins. Fyrir aðrar keppnir er akstursíþróttasambandi eða FIA heimilt að stytta þennan tímafrest.

GREIN 3.12 RAFRÆN SKRÁNING
3.12.1

Skráning má vera með rafrænum hætti að því gefnu að hún sé send innan skráningarfrests og, þegar það á við, greiðsla skráningargjalds sé innt af hendi á sama tíma.

3.12.2

Sendingartími rafræna samskiptamiðilsins (til dæmis tölvupósts) telst fullnægjandi sönnun tímasetningar skráningarinnar.

GREIN 3.13 SKRÁNING MEÐ ÓSÖNNUM FULLYRÐINGUM
3.13.1

Skráning sem inniheldur ósannar fullyrðingar telst ómarktæk og ógild.

3.13.2

Innsending slíkrar skráningar telst brjóta í bága við Reglubókina. Að auki er skráningargjald ekki endurgreitt.

GREIN 3.14 HÖFNUN SKRÁNINGAR
3.14.1

Hafni framkvæmdanefnd skráningu í alþjóðlega keppni skal hún láta umsækjanda vita af höfnuninni og gera grein fyrir ástæðum hennar innan 2 daga frá lokum skráningarfrests og eigi síðar en 5 dögum fyrir upphaf keppni.

3.14.2

Í öðrum keppnum mega landsreglur innihalda aðrar forsendur fyrir tilkynningu um höfnun.

GREIN 3.15 SKILYRTAR SKRÁNINGAR
3.15.1

Sérreglur mega kveða á um að samþykkt skráningar skuli lúta sérstökum vel skilgreindum skilyrðum eins og til dæmis hvernig farið er með sæti sem losna þegar fjöldi keppenda sem mega hefja keppni er takmarkaður.

3.15.2

Skilyrt skráning skal tilkynnt hlutaðeigandi með bréfi eða rafrænum hætti eigi síðar en daginn eftir að skráningarfresti lýkur en keppandi sem lýtur slíkum skilyrðum fellur ekki undir forsendur um óheimila útskiptingu einnar keppni fyrir aðra.

GREIN 3.16 BIRTING SKRÁNINGA
3.16.1

Enga skráningu má birta nema keppnishaldarar hafi móttekið réttilega útfyllt skráningarform með tilheyrandi skráningargjaldi þegar það á við.

3.16.2

Keppendur með skilyrta skráningu skulu merktir sem slíkir þegar skráningar eru birtar.

GREIN 3.17 VAL KEPPENDA
3.17.1

Ef viðeigandi reglur heimila takmörkun skráninga og/eða ökutækja sem mega ræsa skal ferlið við val skráninga tilgreint í þeim reglum.

3.17.2

Sé það ekki skilgreint skal valið vera með happdrætti eða öðrum hætti ákveðnum af akstursíþróttasambandinu.

GREIN 3.18 BIÐLISTI

Verði einhverjum skráningum hafnað samkvæmt grein 3.17 í Reglubókinni er framkvæmdanefnd heimilt að samþykkja þær á biðlista til vara.

GREIN 4 HÓPAKSTUR
GREIN 4.1 LEIÐARLÝSING

Skylt getur verið að fylgja leiðarlýsingu(m) hópaksturs, en eingöngu með einföldum eftirlitsstöðvum og án þess að keppendur þurfi að halda ákveðnum meðalhraða í ferðinni.

GREIN 4.2 ALMENN SKILYRÐI
4.2.1

Í dagskrá hópakstursins má til viðbótar hafa einn eða fleiri akstursviðburði, en þeir mega eingöngu eiga sér stað á áfangastað og mega ekki vera keppnir í hraða.

4.2.2

Í hópakstri má ekki úthluta peningaverðlaunum.

4.2.3

Hópakstur er undanþeginn skráningu í Alþjóðlega keppnisdagatalið, jafnvel þótt þátttakendur séu af ólíku þjóðerni, en hann má ekki skipuleggja í landi án samþykkis akstursíþróttasambands sem þarf að samþykkja reglurnar.

4.2.4

Varðandi skipulag, þurfa reglurnar að vera í sama anda og gert er í keppnum í Reglubókinni.

4.2.5

Ef leið(ir) hópaksturs liggja eingöngu um svæði eins akstursíþróttasambands, þurfa þátttakendur hópakstursins ekki að hafa keppnisskírteini.

4.2.6

Í hinu tilvikinu, þarf hópaksturinn að uppfylla forskriftir sem gilda um alþjóðlegar leiðir og þátttakendur þurfa að vera handhafar viðeigandi keppnisskírteina.

GREIN 5 SKRÚÐAKSTUR
GREIN 5.1 SKILYRÐI

Eftirfarandi skilyrðum þarf að fylgja:

5.1.1

formlegur undanfari leiðir skrúðaksturinn og annar eftirfari lokar honum;

5.1.2

þessum tveimur bílum er ekið af reyndum ökumönnum undir yfirstjórn brautarstjóra;

5.1.3

framúrakstur er stranglega bannaður;

5.1.4

tímataka er bönnuð;

5.1.5

innan ramma viðburðar, skal taka fram allan skrúðakstur í sérreglum og bílana sem taka þátt þarf að telja upp í dagskrá.

GREIN 5.2 LEYFI

Skrúðakstur má ekki skipuleggja án sérstaks leyfis frá akstursíþróttasambandi viðkomandi lands.

GREIN 6 SÝNING
GREIN 6.1 SKILYRÐI

Eftirfarandi skilyrðum þarf að fylgja:

6.1.1

Sýningum er ávallt stjórnað af brautarstjóra;

6.1.2

Sýningum fleiri en 5 ökutækja er ávallt stjórnað af öryggisbíl, eknum á undan hópnum af reyndum ökumanni undir yfirstjórn brautarstjóra;

6.1.3

allir starfsmenn þurfa að vera á sínum stöðvum (innan ramma viðburðar), og björgunar- og merkjaþjónustu er krafist;

6.1.4

fyrirkomulag sem tryggir öryggi áhorfenda þarf að vera til staðar;

6.1.5

Ökumenn þurfa að klæðast viðeigandi öryggisfatnaði (sterklega er mælt með FIA viðurkenndum fatnaði og hjálmum). Keppnishaldarar geta skilgreint lágmarkskröfur til fatnaðar.

6.1.6

Ökutækin þurfa að standast skoðun á grundvelli öryggis;

6.1.7

birta skal nákvæman lista skráninga eftir skoðun;

6.1.8

engir farþegar eru leyfðir nema þegar ökutækin voru upphaflega hönnuð og útbúin til farþegaflutninga með sömu öryggiskröfum og ökumaður, og að því gefnu að þeir klæðist viðeigandi öryggisfatnaði (sterklega er mælt með FIA viðurkenndum fatnaði og hjálmum). Keppnishaldarar geta skilgreint lágmarkskröfur til fatnaðar.

6.1.9

framúrakstur er stranglega bannaður nema eftir leiðbeiningum starfsmanna sem sýna blá flögg;

6.1.10

tímataka er bönnuð;

6.1.11

innan ramma viðburðar skal hverskonar sýning vera nefnd í sérreglum og ökutækin sem þátt taka verða að vera nefnd í dagskrá.

GREIN 6.2 LEYFI

Sýningar má ekki skipuleggja án sérstaks leyfis frá akstursíþróttasambandi viðkomandi lands.

GREIN 7 LEIÐIR OG BRAUTIR
GREIN 7.1 ALÞJÓÐLEGAR LEIÐIR
7.1.1

Þegar leið keppni nær yfir landsvæði nokkurra landa ber akstursíþróttasambandi keppnishaldara keppninnar að fá samþykki allra akstursíþróttasambanda þeirra landa sem farið er um, og hjá FIA fyrir þau lönd sem ekki hafa fulltrúa hjá FIA, áður en sótt er um skráningu í Alþjóðlega keppnisdagatalið.

7.1.2

Akstursíþróttasambönd þeirra landa sem leið keppninnar nær yfir hafa íþróttayfirvald yfir þeim hluta leiðarinnar sem liggur á þeirra landssvæði þó viðurkennt sé að endanlegt samþykki úrslita keppninnar liggi hjá akstursíþróttasambandi keppnishaldara.

GREIN 7.2 SAMÞYKKI LEIÐA

Allt leiðarval er háð samþykki akstursíþróttasambandsins og umsókn um slíka samþykkt þarf að fylgja ýtarleg leiðarlýsing með nákvæmum vegalengdum.

GREIN 7.3 VEGALENGDAMÆLING

Í keppnum öðrum en metatilraunum skal hæfur aðili mæla vegalengdir allt að 10 kílómetrum eftir miðlínu leiðar. Vegalengdir yfir 10 kílómetra skal ákvarða af opinberum vegmerkingum eða af opinberu korti í kvarða að lágmarki 1:250.000.

GREIN 7.4 ALÞJÓÐLEGT KEPPNISSKÍRTEINI FYRIR BRAUT EÐA LEIÐ
7.4.1

Standi til að keppa eða reyna við met ber akstursíþróttasambandi að sækja um alþjóðlegt keppnisskírteini fyrir varanlega eða tímabundna braut eða leið til FIA.

7.4.2

FIA getur gefið út skírteini fyrir braut til bifreiðakeppna eða leið til metatilrauna og tilnefnir þá skoðunarmann sem tryggir að braut eða leið standist tilskilda staðla.

7.4.3

FIA er heimilt að höfðu samráði við þar til bært akstursíþróttasamband og skoðunarmann sinn að hafna útgáfu eða afturkalla áður útgefið keppnisskírteini en þarf þá að gera grein fyrir ástæðum slíkrar afturköllunar eða höfnunar.

7.4.4 Upplýsingar sem fram þurfa að koma á keppnisskírteinum leiða eða brauta
7.4.4.a

Keppnisskírteini útgefið af FIA skal tilgreina lengd leiðar eða brautar og, í tilfelli keppnisbrautar, gráðu sem gefur til kynna þá flokka kappakstursbíla sem keppnisskírteinið gildir fyrir (sjá viðauka O).

7.4.4.b

Þegar það á við skal það tilgreina hvort leið eða braut sé samþykkt til heimsmetstilrauna.

GREIN 7.5 LANDSLEYFI FYRIR BRAUT EÐA LEIÐ

Akstursíþróttasambandi er að sama skapi heimilt að gefa út landskeppnisskírteini fyrir braut eða leið að uppfylltum skilyrðum greina 7.5.1 og 7.5.2 Reglubókarinnar.

7.5.1

Keppnisskírteini útgefið af akstursíþróttasambandi skal tilgreina lengd leiðar eða brautar og hvort hún sé samþykkt til landsmetstilrauna.

7.5.2

Þá skal það tilgreina reglur sem eiga við um leiðina eða brautina sérstaklega, sem ökumönnum er ætlað að þekkja og þeir verða að fylgja.

GREIN 7.6 SKILYRÐI SEM BÆÐI VARANLEGAR OG TÍMABUNDNAR LEIÐIR OG BRAUTIR VERÐA AÐ UPPFYLLA

Skilyrði sem bæði varanlegar og tímabundnar leiðir og brautir verða að uppfylla eru gefnar út annað slagið af FIA.

GREIN 7.7 BIRTING KEPPNISSKÍRTEINIS BRAUTAR

Á meðan keppnisskírteini brautar er í gildi skal það hanga uppi til birtingar á áberandi stað við brautina.

GREIN 8 RÆSING OG RIÐLAR
GREIN 8.1 RÆSING
8.1.1

Til eru tvær gerðir af ræsingu:

8.1.1.a

ræsing á ferð;

8.1.1.b

ræsing úr kyrrstöðu.

8.1.2

Ökutæki skal teljast hafa ræst við ræsingu óháð því hvaða gerð ræsingar er notuð. Merki um ræsingu má aldrei endurtaka.

8.1.3

Viðeigandi íþrótta- eða sérreglur skulu kveða á um gerð ræsingar í öllum keppnum nema metatilraunum.

8.1.4

Sé tímamæling viðhöfð hefst hún við ræsingu.

GREIN 8.2 RÁSLÍNA
8.2.1

Í öllum keppnum með ræsingu á ferð er ráslína línan þar sem tímamæling ökutækis/-tækja hefst þegar það/þau fara yfir hana.

8.2.2

Í keppnum með ræsingu úr kyrrstöðu er ráslína línan sem notuð er til viðmiðunar við staðsetningu hvers ökutækis (og ökumanns ef það þarf) fyrir ræsingu.

8.2.3

Viðeigandi íþrótta- eða sérreglur skulu kveða á um afstöðu ökutækja til hvers annars fyrir ræsingu og hvernig staðsetning þeirra skal ákveðin.

GREIN 8.3 RÆSING Á FERÐ
8.3.1

Ræsing á ferð gerist þegar ökutæki er á hreyfingu þegar tímataka hefst.

8.3.2

Nema annað sé tekið fram í viðeigandi íþrótta- eða sérreglum er ökutækum fylgt frá ráspól af bíl á vegum keppnishaldara í rásröð sem getur verið annað hvort í línu eða hlið við hlið eftir því sem tekið er fram í viðeigandi íþrótta- eða sérreglum. Þar skal einnig koma fram hvaða ferli skal fylgja ræsi ökutæki ekki frá úthlutaðri staðsetningu sinni.

8.3.3

Þegar bíll keppnishaldara yfirgefur keppnisbrautina heldur hópurinn áfram í röð á eftir fremsta ökutækinu. Ræsimerkið skal gefið. Nema annað sé tekið fram í viðeigandi íþrótta- eða sérreglum skal keppnin hins vegar ekki teljast hafin fyrr en ökutækin fara yfir ráslínuna og tímataka skal hefjast þegar fremsta ökutækið fer yfir ráslínuna.

GREIN 8.4 RÆSING ÚR KYRRSTÖÐU
8.4.1

Ræsing úr kyrrstöðu gerist þegar ökutækið er kyrrstætt þegar merki um að fara af stað er gefið.

8.4.2

Í metatilraun með ræsingu úr kyrrstöðu skal ökutækið vera kyrrstætt með þann hluta þess sem varðar tímatökuna að hámarki 10 sentimetra fyrir aftan ráslínuna. Vél ökutækisins skal vera í gangi fyrir ræsingu.

8.4.3

Í öllum öðrum keppnum með ræsingu úr kyrrstöðu skulu sérreglur kveða á um hvort vélin skal vera í gangi eða ekki fyrir merki um að fara af stað.

8.4.4 Fyrir ökutæki sem byrja stök eða samsíða í línu
8.4.4.a

Sé tímataka gerð með sjálfvirkum tímatökukerfum skal raða ökutækinu/-tækjunum upp fyrir ræsingu eins og kveðið er á um hér að ofan fyrir metatilraun með ræsingu úr kyrrstöðu.

8.4.4.b

Sé tímataka gerð með klukku eða tímatökukerfi sem ekki er virkjað sjálfvirkt skal staðsetja ökutækið eða ökutækin fyrir ræsingu þannig að sá hluti framhjólanna sem snertir jörðina sé á ráslínunni.

8.4.5 Fyrir ökutæki sem byrja í reitaðri uppstillingu
8.4.5.a

Hvernig sem viðeigandi íþrótta- eða sérreglur kveða á um rásstaðsetningu miðað við ráslínuna skal tímataka hefjast þegar merki um að byrja er gefið.

8.4.5.b

Sé keppt á lokaðri braut skal hvert ökutæki tímamælt þegar það kemur yfir viðmiðunarlínuna frá þeirri stundu að loknum fyrsta hring nema ofangreindar reglur kveði á um annað.

8.4.6

Þegar rásreitir hafa verið gefnir út endanlega skulu reitir þeirra sem ekki byrja vera auðir og önnur ökutæki halda útgefnum rásreit.

GREIN 8.5 RÆSIR

Í alþjóðIegri hraðakeppni skal ræsir vera brautarstjórinn eða keppnisstjórinn nema annar hvor tilnefni annan starfsmann til að sinna þessu hlutverki.

GREIN 8.6 ÞJÓFSTART
8.6.1

Það skal teljast þjófstart (jafngildi þjófræsingar) þegar ökutæki:

8.6.1.a

er rangt staðsett fyrir ræsingu (samkvæmt lýsingu í viðeigandi íþrótta- eða sérreglum), eða;

8.6.1.b

fer fram yfir tilgreinda staðsetningu áður en ræsi merki er gefið;

8.6.1.c

er á hreyfingu þegar ræsi merki er gefið við ræsingu úr kyrrstöðu, eða;

8.6.1.d

eykur hraðann snemma eða óreglulega við ræsingu á ferð eða heldur ekki úthlutaðri stöðu sinni (eins og lýst er í viðeigandi íþrótta- og sérreglum eða eins og keppnisstjóri eða brautarstjóri hafa skipað fyrir um).

8.6.2

Þjófstart telst brot á þessum reglum.

GREIN 8.7 RIÐLAR
8.7.1

Keppni er heimilt að hefja í riðlum sem ákveðnir eru af framkvæmdanefndinni og skal birta upplýsingar um þá í dagskránni.

8.7.2

Dómnefnd er heimilt að breyta samsetningu riðla ef þörf krefur.

GREIN 8.8 JAFNTEFLI

Komi upp jafntefli skulu keppendur annað hvort deila þeim verðlaunum sem tilgreind eru fyrir þeirra sæti í úrslitum og öðrum verðlaunum sem um ræðir eða, ef allir keppendur veita samþykki sitt, má dómnefnd heimila aðra keppni takmarkaða við þá keppendur sem jafnir voru og setja skilyrði fyrir henni, en upphaflega keppnin skal ekki endurtekin undir neinum kringumstæðum.

GREIN 9 KEPPENDUR OG ÖKUMENN
GREIN 9.1 SKRÁNING KEPPENDA OG ÖKUMANNA
9.1.1

Einstaklingur sem vill gerast keppandi eða ökumaður skal sækja formlega um keppnisskírteini til akstursíþróttasambands lands síns ríkisfangs.

9.1.2

Sé enginn keppandi tilgreindur á skráningarbeiðninni telst fyrsti ökumaður vera keppandi og handhafi beggja keppnisskírteinanna.

GREIN 9.2 ÚTGÁFA KEPPNISSKÍRTEINA
9.2.1

Akstursíþróttasambandi er heimilt að gefa út skráningarvottorð til samræmis við framsetningu samþykkta af FIA þar sem fram kemur nafn sambandsins og ýmist "Keppnisskírteini keppanda", "Keppnisskírteini ökumanns" eða "Keppnisskírteini fatlaðra" eins og kveðið er á um í viðauka L.

9.2.2

Til eru þrjár gerðir alþjóðlegra keppnisskírteina sem eru:

9.2.2.a

Keppnisskírteini keppanda;

9.2.2.b

Keppnisskírteini ökumanns;

9.2.2.c

Keppnisskírteini fatlaðra.

9.2.3

Akstursíþróttasambandi er heimilt að gefa út alþjóðleg keppnisskírteini.

9.2.4

Akstursíþróttasambandi er einnig heimilt að gefa út keppnisskírteini fyrir sitt land af þeim gerðum sem það kýs. Þá er heimilt að nýta alþjóðleg keppnisskírteini í þeim tilgangi að viðbættri áritun um takmörkun gildissviðs við land sambandsins eða ákveðna flokka í keppni.

GREIN 9.3 RÉTTUR TIL ÚTGÁFU KEPPNISSKÍRTEINA
9.3.1

Hverju akstursíþróttasambandi er heimilt að gefa út keppnisskírteini til sinna þjóðþegna.

9.3.2

Hverju akstursíþróttasambandi er heimilt að gefa út keppnisskírteini til þegna annarra þjóða sem fulltrúa eiga innan FIA að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

9.3.2.a

að fyrir útgáfu gefi viðeigandi akstursíþróttasamband leyfi fyrir henni sem þó er aðeins heimilt einu sinni á ári og í sérstökum tilfellum;

9.3.2.b

að þeir geti sýnt viðeigandi akstursíþróttasambandi (þess lands sem gefur út vegabréf þeirra) sönnun fyrir fastri búsetu í hinu landinu (einstaklingar undir 18 ára aldri daginn sem beiðnin er sett fram verða einnig að sýna fram á að vera í fullu námi í hinu landinu);

9.3.2.c

að viðeigandi akstursíþróttasamband hafi endurheimt upphaflega útgefið keppniskírteini.

9.3.3

Einstaklingur sem fær heimild viðeigandi akstursíþróttasambands til að sækja um keppnisskírteini frá öðru akstursíþróttasambandi má ekki vera handhafi keppnisskírteinis frá viðeigandi akstursíþróttasambandi sem gildir á líðandi ári.

9.3.4

Óski leyfishafi hins vegar af einhverjum ástæðum eftir breyttu þjóðerni á keppnisskírteini sínu á líðandi ári er það aðeins hægt að fengnu samþykki viðeigandi akstursíþróttasambands hans og eftir að það hefur endurheimt gamla keppnisskírteinið.

9.3.5

Akstursíþróttasambandi er einnig heimilt að gefa út keppnisskírteini til útlendings sem tilheyrir landi sem ekki hefur fulltrúa innan FIA að fengnu samþykki FIA. Akstursíþróttasambandinu ber að tilkynna FIA um höfnun beiðni af þessu tagi.

9.3.6

Sérstaklega hæfir nemendur akstursíþróttaskóla viðurkenndum af akstursíþróttasambandi er heimilt að taka þátt í allt að tveimur landskeppnum sem skólinn stendur fyrir að því gefnu að fyrir liggi samþykki frá bæði viðeigandi akstursíþróttasambandi og akstursíþróttasambandinu sem keppnin heyrir undir. Í slíkum tilfellum skulu þeir leggja inn upprunalegt keppnisskírteini sitt til akstursíþróttasambandsins sem keppnin heyrir undir sem svo gefur út viðeigandi keppnisskírteini fyrir keppnina. Að lokinni keppni/keppnum fæst upphaflega keppnisskírteinið afhent gegn afhendingu þess sérútgefna.

GREIN 9.4 ÞJÓÐERNI KEPPANDA EÐA ÖKUMANNS
9.4.1

Þjóðerni keppanda eða ökumanns ræðst af landi þess akstursíþróttasambands sem gaf út keppnisskírteini hans í öllum málum sem varða beitingu Reglubókarinnar á meðan það er í gildi.

9.4.2

Allir ökumenn, óháð þjóðerni sem skráð er í keppnisskírteini þeirra, sem þátt taka í einhverri FIA heimsmeistaramótskeppni, skulu halda því þjóðerni sem skráð er í vegabréf þeirra í öllum formlegum skjölum, útgefnu efni og við verðlaunaafhendingar.

GREIN 9.5 SYNJUN KEPPNISSKÍRTEINIS
9.5.1

Akstursíþróttasamband eða FIA geta hafnað útgáfu keppnisskírteinis til umsækjanda sem stenst ekki sett lands- eða alþjóðleg skilyrði fyrir útgáfu þess keppnisskírteinis sem sótt er um.

9.5.2

Gefa þarf upp ástæðu slíkrar höfnunar komi til hennar.

GREIN 9.6 GILDISTÍMI KEPPNISSKÍRTEINIS

Keppnisskírteini renna út 31. desember ár hvert en þó er akstursíþróttasambandi heimilt að hafa annan gildistíma á landskeppnisskírteinum.

GREIN 9.7 GJALD FYRIR KEPPNISSKÍRTEINI
9.7.1

Akstursíþróttasambandi er heimilt að innheimta gjald fyrir útgáfu keppnisskírteinis og skal það ákveða fast gjald árlega.

9.7.2

Akstursíþróttasambandinu ber að upplýsa FIA um gjöld sem innheimt eru fyrir alþjóðleg keppnisskírteini.

GREIN 9.8 GJALDGENGI KEPPNISSKÍRTEINIS
9.8.1

Keppnisskírteini keppanda eða ökumanns útgefið af akstursíþróttasambandi gildir í öllum löndum sem fulltrúa eiga hjá FIA og veitir handhafa þess rétt til skráningar eða aksturs í öllum keppnum skipulögðum af akstursíþróttasambandinu sem það gaf út og öllum keppnum í Alþjóðlega keppnisdagatalinu að þeim skilyrðum uppfylltum sem fram koma í Reglubókinni um samþykki akstursíþróttasambandsins.

9.8.2

Þegar um takmarkaðar keppnir er að ræða ber handhafa keppnisskírteinis að virða sérstök skilyrði sem fram kunna að koma í viðeigandi íþrótta- eða sérreglum.

GREIN 9.9 FRAMVÍSUN KEPPNISSKÍRTEINIS

Keppanda eða ökumanni ber að framvísa keppnisskírteini sínu á viðburði ef þess er krafist af þar til bærum starfsmanni.

GREIN 9.10 SKRÁNINGAR Í ÓSAMÞYKKTAR KEPPNIR
9.10.1

Beita má handhafa keppnisskírteinis sem þátt tekur í ósamþykktri keppni refsingum samkvæmt Reglubókinni.

9.10.2

Komi til sviptingar í tilfelli þar sem ósamþykkt keppni fer fram eða á að fara fram utan yfirráðasvæðis akstursíþróttasambands sem handhafa keppnisskírteinis tilheyrir skulu akstursíþróttasamböndin tvö sem málið varðar koma sér saman um lengd sviptingarinnar og nái þau ekki samkomulagi um hana skal málinu vísað til FIA.

9.10.3.a

Einu formlega samþykktu landskeppnirnar eru þær sem skráðar eru í keppnisdagatal viðeigandi akstursíþróttasambands.

9.10.3.b

Fyrir utan metatilraunir eru alþjóðlegu keppnirnar sem birtast í Alþjóðlega keppnisdagatalinu á vefsvæðinu www.fia.com einu alþjóðlegu keppnirnar sem eru formlega samþykktar.

GREIN 9.11 HEILBRIGÐISEFTIRLIT

Ökumaður sem þátt tekur í alþjóðlegri keppni verður að geta framvísað læknisvottorði til staðfestingar hæfni í samræmi við viðauka L sé þess krafist.

GREIN 9.12 DULNEFNI
9.12.1

Sé umsókn um keppnisskírteini gerð undir dulnefni þarf að sækja um það sérstaklega til viðeigandi akstursíþróttasambands.

9.12.2

Í slíkum tilfellum verður keppnisskírteinið gefið út á dulnefnið ef umsóknin er samþykkt.

9.12.3

Skírteinishafa er ekki heimilt að taka þátt í neinni keppni undir öðru nafni en dulnefninu svo lengi sem sú skráning er í gildi.

9.12.4

Breyting dulnefnis skal gerð á sama hátt og þegar sótt var um upphaflega dulnefnið.

9.12.5

Einstaklingi sem skráður er undir dulnefni er óheimilt að nota eigin nafn fyrr en nýtt keppnisskírteini hefur verið gefið út á eiginnafnið af akstursíþróttasambandinu.

GREIN 9.13 SKRÁÐUM ÖKUMANNI SKIPT ÚT
9.13.1

Heimilt er að skipta um skráðan ökumann fram að lokum skráningarfrests svo fremi sem það sé ekki bannað í neinum viðeigandi reglum.

9.13.2

Að skráningarfresti loknum er aðeins heimilt að skipta um skráðan ökumann með heimild framkvæmdanefndar og þá aðeins að það feli ekki í sér keppandaskipti.

GREIN 9.14 AUÐKENNISNÚMER

Á meðan á keppni stendur skal hvert ökutæki bera eitt eða fleiri númer eða merki á áberandi hátt í samræmi við viðeigandi greinar Reglubókarinnar nema annað komi fram í viðeigandi reglum.

GREIN 9.15 SKYLDUR KEPPANDA
9.15.1

Keppandi ber ábyrgð á gjörðum eða aðgerðaleysi allra einstaklinga sem honum tengjast eða þjóna í tengslum við keppni eða mót, sérstaklega beinum eða óbeinum starfsmönnum, ökumönnum, þjónustuliði, ráðgjöfum, þjónustuveitendum eða farþegum sem og hverjum þeim sem keppandi hefur veitt aðgang að fráteknu svæðunum.

9.15.2

Að auki ber hver þessara einstaklinga jafna ábyrgð á hverskonar brotum á því sem fram kemur í Reglubókinni, reglum FIA þegar það á við, eða landsreglum viðeigandi akstursíþróttasambands.

9.15.3

Geri FIA kröfu um slíkt, ber keppanda að afhenda sambandinu tæmandi lista yfir alla einstaklinga sem þátt taka í eða veita þjónustu í tengslum við keppni eða mót fyrir þeirra hönd.

GREIN 9.16 ÓHEIMIL ÚTSKIPTING Á EINNI KEPPNI FYRIR AÐRA
9.16.1

Keppandi sem skráir sig, eða ökumaður sem hefur undirgengist að aka, í alþjóðlegri keppni eða landskeppni og tekur ekki þátt í henni heldur annarri keppni sama dag á öðrum stað skal sæta sviptingu (tímabundin afturköllun keppnisskírteinis) frá þeim tíma sem seinni keppnin hefst svo lengi sem akstursíþróttasambandið sem málið varðar telur við hæfi.

9.16.2

Séu keppnirnar tvær í sitt hvoru landinu skulu akstursíþróttasamböndin tvö koma sér saman um veitta refsingu og geti þau það ekki skal vísa málinu til FIA sem tekur loka ákvörðun í málinu.

GREIN 10 ÖKUTÆKI
GREIN 10.1 FLOKKUN ÖKUTÆKJA

Flokka má ökutæki í bæði metatilraunum og öðrum keppnum eftir tegund og/eða getu aflgjafa þeirra, hverrar gerðar sem hann er, og metatilraunir og keppnir er heimilt að takmarka með viðeigandi reglum eða flokkun meta, við ökutæki sem passa við tiltekin skilyrði.

GREIN 10.2 HÆTTULEG BYGGING

Dómnefnd er heimilt að vísa brott ökutæki telji hún að hætta geti stafað af byggingu þess.

GREIN 10.3 GERÐARVOTTUN ÖKUTÆKJA
10.3.1

Viðeigandi tækni- og íþróttareglur geta krafist þess að ökutæki séu gerðarvottuð.

10.3.2

Þegar FIA eða viðeigandi akstursíþróttasamband hafa lokið við og samþykkt gerðarvottun skal vottorðið um það nýtt til skoðunar ökutækis í samræmi við reglur.

10.3.3

Ökutæki verða að vera eins og skjöl um gerðarvottun þeirra kveða á um, nema ökutæki sem breytt hefur verið fyrir fatlaða ökumenn og hafa Breytingavottorð útgefið af FIA þar að lútandi. Í slíku tilfelli er heimilt að gera þær breytingar á ökutækinu sem kveðið er á um í Breytingavottorðinu.

10.3.4

Villur eða upplýsingar sem ekki eru gefnar upp í umsóknarskjölum umsækjanda um gerðarvottun veita enga undanþágu frá því að uppfylla þessar reglur.

GREIN 10.4 BROTTVÍSUN, SVIPTING EÐA ÚTILOKUN TILTEKINS ÖKUTÆKIS
10.4.1

Akstursíþróttasamband eða FIA geta beitt tiltekið ökutæki brottvísun, sviptingu eða útilokun frá einni eða fleiri keppnum gerist keppandi, ökumaður eða framleiðandi ökutækisins eða samþykktur fulltrúi framleiðanda þess brotlegur við Reglubókina eða reglur um landskeppni.

10.4.2

Akstursíþróttasamband getur beitt tiltekið ökutæki sviptingu eða útilokun gerist keppandi, ökumaður eða framleiðandi ökutækisins eða samþykktur fulltrúi framleiðanda þess brotlegur við Reglubókina eða reglur um landskeppni.

10.4.3

Sviptinguna, sé hún alþjóðleg, eða útilokunina ber akstursíþróttasambandinu að tilkynna FIA sem lætur öll önnur akstursíþróttasambönd vita af henni. Þau verða að banna viðkomandi ökutæki þátttöku í öllum keppnum sem falla undir þeirra valdsvið á því tímabili sem dómurinn gildir.

10.4.4

Heyri ökutæki sem slíkan dóm hlýtur undir annað akstursíþróttasamband en dóminn fellir er heimilt að áfrýja honum til FIA og er úrskurður FIA þá bindandi.

GREIN 10.5 SVIPTING EÐA ÚTILOKUN TEGUNDAR ÖKUTÆKIS
10.5.1

Akstursíþróttasambandi er heimilt að svipta tiltekna tegund ökutækis innan eigin yfirráðasvæðis gerist framleiðandi hennar eða samþykktur fulltrúi framleiðandans brotlegur við Reglubókina eða reglur um landskeppni.

10.5.2

Óski akstursíþróttasamband þess að refsingin fái alþjóðlegt gildi eða ef það vill útiloka umrædda tegund þarf það að sækja um það til forseta FIA sem fer með málið fyrir Alþjóðadómstólinn.

10.5.3

Dæmi Alþjóðadómstóllinn með alþjóðlegri beitingu refsingarinnar mun FIA tilkynna það til allra akstursíþróttasambanda samstundis sem þá verða að banna þátttöku þessarar tilteknu tegund ökutækja í öllum keppnum sem falla undir þeirra valdsvið á því tímabili sem dómurinn gildir.

10.5.4

Ákvörðun Alþjóðadómstólsins getur framleiðandi áfrýjað til Alþjóða áfrýjunardómstólsins í gegnum akstursíþróttasamband þess lands sem framleiðandinn heyrir til á forsendum Reglubókarinnar eða akstursíþróttasambandsins sem krafðist alþjóðlegrar beitingar refsingarinnar.

10.5.5

Tilheyri tegundin landi þess akstursíþróttasambands sem krafðist alþjóðlegrar beitingar refsingar sem það sjálft ákvað getur það ekki neitað að áframsenda áfrýjunina til FIA.

GREIN 10.6 AUGLÝSINGAR Á ÖKUTÆKJUM
10.6.1

Auglýsingar á ökutækjum eru frjálsar að skilyrðum Reglubókarinnar uppfylltum.

10.6.2

Keppendum sem þátt taka í alþjóðakeppnum er óheimilt að setja á ökutæki sín auglýsingar af stjórnmála- eða trúarlegum toga eða sem ganga gegn hagsmunum FIA.

10.6.3.a

Akstursíþróttasamböndin setja sérstök skilyrði sem eiga við í keppnum sem undir þau heyra.

10.6.3.b

Sérreglur keppni verða að minnast á þessi sérstöku skilyrði sem og lög eða stjórnsýslureglur hverskonar sem við eiga í keppnislandinu.

GREIN 10.7 ÓSANNAR AUGLÝSINGAR
10.7.1

Keppanda eða fyrirtæki sem auglýsir niðurstöður keppni ber að taka fram nákvæmar forsendur þess árangurs sem vitnað er til, eðli keppninnar, flokk ökutækis, grein, klasa eða annað sem það varðar og sæti eða árangur sem náðist.

10.7.2

Það getur varðað við refsingu til handa einstaklingi sem birtir auglýsingu þar sem búið er að búa til nýjar- eða sleppa upplýsingum í þeim tilgangi að valda vafa í huga almennings.

10.7.3

Auglýsing sem varðar niðurstöður FIA móts, FIA bikarkeppni, FIA útsláttarkeppni, FIA áskorunar eða FIA deildar fyrir lok síðustu keppni þess móts, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar verður að innihalda textann: "með fyrirvara um birtingu FIA á opinberum úrslitum".

10.7.4

Þessi regla gildir einnig um sigur FIA móts, FIA bikarkeppni, FIA útsláttarkeppni, FIA áskorunar eða FIA deildar.

10.7.5

Merki FIA fyrir viðkomandi FIA mót, FIA bikarkeppni, FIA útsláttarkeppni, FIA áskorun eða FIA deild verður að koma fram í slíkum auglýsingum.

10.7.6

Hverskonar brot á þessari reglu getur varðað refsingu til handa keppanda, bifreiðaframleiðanda, ökumanni, akstursíþróttasambandi eða fyrirtæki sem ber ábyrgð á birtingu auglýsingarinnar.

10.7.7

Mótmæli eða ágreiningur um tegund eða heiti ökutækis sem gert er úr íhlutum margra framleiðenda skulu til lykta leidd af akstursíþróttasambandinu ef framleiðendurnir eru allir frá sama landi eða af FIA ef þeir eru frá mörgum löndum.

GREIN 11 STJÓRNENDUR
GREIN 11.1 LISTI YFIR STJÓRNENDUR
11.1.1

Hugtakið "stjórnandi" felur í sér eftirfarandi aðila sem geta haft aðstoðarmenn:

11.1.1.a

dómnefndarmenn;

11.1.1.b

keppnisstjóri;

11.1.1.c

brautarstjóri;

11.1.1.d

ritari viðburðarins;

11.1.1.e

tímaverðir;

11.1.1.f

skoðunarmenn;

11.1.1.g

sjúkrafulltrúi (skyldur skulu skilgreindar í viðeigandi íþróttareglum);

11.1.1.h

öryggisfulltrúi (skyldur skulu skilgreindar í viðeigandi íþróttareglum);

11.1.1.i

brautar- eða vegaverðir;

11.1.1.j

flaggarar;

11.1.1.k

Marklínu dómarar;

11.1.1.l

staðreyndadómarar;

11.1.1.m

ræsar;

11.1.1.n

umhverfisfulltrúi (skyldur skulu skilgreindar í viðeigandi íþróttareglum).

11.1.2

Eftirfarandi stjórnendur geta verið skipaðir fyrir keppnir í FIA móti og skyldur þeirra skulu skilgreindar í viðeigandi íþróttareglum:

11.1.2.a

íþróttaráðgjafi;

11.1.2.b

öryggisráðgjafi;

11.1.2.c

sjúkraráðgjafi;

11.1.2.d

tækniráðgjafi;

11.1.2.e

fjölmiðlaráðgjafi.

GREIN 11.2 RÉTTUR TIL YFIRUMSJÓNAR

Fyrir utan stjórnendur hér að ofan, getur hvert akstursíþróttasamband veitt þar til bærum aðilum rétt til að hafa persónulega yfirumsjón með eigin landsmönnum í hvaða keppni sem er, sem haldin er í hvaða landi sem er og stjórnað er af Reglubókinni, svo og rétt til að gæta, ef þörf krefur, hagsmunum þeirra gagnvart keppnishöldurum keppna.

GREIN 11.3 STJÓRNSKIPULAG
11.3.1

Í alþjóðlegri keppni skal vera nefnd að minnsta kosti þriggja dómnefndarmanna ásamt brautarstjóra, og ef um er að ræða keppnir sem eru ákveðnar að öllu leyti eða að hluta af tíma, einn eða fleiri tímavörður.

11.3.2

Dómnefnd starfar sem heild í umboði formanns hennar, sem beinlínis er tilnefndur í sérreglum eða öðrum viðeigandi reglum.

11.3.3

Formaður dómnefndar ber sérstaklega ábyrgð á skipulagningu fundanna og sér til þess að fyrirkomulag sé virt. Hann er einnig ábyrgur fyrir því að setja upp dagskrá og semja fundargerðir funda.

11.3.4

Falli atkvæði á jöfnu skal atkvæði formanns ráða.

11.3.5

Dómnefnd er að störfum meðan keppni stendur yfir, eins og skilgreint er í Reglubókinni, nema annað sé kveðið á um.

11.3.6

Brautarstjóri skal vera í nánu sambandi við dómnefndina allan viðburðinn til að tryggja að hann gangi vel.

11.3.7

Við heimsmetstilraun er aðeins krafist eins dómnefndarmanns sem skipaður er af akstursíþróttasambandinu. Þessi dómefndarmaður gegnir sama hlutverki og formaður dómnefndarinnar.

11.3.8

Fyrir heildar heimsmetstilraun eða eiginlega heimsmetstilraun, mun FIA skipa tveggja manna dómnefnd. Akstursíþróttasamband getur lagt til einn af þessum dómnefndarmönnum. FIA mun tilnefna formann dómnefndarinnar. Komi upp ágreiningur innan dómnefndar skal formaður dómnefndarinnar hafa úrslitavald.

GREIN 11.4 TILNEFNING STJÓRNENDA
11.4.1

Að minnsta kosti einn dómnefndarmanna skal tilnefndur af akstursíþróttasambandi sem kynnir viðburðinn eða veitir leyfi til keppnishalds.

11.4.2

Keppnishaldarar skulu tilnefna aðra stjórnendur, með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi akstursíþróttasambands.

GREIN 11.5 HAGSMUNAÁREKSTRAR

Í samræmi við grein 2.2 í siðareglum FIA, má enginn stjórnandi, einkum dómnefndarmenn, keppnisstjórar, brautarstjórar, skoðunarmenn, ritarar viðburðarins, aðal tímaverðir og, ef við á, tækniráðgjafar, hafa, eða virðast hafa, fjárhagslega eða persónulega hagsmuni sem gætu haft áhrif á getu til að gegna skyldum af heilindum og á sjálfstæðan og vandvirkan hátt.

GREIN 11.6 AFMÖRKUN HLUTVERKA
11.6.1

Stjórnendur mega ekki, á neinum viðburði, gegna öðrum hlutverkum en þeim var úthlutað.

11.6.2

Þeim er ekki heimilt að keppa í neinni keppni á hvaða viðburði sem er, þar sem þeir eru í hlutverki stjórnenda.

GREIN 11.7 ÞÓKNUN STJÓRNENDA
11.7.1

Komi ekki til sérstök ákvörðun FIA eða akstursíþróttasambands, skal dómnefnd starfa launalaust.

11.7.2

Öðrum stjórnendum má greiða þóknun fyrir störf sín í samræmi við kjör sem hvert akstursíþróttasamband ákveður.

GREIN 11.8 SKYLDUR DÓMNEFNDAR
11.8.1

Dómnefnd ber ekki á neinn hátt ábyrgð á skipulagningu viðburðarins og skal ekki vinna nein stjórnunarstörf í tengslum við hann.

11.8.2

Af því leiðir, að við framkvæmd skyldna sinna ber hún enga ábyrgð, nema gagnvart akstursíþróttasambandinu og FIA samkvæmt reglugerðum sem starfað er eftir.

11.8.3

Í undantekningartilfellum, sem eiga aðeins við þegar viðburður er kynntur beint af akstursíþróttasambandi, getur dómnefnd slíks viðburðar sameinað skyldur sínar og keppnishaldara.

11.8.4

Fyrir utan FIA mót skal dómnefnd undirrita og senda akstursíþróttasambandi lokaskýrslu svo fljótt sem unnt er eftir lok viðburðarins. Þessi skýrsla skal innihalda úrslit hverrar keppni ásamt upplýsingum um allar kærur sem lagðar voru fram og brottvísanir sem hún kann að hafa gert með tillögum sínum, sem og alla aðra úrskurði sem voru teknir vegna sviptingar eða útilokunar.

11.8.5

Í viðburði sem samanstendur af nokkrum keppnum, getur dómnefnd verið mismunandi samsett fyrir hverja keppni.

11.8.6

Ef ágreiningur er á milli úrskurða einhverra dómnefndarmanna, sem skipaðir voru fyrir sama viðburð, mun eftirfarandi stigveldi ráða:

 1. Keppni í FIA móti;
 2. Keppni í FIA bikar, útsláttarkeppni, áskorun eða deild;
 3. Keppni í alþjóðlegri deild;
 4. Landsmótskeppni;
 5. Landsbikars-, útsláttar-, áskorunar eða deildarkeppni.
GREIN 11.9 VALD DÓMNEFNDAR
11.9.1

Dómnefnd skal hafa æðsta vald til að framfylgja Reglubókinni, reglugerðum FIA ef við á, landsreglum og sérreglum ásamt formlegri dagskrá innan ramma viðburðarins sem hún er skipuð fyrir, með fyrirvara um beitingu ákvæða í greinum 11.9.3.t og 14.1.

11.9.2.a

Hún getur úrskurðað um mál sem upp kunna að koma meðan á viðburði stendur, með fyrirvara um áfrýjunarréttinn sem kveðið er á um í Reglubókinni.

11.9.2.b

Hún getur einnig úrskurðað um meint brot á viðeigandi reglugerðum sem áttu sér stað utan ramma einhvers viðburðar, að því tilskildu að viðburðurinn sem hún eru skipuð fyrir, komi strax í kjölfar þess að þetta meinta brot kom í ljós.

11.9.3

Dómnefnd, innan ramma skyldna sinna:

11.9.3.a

skal ákveða hvaða refsingu á að beita við brot á reglum;

11.9.3.b

getur breytt sérreglum;

11.9.3.c

getur breytt samsetningu eða fjölda riðla;

11.9.3.d

getur heimilað nýja ræsingu ef um jafntefli er að ræða;

11.9.3.e

er heimilt að samþykkja eða synja um leiðréttingu sem staðreyndadómari hefur lagt til, þar sem ljóst er að dómnefnd getur hnekkt úrskurði staðreyndadómara;

11.9.3.f

getur beitt refsingum eða sektum;

11.9.3.g

getur úrskurðað um brottvísanir;

11.9.3.h

getur breytt flokkunum;

11.9.3.i

getur bannað frá keppni ökumenn eða ökutæki sem hún telur hættuleg eða brautarstjóri hefur tilkynnt henni að sé eða séu hættuleg;

11.9.3.j

er heimilt að vísa úr keppni eða meðan á viðburði stendur, hvaða keppanda eða ökumanni sem hún telur, eða er tilkynnt henni af brautarstjóra eða framkvæmdanefndinni, að séu óhæfir til að taka þátt, eða sem hún telur seka um óviðeigandi eða ósanngjarna hegðun;

11.9.3.k

er heimilt að fyrirskipa að keppandi eða ökumaður sem neitar að hlýða fyrirmælum ábyrgra stjórnenda, sé fjarlægður frá fráteknum svæðum;

11.9.3.l

getur frestað keppni sökum Force Majeure eða af alvarlegum öryggisástæðum;

11.9.3.m

er heimilt að breyta formlegri dagskrá ef brautarstjóri eða keppnishaldari fara fram á það í öryggisskyni;

11.9.3.n

getur skipað einn eða, ef nauðsyn krefur, nokkra varamenn ef einn eða fleiri vantar í dómnefnd, sérstaklega þegar nærvera þriggja manna dómefndar er nauðsynleg;

11.9.3.o

getur tekið ákvörðun um að stöðva keppni tímabundið eða varanlega, í heild eða að hluta;

11.9.3.p

skal lýsa því yfir að úrslit og niðurstöður séu endanlegar;

11.9.3.q

er heimilt að fyrirskipa að tæknilegt eftirlit fari fram.

11.9.3.r

er heimilt, að beiðni FIA (eða akstursíþróttasambands) eða að eigin frumkvæði, að fara fram á áfengisprófanir, skilgreina fjölda ökumanna sem á að prófa og velja þá ökumenn sem gangast undir slíka áfengisprófun, í samræmi við gildandi reglur.

11.9.3.s

má, í mótum, bikarkeppnum, útsláttarkeppnum, áskorunum og deildum sem er stjórnað af keppnisstjóra, taka fyrir mál vísað til þeirra af keppnisstjóra, svo hún geti beitt refsiaðgerðunum sem taldar eru upp hér að ofan.

11.9.3.t

Í tilvikum þar sem taka verður ákvörðun eftir viðburð, af hvaða ástæðu sem er, getur dómnefnd falið næstu dómnefnd einnar af komandi viðburðum sama móts, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar vald sitt, eða að öðrum kosti til dómnefndar sem sett er saman í þessu skyni og sem skipuð er af þeim sem báru ábyrgð á skipun upprunalegu dómnefndarinnar. Ef innlendur aðili er í dómnefnd, getur akstursíþróttasambandið sem skipaði hann í upphaflegu dómnefndina útvegað dómnefndarmann í einum af síðari viðburðum, eða framselt vald sitt til innlends aðila í dómnefnd eins af síðari viðburðum.

11.9.3.u

Dómnefnd getur notað hvaða myndbanda- eða rafeindakerfi sem er til að aðstoða við ákvarðanatöku.

11.9.4

Öll úrslit og niðurstöður, svo og allir úrskurðir sem gefnir eru út af stjórnendum, skulu sett á opinberu upplýsingatöfluna ásamt birtingartíma, eða á stafrænu upplýsingatöfluna (ef einhver er). Sé birt á bæði opinberu- og stafrænu upplýsingatöflunum skal birtingartími á opinberu upplýsingatöflunni gilda.

11.9.5.a

Öll mál sem varða FIA Anti-Doping reglur falla undir FIA Anti-Doping aganefndina.

11.9.5.b

Öll mál sem varða FIA Formula eitt fjárhagsreglur falla undir FIA kostnaðarþaksstjórnina og FIA kostnaðarþakseftirlitsnefndina.

GREIN 11.10 SKYLDUR KEPPNISSTJÓRA (GILDIR EINGÖNGU FYRIR BRAUTARKEPPNIR)
11.10.1

Tilnefna má einn keppnisstjóra fyrir allan tímann sem mót, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild stendur yfir.

11.10.2

Brautarstjórinn skal starfa í stöðugu samráði við keppnisstjóra.

11.10.3

Keppnisstjórinn skal hafa úrslitavald í eftirfarandi málum og brautarstjóra er einungis heimilt að gefa fyrirmæli um þau með sérstöku samþykki hans:

11.10.3.a

Stjórn æfinga og keppni, að fylgja tímatöflu og, ef hann telur þess þörf, gerð tillagna til dómnefndar um að breyta tímatöflu í samræmi við Reglubókina eða íþróttareglur;

11.10.3.b

Stöðvun ökutækis í samræmi við Reglubókina eða íþróttareglur;

11.10.3.c

Stöðvun æfinga eða keppni í samræmi við íþróttareglur, ef hann telur hættulegt að halda áfram, ásamt því að tryggja rétt ferli við endurræsingu;

11.10.3.d

Ræsingarferlið;

11.10.3.e

Notkun öryggisbílsins.

11.10.4

Ef það er nauðsynlegt að skyldur hans og ábyrgð séu frábrugðnar ofangreindu, verða þær skyldur tilgreindar í viðeigandi íþróttareglum.

GREIN 11.11 SKYLDUR BRAUTARSTJÓRA
11.11.1

Brautarstjóri getur einnig verið ritari viðburðarins og haft ýmsa aðstoðarmenn.

11.11.2

Ef um er að ræða viðburð sem samanstendur af nokkrum keppnum getur verið sitthvor brautarstjórinn fyrir hverja keppni.

11.11.3

Brautarstjóri er ábyrgur fyrir því að viðburðinn sé haldinn í samræmi við viðeigandi reglur.

11.11.4

Sérstaklega skal hann, eftir því sem við á og í samvinnu við keppnisstjóra:

11.11.4.a

halda góðri reglu, mögulega í samvinnu við hernaðar- og lögregluyfirvöld sem taka að sér að löggæslu á viðburðinum og bera í raun meiri ábyrgð á öryggi almennings;

11.11.4.b

tryggja að allir stjórnendur séu á sínum stað;

11.11.4.c

tryggja að öllum stjórnendum séu veittar nauðsynlegar upplýsingar til að gera þeim kleift að gegna skyldum sínum;

11.11.4.d

hafa stjórn á keppendum og ökutækjum þeirra og koma í veg fyrir að keppendur eða ökumenn sem hefur verið vísað úr keppni, sviptir eða útilokaðir geti tekið þátt í keppni sem þeir eru ekki gjaldgengir í;

11.11.4.e

tryggja að hvert ökutæki, og ef nauðsyn krefur, hver keppandi, hafi viðeigandi auðkennisnúmer í samræmi við það sem fram kemur í formlegu dagskránni;

11.11.4.f

tryggja að hverju ökutæki sé ekið af réttum ökumanni, skipa ökutækjunum í þá flokka sem þarf;

11.11.4.g

koma ökutækjunum upp að ráslínu í réttri röð og ræsa ef nauðsyn krefur;

11.11.4.h

koma á framfæri við dómnefnd hvers kyns tillögum um að breyta formlegu dagskránni eða varðandi óviðeigandi framkomu keppanda eða brot hans á reglum;

11.11.4.i

taka á móti mögulegum kærum og senda þær strax til dómnefndar, sem skal grípa til nauðsynlegra aðgerða;

11.11.4.j

safna skýrslum tímavarða, skoðunarmanna, brautar- eða vegavarða ásamt öðrum opinberum upplýsingum sem nauðsynlegar kunna að vera til að ákvarða niðurstöðurnar;

11.11.4.k

útbúa, eða biðja ritara viðburðarsins að útbúa, gögn fyrir lokaskýrslu dómnefndar keppna sem þeir bera ábyrgð á;

11.11.4.l

í tengslum við alþjóðlegar keppnir, hafa eftirlit með aðgengi að fráteknum svæðum til að ganga úr skugga um að enginn einstaklingur sem FIA telur með sanngjörnu mati hafa brotið gegn einhverjum lið greinar 12.2 hafi aðgang að þessum fráteknu svæðum.

GREIN 11.12 SKYLDUR RITARA VIÐBURÐARINS
11.12.1

Ritari viðburðarins ber ábyrgð á skipulagningu hans og öllum tilkynningum sem krafist er í tengslum við hann og er honum falið að yfirfara öll skjöl sem varða keppendur og ökumenn.

11.12.2

Hann skal sjá til þess að hinir ýmsu stjórnendur þekki skyldur sínar og séu með nauðsynlegan búnað.

11.12.3

Ef nauðsyn krefur skal hann aðstoða brautarstjóra við gerð lokaskýrslunnar fyrir hverja keppni.

GREIN 11.13 SKYLDUR TÍMAVARÐA

Helstu skyldur tímavarða eru:

11.13.1

að láta brautarstjóra vita af komu sinni í byrjun viðburðarins, sem mun gefa þeim nauðsynlegar leiðbeiningar;

11.13.2

að hefja keppni þegar brautarstjóri gefur um það fyrirmæli;

11.13.3

að nota aðeins búnað til tímamælinga sem samþykktur er af akstursíþróttasambandinu, eða, ef það er nauðsynlegt að mæla tíma nákvæmlega innan 1/1000 úr sekúndu, samþykktan af FIA;

11.13.4

að skýra frá þeim tíma sem það tekur hvert ökutæki að ljúka leiðinni;

11.13.5

að undirbúa og undirrita skýrslur í samræmi við ábyrgð sína, og senda þær, ásamt öllum nauðsynlegum gögnum, til brautarstjóra;

11.13.6

að senda, að beiðni, upphaflegu tímamælingar þeirra annað hvort til dómnefndar eða til akstursíþróttasambandsins;

11.13.7

að gefa ekki upp neina tíma eða niðurstöður nema við dómnefnd og brautarstjóra, nema þegar stjórnendur óska eftir öðru.

GREIN 11.14 SKYLDUR SKOÐUNARMANNA
11.14.1

Skoðunarmönnum er treyst til að skoða ökutæki og geta þeir falið aðstoðarmönnum skyldur sínar.

11.14.2

Þeir skulu:

11.14.2.a

framkvæma þessar skoðanir annað hvort fyrir viðburðinn ef akstursíþróttasamband eða framkvæmdanefndin óskar eftir því eða meðan á honum stendur eða eftir að viðburðurinn fer fram að kröfu brautarstjóra og/eða dómnefndar, nema annað sé tekið fram í viðeigandi íþróttareglum;

11.14.2.b

nota aðferðir og tæki til skoðunar sem akstursíþróttasamband tilgreinir eða samþykkir;

11.14.2.c

ekki koma neinum opinberum upplýsingum á framfæri nema til akstursíþróttasambands, framkvæmdanefndar, dómnefndar og brautarstjóra;

11.14.2.d

undirbúa og undirrita, á eigin ábyrgð, skýrslur sínar og afhenda til viðkomandi stjórnenda, sem getið er hér að ofan, sem fól þeim að gera þær.

GREIN 11.15 SKYLDUR BRAUTA- EÐA VEGAVARÐA ÁSAMT FLÖGGURUM
11.15.1

Brauta- eða vegaverðir skulu skipa, meðfram leiðinni, stöður sem framkvæmdanefndin hefur úthlutað þeim.

11.15.2

Um leið og viðburður hefst lýtur hver brautar- eða vegavörður stjórn brautarstjóra, sem þeir skulu tafarlaust tilkynna með öllum tiltækum ráðum (sími, merki, hraðboði osfrv.) öll atvik eða slys sem verða á þeim hluta sem þeir bera ábyrgð á.

11.15.3

Flöggurum er sérstaklega falin merkjagjöf með fánum (sjá viðauka H). Þeir geta einnig verið brauta- eða vegaverðir.

11.15.4

Brauta- eða vegaverðir verða að gefa brautarstjóra skýrslu um þau atvik eða slys sem þeir hafa skráð.

GREIN 11.16 SKYLDUR STAÐREYNDADÓMARA
11.16.1

Ráslínudómarar

11.16.1.a

Framkvæmdanefnd getur skipað einn eða fleiri staðreyndadómara til að hafa eftirlit með ræsingu.

11.16.1.b

Ráslínudómarar skulu tafarlaust greina brautarstjóra frá öllum ógildum ræsingum sem kunna að hafa átt sér stað.

11.16.2 Marklínudómari

Í keppni þar sem þarf að taka ákvörðun um röð ökutækja yfir marklínu, skal tilnefna marklínudómara til að taka slíka ákvörðun. Fyrir keppni þar sem úrslit ákvarðast að öllu leyti eða að hluta af tíma skal þetta vera aðal tímavörður.

11.16.3 Aðrir dómarar

Í keppni þar sem taka þarf ákvörðun um hvort ökutæki hafi snert eða farið yfir tiltekna línu eða um hverja aðra staðreynd sem mælt er fyrir um í sérreglum eða í viðeigandi reglum um keppni, skulu einn eða fleiri staðreyndadómarar vera samþykktir af dómnefnd, að tillögu keppnishaldara, til að bera ábyrgð á einni eða fleiri af þessum ákvörðunum.

11.16.4 Aðstoðardómarar

Fyrir hver af ofangreindum dómurum er heimilt að tilnefna aðstoðardómara, sem getur einnig ef alger nauðsyn krefur, komið í stað staðreyndadómarans sem hann á að aðstoða, en ef ágreiningur kemur upp, skulu staðreyndadómararnir sjálfir taka lokaákvörðun.

11.16.5 Mistök

Ef einhver dómari telur sig hafa gert mistök getur hann leiðrétt þau, með fyrirvara um að þessi leiðrétting verði samþykkt af dómnefnd.

11.16.6 Staðreyndir til að dæma

Gildandi reglur um keppni verða að tilgreina hvaða staðreyndir eru dæmdar af staðreyndadómurum.

11.16.7

Telja verður upp staðreyndadómara og nöfn þeirra skulu birt á opinberu eða stafrænu upplýsingatöflunni.

GREIN 12 BROT EÐA MISFERLI OG REFSINGAR
GREIN 12.1 ALMENNAR FORSENDUR
12.1.1 Ábyrgð
12.1.1.a

Brot eða misferli eru refsiverð nema annað sé tekið fram, hvort sem þau eru framin viljandi eða af vanrækslu.

12.1.1.b

Tilraunir til að fremja brot eða misferli eru einnig refsiverðar.

12.1.1.c

Einstaklingi eða lögaðila sem þátt tekur í broti eða misferli, hvort heldur sem gerandi eða vitorðsmaður, má einnig refsa.

12.1.2 Fyrningarfrestur ákæru
12.1.2.a

Fyrningarfrestur ákæru fyrir misferli er fimm ár.

12.1.2.b

Fyrningarfrestur telur:

 • frá brota- eða misferlisdegi;
 • frá þeim degi sem aðili framdi síðast brot eða misferli, í tilfellum þar sem um endurtekin brot eða misferli ræðir;
 • frá þeim degi sem broti eða misferli linnir, þegar um samfellda gjörð ræðir.
12.1.2.c

Séu brot eða misferli falin fyrir dómnefnd eða saksóknara FIA hefst fyrningarfrestur þó aldrei fyrr en staðreyndir um þau verða dómnefnd eða saksóknara FIA kunn.

12.1.2.d

Fyrningarfrestur rofnar við hverskyns ákæru eða rannsókn sem gerð er á grundvelli 1. kafla Dóms- og agareglna FIA.

GREIN 12.2 BROT Á REGLUM
12.2.1

Hvert eftirtalinna brota auk brota á öðrum reglum áður eða síðar nefndum, skal telja brot á þessum reglum:

12.2.1.a

Allar mútur og tilraunir til að múta, beint eða óbeint, einstaklingi sem gegnir formlegum skyldum í tengslum við keppni eða er ráðinn á einhvern hátt í tengslum við keppni ásamt því að þiggja, eða bjóðast til að þiggja slíkar mútur af stjórnanda eða starfsmanni.

12.2.1.b

Allar aðgerðir sem hafa það að markmiði að skrá eða taka þátt í keppni á ökutæki sem vitað er að er ekki hæft.

12.2.1.c

Allt svindl eða hvers kyns athæfi sem er skaðlegt hagsmunum keppni eða hagsmunum akstursíþrótta almennt.

12.2.1.d

Allar aðgerðir sem hafa gagnstæð markmið eða í andstöðu við FIA.

12.2.1.e

Öll synjun eða vanræksla á að framfylgja ákvörðunum FIA.

12.2.1.f

Hvaða orð, verk eða skrif sem hafa valdið FIA siðferðilegu tjóni eða tapi, stofnunum þess, aðildarfélögum eða stjórnendum þess og almennt hagsmuni akstursíþrótta og þeim gildum sem FIA berst fyrir .

12.2.1.g

Misbrestur á samstarfi við rannsókn.

12.2.1.h

Allar áhættusamar aðgerðir eða skortur á skynsamlegum ráðstöfunum sem leiða til hættulegra aðstæðna.

12.2.1.i

Misbrestur á að fylgja fyrirmælum viðeigandi stjórnenda um örugga og háttvísa framkvæmd viðburðarins.

12.2.1.j

Misbrestur á að fylgja reglum FIA um aksturshegðun í brautarakstri (viðauki L).

12.2.1.k

Hverskyns misferli gagnvart:

 • handhöfum skírteina,
 • stjórnendum,
 • stjórnendum eða starfsmönnum FIA,
 • starfsmönnum keppnishaldara eða kynningaraðila,
 • starfsmönnum keppenda,
 • fulltrúa lyfjaeftirlits eða einstaklingum tengdum framkvæmd lyfjaeftirlits í samræmi við viðauka A.
12.2.1.l

Hverskyns misferli gagnvart sanngirni í keppni, óíþróttamannsleg hegðun eða tilraun til að hafa áhrif á úrslit keppni sem andsnúin er íþróttasiðferði.

12.2.1.m

Hverskyns opinber hvatning til ofbeldis eða haturs.

GREIN 12.3 REFSINGAR
12.3.1

Öll brot á Reglubókinni, á reglum FIA þegar það á við, á reglum landsins, eða einhverjum sérreglum framin af hvaða keppnishaldara, stjórnanda, keppanda, ökumanni, þátttakanda, öðrum handhafa keppnisskírteinis eða öðrum einstaklingi eða aðila eru refsiverð.

12.3.2

Dómnefnd og akstursíþróttasambönd geta beitt refsingum eins og tilgreint er í eftirfarandi greinum.

12.3.3

Ákvörðun dómnefndar er strax bindandi, að gefnum eftirfarandi forsendum:

12.3.3.a

Áfrýji keppandi, er refsingu frestað, nema í þeim tilfellum sem nefnd eru hér að neðan, sérstaklega til að ákvarða hvort einhver regla um forgjöf hefði áhrif á þátttöku í síðari keppni. Frestunaráhrifin sem fylgja áfrýjuninni leyfa hvorki keppandanum né ökumanninum að taka þátt í verðlaunaafhendingunni eða verðlaunahátíðinni, né heldur að birtast í lokaúrslitum sem birt eru við lok keppninnar, á nokkrum stað öðrum en þeim sem beiting refsingarinnar segir til um. Keppandinn og ökumaðurinn endurheimta rétt sinn ef þeir vinna áfrýjun sína fyrir áfrýjunardómstóli, nema það sé ekki mögulegt vegna þess að of langur tími er liðinn.

12.3.3.b

Ákvörðun dómnefndar er strax bindandi, jafnvel þó áfrýjað sé, ef hún varðar ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja samkvæmt grein 12.3.4 hér að neðan eða ef hún varðar:

 • öryggi (þar með talin brot á reglum sem varða áfengispróf),
 • brot á grein 12.2 eða sambærilegar reglur lands,
 • vafa á skráningu keppanda til keppni,
 • auglýsingar á ökutækjum (grein 10.6 hér að ofan), eða
 • þegar, í sömu keppni, annað brot er framið sem réttlætir brottvísun sama keppanda.
12.3.4

Sumum ákvörðunum er ekki hægt að áfrýja. Þar koma til ákvarðanir um gegnumakstursrefsingu, stöðvunarrefsingu, eða aðrar refsingar sem eiga við íþróttareglur sem ekki er hægt að áfrýja.

12.3.5

Ásamt þessu og óháð fyrirmælum eftirfarandi greina, getur ákæruvald FIA að tillögu og skýrslu áheyrnarfulltrúa FIA, eftir sameiginlegri skýrslu tveggja alþjóðlegu dómnefndarmannanna, sem FIA tilnefndi, eða að eigin frumkvæði í samræmi við Dóms- og agareglur FIA, höfðað mál fyrir alþjóðadómstólnum (nema varðandi mál sem lýst er í grein 11.9.5) til að láta hann beinlínis beita einum eða fleiri viðurlögum sem munu koma í stað refsingar sem dómnefnd kann að hafa kveðið upp, á einum af framangreindum aðilum.

12.3.5.a

Málsmeðferðinni sem fylgt er fyrir alþjóðadómstólnum er lýst í Dóms- og agareglum FIA.

12.3.5.b

Ef alþjóðadómstóllinn beitir refsiaðgerðum er áfrýjun möguleg fyrir Alþjóðlega áfrýjunardómstólnum og hlutaðeigandi Akstursíþróttasamband getur ekki neitað að taka við því fyrir hönd viðkomandi aðila.

GREIN 12.4 STIG REFSINGA
12.4.1

Refsingum má beita eins og hér segir:

12.4.1.a

aðvörun;

12.4.1.b

áminning;

12.4.1.c

sekt;

12.4.1.d

skylda til samfélagsþjónustu;

12.4.1.e

niðurfelling á tímatökum ökumanns í tímatöku eða á æfingu;

12.4.1.f

niðurfelling á rásreit(um);

12.4.1.g

skylda ökumann til að hefja keppni frá pitt akrein;

12.4.1.h

tímarefsing;

12.4.1.i

refsihringur/refsihringir;

12.4.1.j

færa aftur um sæti (eitt eða fleiri) í úrslitum keppninnar;

12.4.1.k

gegnumakstursrefsing;

12.4.1.l

stöðvunarrefsing með eða án uppgefins stöðvunartíma;

12.4.1.m

brottvísun;

12.4.1.n

svipting;

12.4.1.o

útilokun.

12.4.2

Tímarefsing þýðir refsing sem er gefin upp í mínútum og/eða sekúndum.

12.4.3

Refsingum má beita við síðari keppnir sama móts, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar.

12.4.4

Hverju ofangreindra viðurlaga er aðeins hægt að beita eftir mat á fyrirliggjandi gögnum og, ef um er að ræða eitt af þremur síðustu, verður að boða hlutaðeigandi aðila til að gefa þeim færi á að verja sig.

12.4.5

Fyrir öll FIA mót, bikarkeppnir, áskoranir, útsláttarkeppnir eða deildir, getur dómnefnd einnig ákveðið að beita eftirfarandi refsingum: svipting í einni eða fleiri keppnum, niðurfelling stiga fyrir mótið, bikarinn, áskorunina, útsláttarkeppnina, deildina.

12.4.5.a

Ekki skal draga punkta aðskilið frá ökumönnum og keppendum, nema í undantekningartilvikum.

12.4.6

Viðurlögunum, sem um getur í greinum 12.3.1 og 12.3.5 hér að framan, má, eftir atvikum, safna saman eða beita með frestun refsingar.

12.4.7

Alþjóðadómstóllinn getur einnig beitt beinu banni við því að taka þátt eða gegna hlutverki, beint eða óbeint, í keppnum, viðburðum eða mótum sem skipulögð eru beint eða óbeint af FIA, eða viðburð sem heyrir undir reglugerðir og ákvarðanir FIA.

GREIN 12.5 SEKTIR
12.5.1

Heimilt er að beita alla keppendur og ökumenn, farþega, einstaklinga eða samtök sem uppfylla ekki kröfur reglugerða eða hlýða ekki fyrirmælum stjórnenda viðburðarins sektum eins og getið er um í grein 12.3.1 í Reglubókinni.

12.5.2

Akstursíþróttasamband eða dómnefnd geta fyrirskipað sekt.

12.5.3

Þegar dómnefnd beitir þessum sektum, mega þær ekki fara yfir ákveðna upphæð, sem FIA tilgreinir hvert ár.

GREIN 12.6 HÁMARKSSEKT SEM DÓMNEFND GETUR BEITT

Þar til annað er tilkynnt, í þessum reglum eða með birtingu í FIA Official Motor Sport Bulletin, er hámarkssekt sem lögð verður á 250.000 Evrur (tvö hundruð og fimmtíu þúsund Evrur).

GREIN 12.7 ÁBYRGÐ Á GREIÐSLU SEKTAR

Keppandi skal vera ábyrgur á greiðslu sekta sem lagðar eru á ökumenn þeirra, aðstoðarmenn, farþega o.s.frv.

GREIN 12.8 GREIÐSLA SEKTA
12.8.1

Sektir skulu greiddar innan fjörutíu og átta klukkustunda frá tilkynningu, með hvaða greiðslumáta sem er, þar með talið rafrænum.

12.8.2

Sérhver frestun á greiðslu kann að hafa í för með sér sviptingu þar til sekt er greidd.

12.8.3

Sektir sem lagðar eru á í keppni, þarf að greiða sem hér segir:

Sektir sem lagðar eru á í Viðtakandi
FIA móti, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild FIA
Keppni í alþjóðlegri deild Viðeigandi akstursíþróttasamband alþjóðlegu deildarinnar
Keppni sem fer um svæði nokkurra landa Akstursíþróttasamband sem skráði keppnina í Alþjóðlega keppnisdagatalið
Keppni í meistaramóti svæðis Akstursíþróttasamband sem skipuleggur keppnina
Keppni í meistaramóti lands Akstursíþróttasamband sem stýrir/skipuleggur meistaramóti landsins
Landskeppni Akstursíþróttasamband sem stýrir/skipuleggur keppnina
GREIN 12.9 BROTTVÍSUN
12.9.1

Dómnefnd getur kveðið upp úrskurð um brottvísun.

12.9.2

Brottvísun úr heilli keppni felur í sér tap á skráningargjöldum sem skal renna til keppnishaldara.

GREIN 12.10 SVIPTING
12.10.1

Til viðbótar því sem kveðið er á um í Reglubókinni og í Dóms- og agareglum FIA, getur akstursíþróttasamband einnig lýst yfir sviptingu, sem skal eingöngu beita fyrir alvarleg brot.

12.10.2

Úrskurður um sviptingu, svo lengi sem hún gildir, skal fela í sér missi á rétti til að taka þátt í hvaða keppni sem er sem haldin er á svæði akstursíþróttasambands sem hefur kveðið upp slíkan úrskurð eða á svæði hvaða lands sem er, þar sem yfirráð FIA eru viðurkennd, eftir því hvort slík sviptingin er á landsvísu eða alþjóðleg.

12.10.3

Svipting skal einnig ógilda alla fyrri skráningu sem gerð hefur verið fyrir keppni sem kann að eiga sér stað á meðan slíkri sviptingu stendur og skal einnig fela í sér tap á gjaldinu sem ber að greiða fyrir slíka skráningu.

GREIN 12.11 TÍMABUNDIN SVIPTING
12.11.1

Ef vernd þátttakenda í keppni sem er skipulögð undir forustu FIA krefst þess, af almennum orsökum eða í þágu akstursíþrótta, getur Alþjóðadómstóllinn, að beiðni forseta FIA, tímabundið svipt heimild, keppnisskírteini eða samþykki gefnu út af FIA, innan ramma kappleiks, keppni eða annars viðburðar á vegum FIA. Þessi ráðstöfun getur ekki varað lengur en þrjá mánuði, og er endurnýjanleg einu sinni.

12.11.2

Tímabundin svipting þarf að vera í samræmi við Dóms- og agareglur FIA.

12.11.3

Sá einstaklingur sem hefur tímbundið verið sviptur heimild sinni, keppnisskírteini eða leyfi, verður að sitja hjá við allan verknað sem gæti þýtt sniðgöngu á afleiðingum sviptingar.

GREIN 12.12 AFTURKÖLLUN KEPPNISSKÍRTEINIS
12.12.1

Svipting á landsvísu

12.12.1.a

Sérhver keppandi eða ökumaður sem er sviptur á landsvísu skal afhenda akstursíþróttasambandi keppnisskírteini sitt, sem mun merkja það með greinilegum hætti með stórum stöfum orðunum „Gildir ekki fyrir [nafn lands]“.

12.12.1.b

Við lok gildistíma landsbundinnar sviptingar mun merkta keppnisskírteininu skipt út fyrir nýtt keppnisskírteini.

12.12.2 Alþjóðleg svipting

Sérhver keppandi eða ökumaður sem er sviptur á alþjóðavettvangi skal skila keppnisskírteini sínu til akstursíþróttasambands sem skal ekki skila því til þeirra fyrr en tímabil alþjóðlegu sviptingarinnar er útrunnið

12.12.3

Í báðum ofangreindum tilvikum skulu allar tafir á afhendingu keppnisskírteinisins til akstursíþróttasambands bætast við gildistíma sviptingarinnar.

GREIN 12.13 ÁHRIF SVIPTINGAR
12.13.1

Úrskurður um sviptingu, sem akstursíþróttasamband kveður upp, gildir aðeins á svæði þess akstursíþróttasambands.

12.13.2

Ef akstursíþróttasamband vill hins vegar að úrskurður um sviptingu sem kveðinn er upp gegn einhverjum leyfishafa sínum (keppendum, ökumönnum, stjórnendum, keppnishöldurum o.s.frv.) verði viðurkenndur á alþjóðavettvangi, skal það tilkynna skrifstofu FIA án tafar, sem aftur tilkynnir öllum öðrum akstursíþróttasamböndum. Úrskurð um sviptingu skal sérhvert akstursíþróttasamband þegar í stað skrá, og þar af leiðandi öðlast takmörkunin gildi.

12.13.3

Staðfesting á slíkum sviptingum af öllum akstursíþróttasamböndum verða settar á vefsíðuna www.fia.com og/eða í FIA Official Motor Sport Bulletin.

GREIN 12.14 ÚTILOKUN
12.14.1

Fyrir utan þau þeim tilvik sem kveðið er á um í Dóms- og agareglum FIA, er akstursíþróttasambandi einu heimilt að úrskurða útilokun, og skal henni eingöngu beitt vegna mjög alvarlegra brota.

12.14.2

Úrskurður um útilokun skal ávallt vera alþjóðlegur. Það skal tilkynnt öllum akstursíþróttasamböndum, og vera skráð af þeim samkvæmt skilyrðum alþjóðlegrar sviptingar.

GREIN 12.15 TILKYNNINGAR UM REFSINGAR TIL ALÞJÓÐLEGRA ÍÞRÓTTASAMBANDA
12.15.1

Svipting, þegar hún er alþjóðleg, og útilokun verður send til þeirra alþjóðasambanda sem FIA tilnefnir og hafa samþykkt að beita, á gagnkvæmum grundvelli, viðurlögum sem FIA hefur beitt.

12.15.2

Sérhver svipting eða útilokun sem FIA hefur verið gerð kunn af þessum alþjóðasamböndum verður framfylgt að sama marki af FIA.

GREIN 12.16 YFIRLÝSING UM ÁSTÆÐUR SVIPTINGAR OG ÚTILOKUNAR

Þegar tilkynnt er um úrskurði um sviptingu eða útilokun til þeirra aðila sem úrskurðurinn fjallar um, ásamt skrifstofu FIA, er nauðsynlegt að akstursíþróttasamband færi rök fyrir því að beita slíkri refsingu.

GREIN 12.17 SVIPTINGAR OG ÚTILOKUN ÖKUTÆKIS

Úrskurður um sviptingu eða útilokun getur verið kveðinn upp um annað hvort tiltekið ökutæki eða gerð ökutækis.

GREIN 12.18 MISSIR VERÐLAUNA

Sérhverjum keppanda sem er vísað brott, sviptur eða útilokaður meðan á keppni stendur mun tapa réttinum til að fá nokkur þeirra verðlauna sem veitt eru vegna umræddrar keppni.

GREIN 12.19 BREYTING Á ÚRSLITUM OG VERÐLAUNUM

Komi til brottvísunar eða sviptingar keppanda meðan á keppni stendur, skal dómnefnd lýsa yfir breytingunni sem af því hlýst í úrslitasætum og verðlaunum og ákveða hvort færa eigi næsta keppanda upp í úrslitum.

GREIN 12.20 BIRTING REFSINGA
12.20.1

FIA eða hlutaðeigandi akstursíþróttasamband skal hafa rétt til að birta eða láta birta yfirlýsingu, þar sem fram kemur að það hafi refsað ákveðnum einstaklingi, ökutæki eða gerð ökutækis.

12.20.2

Með fyrirvara um rétt til áfrýjunar, skal enginn einstaklingur, sem um getur í slíkri yfirlýsingu, hafa neinn rétt til málshöfðunar gegn FIA eða hlutaðeigandi akstursíþróttasambandi, né gegn neinum sem birtir umrædda yfirlýsingu.

GREIN 12.21 NIÐURFELLING ÚRSKURÐAR

Akstursíþróttasamband skal hafa rétt til að fella niður sviptingu eða til að aflétta útilokun með skilyrðum sem það getur ákveðið, að því tilskildu að þessi refsing hafi upphaflega verið úrskurðuð af þessu akstursíþróttasambandi.

GREIN 13 KÆRUR
GREIN 13.1 RÉTTUR TIL AÐ KÆRA
13.1.1

Keppandi hefur einn rétt til að kæra.

13.1.2

Nokkrir keppendur geta ekki lagt fram sameiginlega kæru.

13.1.3

Keppandi sem vill kæra fleiri en einn samkeppanda sinn þarf að leggja fram eins margar kærur og keppendur eru sem koma að viðkomandi atburði.

GREIN 13.2 TILEFNI KÆRU
13.2.1

Hægt er að kæra gegn:

 • skráningu keppanda eða ökumanns,
 • lengd leiðarinnar,
 • forgjöf,
 • uppstillingu riðils eða úrslitariðils,
 • meintum villum, frávikum eða brotum á reglum sem eiga sér stað meðan á keppni stendur,
 • meintum skorti á samræmi ökutækja við reglur, eða
 • úrslitum settum fram í lok keppni.
GREIN 13.3 TÍMATAKMÖRK KÆRU
13.3.1 Kæra gegn: Skráningu keppanda eða ökumanns

Tímamörk: Eigi síðar en tveimur klukkutímum eftir lok keppnisskoðunar ökutækjanna.

13.3.2 Kæra gegn: Lengd leiðarinnar

Tímamörk: Eigi síðar en einni klukkustund áður en keppni hefst, eða eins og tiltekið er í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.

13.3.3 Kæra gegn: Forgjöf

Tímamörk: Eigi síðar en einni klukkustund áður en keppni hefst, eða eins og tiltekið er í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.

13.3.4 Kæra gegn: Uppstilling riðils eða úrslitariðils

Eigi síðar en þrjátíu mínútum eftir birtingu uppstillingar riðils eða úrslitariðils, nema annað sé tiltekið í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.

13.3.5 Kæra gegn: Meintum villum, frávikum eða brotum á reglum sem eiga sér stað meðan á keppni stendur

Eigi síðar en þrjátíu mínútum eftir birtingu bráðabirgðaúrslita, nema:

 • þegar dómnefnd telur að þrjátíu mínútna tímamörk væru ekki möguleg,
 • þegar um er að ræða tæknileg vandamál tengd upplýsingatöflu (grein 11.9.4 í Reglubókinni), eða
 • annað er tiltekið í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.
13.3.6 Kæra gegn: Meintum skorti á samræmi ökutækja við reglur

Eigi síðar en þrjátíu mínútum eftir birtingu bráðabirgðaúrslita, nema:

 • þegar dómnefnd telur að þrjátíu mínútna tímamörk væru ekki möguleg,
 • þegar um er að ræða tæknileg vandamál tengd upplýsingatöflu (grein 11.9.4 í Reglubókinni), eða
 • annað er tiltekið í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.
13.3.7 Kæra gegn: Úrslitum settum fram í lok keppni

Eigi síðar en þrjátíu mínútum eftir birtingu bráðabirgðaúrslita, nema:

 • þegar dómnefnd telur að þrjátíu mínútna tímamörk væru ekki möguleg,
 • þegar um er að ræða tæknileg vandamál tengd upplýsingatöflu (grein 11.9.4 í Reglubókinni), eða
 • annað er tiltekið í viðeigandi íþróttareglum eða sérreglum.
GREIN 13.4 FRAMLAGNING KÆRU
13.4.1

Allar kærur skulu vera skriflegar og þurfa að tilgreina:

 • viðkomandi reglur,
 • athugasemdir þess sem kærir, og
 • gegn hverjum kæran er lögð fram, þegar við á. Þegar um marga keppendur er að ræða, þarf að leggja fram sérstaka kæru gegn hverjum keppanda sem um ræðir. Þegar um mörg ökutæki sama keppanda er að ræða, þarf að leggja fram sérstaka kæru gegn hverju ökutæki sem um ræðir.
13.4.2

Hverri kæru þarf að fylgja greiðsla, að upphæð sem ákveðin er árlega af akstursíþróttasambandi landsins sem úrskurðar eða, ef við á:

 • viðeigandi akstursíþróttasambandi alþjóðlegrar mótaraðar;
 • akstursíþróttasamband sem skipuleggur landsmótið ef keppnin er haldin í samræmi við greinar 2.4.4.c eða 2.4.4.e Reglubókarinnar; eða
 • af FIA fyrir sín mót, bikarkeppnir, útsláttarkeppnir, áskoranir eða deildir, og tilgreint er í íþróttareglum eða sérreglum keppninnar. Þessa greiðslu má einungis endurgreiða ef kæran er tekin til greina, nema sanngirnissjónarmið krefjist annars.
13.4.3

Varði kæra ætlað frávik ökutækis frá reglum sem krefst þess að vel skilgreinda hluta ökutækisins þurfi að taka í sundur og setja saman aftur getur dómnefnd, að fenginni tillögu tæknifulltrúa FIA (þegar hann er tilnefndur) eða yfirskoðunarmanns, gert kröfu um viðbótar kærugjald. Þetta viðbótar kærugjald ber kæranda að greiða innan einnar klukkustundar frá því að dómnefnd gjörir honum það kunnugt (eða, þegar það á við, innan þess tíma sem dómnefnd samþykkir), ellegar telst kæran ótæk.

13.4.4

Kærugjöld skal greiða sem hér segir:

Kæra gerð í Viðtakandi kærugjalds
Keppni í FIA móti, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild FIA
Keppni í alþjóðlegri deild Viðeigandi akstursíþróttasamband alþjóðlegu deildarinnar
Keppni sem fer um svæði nokkurra landa Akstursíþróttasamband sem skráði keppnina í Alþjóðlega keppnisdagatalið
Keppni í meistaramóti svæðis Akstursíþróttasamband sem skipuleggur keppnina
Keppni í meistaramóti lands Akstursíþróttasamband sem stýrir/skipuleggur meistaramót(i) landsins
Landskeppni Akstursíþróttasamband sem stýrir/skipuleggur landskeppnina
GREIN 13.5 HVERJUM MERKT
13.5.1

Kærum sem verða til við keppni skal beint til formanns dómnefndar.

13.5.2

Þær skulu afhentar brautarstjóra eða aðstoðarmanni hans ef hann er til staðar. Ef hvorki brautarstjóri né aðstoðarmaður hans eru til staðar skal afhenda slíkar kærur formanni dómnefndar.

13.5.3

Fari keppnisskoðun fram í öðru landi en landi keppnishaldara, er hvaða stjórnanda sem er frá akstursíþróttasambandi þess lands heimilt að taka við kærunni og senda áfram til dómnefndar eins fljótt og hægt er, ásamt rökstuddu mati þeirra ef þeim finnst það nauðsynlegt.

13.5.4

Móttaka kæru skal vera staðfest skriflega, ásamt skráðum tíma móttöku.

GREIN 13.6 SKÝRSLUTAKA
13.6.1

Skýrslutökur af kæranda og öllum aðilum tengdum kærunni, skulu eiga sér stað eins fljótt og hægt er eftir að kæran hefur verið lögð fram.

13.6.2

Viðkomandi aðilar skulu vera boðaðir til skýrslutöku, og mega taka með sér vitni.

13.6.3

Dómnefnd þarf að tryggja að boðunin hafi verið persónulega móttekin af öllum viðkomandi aðilum.

13.6.4

Ef einhver viðkomandi aðila eða vitni er fjarverandi, má engu að síður úrskurða.

13.6.5

Ef ekki er hægt að úrskurða strax að lokinni skýrslutöku af viðkomandi aðilum, þarf að láta þá vita um stað og tíma þar sem úrskurður verður birtur.

GREIN 13.7 ÓTÆKAR KÆRUR
13.7.1

Kærur gegn ákvörðunum staðreyndadómara sem gegna skyldum sínum eru ekki teknar til afgreiðslu.

13.7.2

Ákvarðanir þessara dómara eru endanlegar, nema slíkar ákvarðanir séu felldar niður af dómnefnd, en þær skulu ekki í sjálfu sér ákvarða úrslitin, þar sem þær eru teknar án tillits til þeirra aðstæðna sem keppendur hafa fengið við að ljúka leiðinni.

13.7.3

Ein kæra gegn fleiri en einum keppanda verður ekki tekin til afgreiðslu.

13.7.4

Ein kæra lögð sameiginlega fram af nokkrum keppendum verður ekki tekin til afgreiðslu.

GREIN 13.8 BIRTING ÚRSLITA OG VERÐLAUNAAFHENDING
13.8.1

Verðlaunum sem keppandi sem sætir kæru hefur unnið til, skal halda eftir þar til niðurstaða hefur fengist um efni kærunnar.

13.8.2

Ennfremur, þegar kæra hefur verið lögð fram og útkoman gæti breytt úrslitum keppninnar, skulu keppnishaldarar eingöngu birta bráðabirgðaúrslit og skulu halda eftir verðlaunum þar til loka niðurstaða hefur fengist um kæruna (þar með talið áfrýjanir).

13.8.3

Hinsvegar, þegar kæra snertir aðeins hluta úrslita má birta lokaúrslit fyrir aðra hluta, og veita viðeigandi verðlaun.

GREIN 13.9 ÚRSKURÐUR

Allir viðkomandi aðilar skulu vera bundnir af fenginni niðurstöðu, með fyrirvara um skilyrði um áfrýjun sem er sett fram í Reglubókinni, en hvorki dómnefnd né akstursíþróttasamband hefur rétt til að fyrirskipa að keppni sé endurtekin.

GREIN 13.10 ÁSTÆÐULAUS KÆRA
13.10.1

Ef kæru er hafnað eða ef hún er dregin til baka eftir að hafa verið lögð fram, skal enginn hluti kærugjalds endurgreiddur.

13.10.2

Ef kæra er tekin að hluta til greina, má endurgreiða kærugjald að hluta, og að fullu ef kæran er samþykkt.

13.10.3

Ennfremur, ef það sannast að höfundur kærunnar hafi ekki unnið í góðri trú, getur akstursíþróttasamband beitt refsingum sem tilgreindar eru í Reglubókinni.

GREIN 14 RÉTTUR TIL ENDURUPPTÖKU
14.1.1

Ef, í keppnum sem eru hluti af FIA móti, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild, eða í alþjóðlegri deild, koma í ljós nýjar upplýsingar sem voru ekki aðgengilegar aðilunum sem leituðu endurupptöku þegar viðkomandi ákvörðun var tekin, skal dómnefnd sem ákvörðunina tók, eða ef hún getur það ekki, dómnefnd skipuð af FIA, ákveða hvort hún tekur málið upp að nýju að fenginni beiðni um slíkt frá:

 • öðrum hvorum aðila máls og/eða aðila sem umrædd ákvörðun hefur bein áhrif á, eða
 • framkvæmdastjóra íþróttamála hjá FIA.

Dómnefndin skal hittast (augliti til auglitis eða með öðrum leiðum) á degi sem hún ákveður sín á milli, boða viðkomandi aðila til að heyra útskýringar sem koma málinu við og úrskurða í ljósi staðreynda og atriða sem henni eru sýnd.

14.1.2

Viðkomandi aðilar mega fyrirgera rétti sínum til skýrslutöku skriflega.

14.2

Endurupptaka hefur ekki áhrif til frestunar framkvæmdar upphaflegrar ákvörðunar dómnefndar þegar hún hefur úrskurðað.

14.3

Dómnefnd hefur ein vald til að ákveða hvort mikilvæg og viðkomandi ný atriði eru til staðar. Ákvörðun dómnefndar um það hvort slík atriði séu til staðar eður ei er ekki hægt að áfrýja til áfrýjunardómstóls landsins eða til alþjóðlega áfrýjunardómstólsins.

14.4.1

Tímabilinu þegar hægt er að óska eftir endurskoðun lýkur fjórtán almanaksdögum eftir lok viðkomandi keppni.

14.4.2

Ennfremur, innan ramma FIA móts, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar, má áskorun um endurskoðun ekki undir neinum kringumstæðum koma fram minna en fjórum almanaksdögum fyrir dagsetningu viðkomandi FIA verðlaunaafhendingar.

14.5

Rétt til áfrýjunar gegn þessari nýju ákvörðun, með fyrirvara um grein 12.3.4 Reglubókarinnar, er bundin við viðkomandi aðila í samræmi við grein 15 í Reglubókinni.

14.6

Ef fyrri ákvörðun hefur þegar verið tilefni áfrýjunar fyrir áfrýjunardómstól landsins eða fyrir Alþjóðlega áfrýjunardómstólnum, eða í röð fyrir báðum þessum dómstólum, skal málið leggjast formlega fyrir þá til að þeir geti mögulega endurskoðað fyrri ákvörðun.

GREIN 15 ÁFRÝJANIR
GREIN 15.1 LÖGSAGA

Alþjóðlegi áfrýjunardómstóllinn hefur einnig lögsögu yfir áfrýjun gegn úrskurði áfrýjunardómstóls lands sem tekin er á grunni greina 15.1.2 til 15.1.4 í Reglubókinni (í samræmi við Dóms- og agareglur FIA).

15.1.1 Áfrýjun innan ramma keppni: Landsmót, bikarmót, útsláttarkeppni, áskorun eða deild (greinar 2.4.4 og 2.4.5)

Hæfur áfrýjunardómstóll: Áfrýjunardómstóll lands akstursíþróttasambandsins sem skipulagði keppnina (lokatilvik)

15.1.2 Áfrýjun innan ramma keppni: Keppni sem fer fram á svæði nokkurra landa (grein 7.1)

Hæfur áfrýjunardómstóll: Áfrýjunardómstóll lands akstursíþróttasambandsins sem óskaði eftir skráningu í Alþjóðlega keppnisdagatalið

15.1.3 Áfrýjun innan ramma keppni: Svæðismót

Hæfur áfrýjunardómstóll: Áfrýjunardómstóll lands akstursíþróttasambandsins þar sem ákvörðunin var tekin

15.1.4 Áfrýjun innan ramma keppni: Alþjóðleg deild

Hæfur áfrýjunardómstóll: Áfrýjunardómstóll lands viðeigandi akstursíþróttasambands alþjóðlegu deildarinnar

15.1.5 Áfrýjun innan ramma keppni: FIA mót, bikarmót, útsláttarkeppni, áskorun eða deild

Hæfur áfrýjunardómstóll: Alþjóðlegi áfrýjunardómstóllinn (í samræmi við Dóms- og agareglur FIA)

GREIN 15.2 ALÞJÓÐLEGI ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLLINN

Alþjóðlegi áfrýjunardómstóllinn hefur einnig lögsögu yfir áfrýjun ákvörðunar áfrýjunardómstóls lands sem tekin er í samræmi við greinar 15.1.2 til 15.1.4 í Reglubókinni (samanber aga- og refsireglur FIA). Á vefsíðunni www.fia.com má finna FIA Judicial and Disciplinary Rules reglur FIA sem lýsa áfrýjunarferli Alþjóðlega áfrýjunardómstólsins og aðrar framkvæmdareglur.

GREIN 15.3 ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL LANDS
15.3.1

Hvert akstursíþróttasamband skal tilnefna ákveðinn fjölda aðila sem eru eða eru ekki félagar í viðkomandi akstursíþróttasambandi, og skipa þeir áfrýjunardómstól landsins.

15.3.2

Meðlimir áfrýjunardómstóls eru vanhæfir til að sitja í máli ef þeir eru á einhvern hátt tengdir því sem keppendur, ökumenn eða stjórnendur þeirrar keppni sem fjallað er um, eða ef þeir hafa tekið þátt í fyrri úrskurðum, eða ef þeir tengjast, beint eða óbeint, málinu sem fjallað er um.

GREIN 15.4 FERILL ÁFRÝJANA FYRIR ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLI LANDS
15.4.1

Keppendur, keppnishaldarar, ökumenn eða aðrir handhafar skírteina sem nefndir eru í ákvörðun dómnefndar eða sem slík ákvörðun hefur áhrif á, hvert svo sem þjóðerni þeirra er, hafa rétt á að áfrýja þeirri ákvörðun til akstursíþróttasambands þess lands þar sem hún var tekin, eða, ef við á:

Í samhengi þessarar greinar skulu keppnishaldarar, keppendur, ökumenn og aðrir skírteinishafar aðeins teljast undir áhrifum ákvörðunar varði hún þá beint með óyggjandi hætti eða með þeim hætti sem draga má ályktun af að aðgreini þá án vafa frá öllum öðrum aðilum og auðkenni þá hvern fyrir sig á sama hátt og þá sem nefndir eru beint.

15.4.2.a

Þeir þurfa samt, að viðurlögðum missi á rétti þeirra til áfrýjunar, að tilkynna dómnefnd um ætlun sína að áfrýja, innan einnar klukkustundar frá birtingu úrskurðarins.

15.4.2.b

Í því tilviki að ákvörðun er tekin samkvæmt grein 11.9.3.t eða 14.1 að ofan, eða þegar aðstæður sem dómnefnd metur þannig að eins klukkutíma frestur væri ekki mögulegur, getur hún sett annan lokafrest fyrir tilkynningu um ætlun um áfrýjun. Þennan lokafrest þarf að setja fram skriflega í ákvörðun þeirra og skal ekki vera meiri en 24 klukkutímar frá birtingu ákvörðunar. Frestur til að leggja fram áfrýjun til akstursíþróttasambands ásamt greiðslu áfrýjunargjalds skal lengjast að sama skapi.

15.4.3

Rétturinn til að leggja áfrýjun fyrir akstursíþróttasamband fellur niður 96 klukkustundum eftir að dómnefnd hefur verið látin vita af ætlun um áfrýjun með því skilyrði að ætlunin um áfrýjun hafi verið tilkynnt dómnefnd skriflega innan klukkustund frá birtingu úrskurðarins.

15.4.4

Þessa áfrýjun má leggja fyrir með hvers konar rafrænum samskiptum með staðfestingu á móttöku. Nauðsynlegt er að senda bréflega staðfestingu sama dag.

15.4.5

Akstursíþróttasambandið þarf að gefa út sína ákvörðun innan 30 daga að hámarki.

15.4.6

Öllum aðilum máls skal vera gefin fullnægjandi tilkynning um skýrslutöku vegna áfrýjana. Þeir eiga að geta kallað til vitni, en ef þeir mæta ekki í skýrslutökuna stöðvar það ekki framgang meðferðarinnar.

GREIN 15.5 INNIHALD ÁFRÝJUNAR TIL ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLS LANDSINS
15.5.1

Allar tilkynningar um áfrýjun til akstursíþróttasambands skulu vera skriflegar og undirritaðar af áfrýjanda eða viðurkenndum umboðsaðila hans.

15.5.2

Greiðsla áfrýjunargjalds fellur í gjalddaga um leið og áfrýjandi tilkynnir dómnefnd um ætlun til áfrýjunar og skal greiða jafnvel þó áfrýjandi fylgi ekki eftir yfirlýstri ætlun til áfrýjunar. Upphæð áfrýjunargjalds er ákveðið árlega af akstursíþróttasambandi þess lands sem gefur út úrskurð eða, ef við á:

15.5.3

Með fyrirvara um ákvæðin í grein 15.3.2.b hér að ofan, skal greiðsla fara fram innan 96 klukkustunda frá því að dómnefnd hefur verið látin vita af ætlun um áfrýjun. Bregðist það, er áfrýjandi sjálfkrafa sviptur keppnisskírteini þar til greitt hefur verið.

15.5.4

Ef áfrýjun er hafnað eða ef hún er dregin til baka eftir að hafa verið lögð fram, skal ekki endurgreiða neinn hluta greiðslunnar.

15.5.5

Ef áfrýjun er að einhverjum hluta tekin til greina, má endurgreiða að hluta, og að fullu ef áfrýjun er samþykkt.

15.5.6

Ennfremur, ef það sannast að höfundur áfrýjunar hafi ekki unnið í góðri trú, getur akstursíþróttasamband beitt refsingum sem tilgreindar eru í Reglubókinni.

GREIN 15.6 DÓMUR ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLS LANDSINS
15.6.1

Áfrýjunardómstóll landsins getur ákveðið að ákvörðun sem áfrýjað er gegn verði felld úr gild, og ef þörf er, að refsing sé milduð eða aukin, en hefur ekki vald til að fyrirskipa endurtekningu keppni.

15.6.2

Dómar áfrýjunardómstóls landsins skulu vera rökstuddir.

GREIN 15.7 KOSTNAÐUR
15.7.1

Þegar áfrýjunardómstóll landsins úrskurðar um áfrýjun sem lögð hefur verið fyrir skal hann ákveða, í ljósi úrskurðarins, að deila kostnaði, sem tekinn hefur verið saman af skrifstofu að því marki sem kostnaður var vegna undirbúnings málsins og fundi dómstóla.

15.7.2

Kostnaðurinn stendur saman af þessum útgjöldum eingöngu og undanskilur kostnað eða lögfræðikostnað sem fallið hefur á aðila.

GREIN 15.8 BIRTING DÓMS
15.8.1

FIA, eða akstursíþróttasamband, skal hafa rétt á að birta eða láta birta niðurstöðu áfrýjunar og taka fram nöfn allra málsaðila.

15.8.2

Fyrir utan fyrirvara um málsskotssrétt, hafa einstaklingar sem vísað er til í slíkum tilkynningum hvorki rétt til aðgerða gegn FIA, eða viðkomandi akstursíþróttasambandi, né gegn einstaklingum sem birta slíka tilkynningu.

GREIN 15.9

Til að taka af allan vafa, skal ekkert í Reglubókinni koma í veg fyrir að aðili sæki rétt sem hann gæti átt fyrir einhverjum rétti eða dómstóli, háð þeim skuldbindingum sem hann kann að hafa samþykkt annars staðar, að leita fyrst eftir öðrum úrræðum eða leiðum til lausnar ágreiningi.

GREIN 15.10 ÍÞRÓTTAGERÐARDÓMURINN

Ákvörðunum FIA Anti-Doping aganefndarinnar er aðeins hægt að áfrýja til Íþróttagerðardómsins (Court of Arbitration for Sport).

GREIN 15.11 VIRÐING FYRIR WORLD ANTIDOPING STEFNUNNI
15.11.1

Hluti af skyldum FIA sem aðila að World Anit-Doping Code og tilheyrandi alþjóðlegum stöðlum, er að viðurkenna, virða og taka fullt tillit til (í samhengi við valdsvið sitt og innan þeirra marka sem það ber ábyrgð á) endanlegra niðurstaðna sem kveða á um afleiðingar og/eða skilyrði endurkomu annars aðila að World Anit-Doping Code í kjölfar brota á skyldum sem aðila að World Anit-Doping Code (hvort sem afleiðingarnar og/eða skilyrði endurkomu eru lögð til af World Anit-Doping stofnuninni og samþykkt af viðeigandi aðila eða sett fram af Íþróttagerðardómnum.

15.11.2

Íþróttagerðardómurinn er eini aðilinn sem kveður upp lokaúrskurð um ágreining um hugsanleg brot aðila að World Anti-Doping Code á skyldum sínum gagnvart World Anti-Doping Code og/eða um afleiðingar og/eða endurkomuskilyrði sett sem afleiðingu af slíkum brotum.

15.11.3

Skrifstofa FIA mun við fyrsta tækifæri tilkynna öllum akstursíþróttasamböndum um lokaákvarðanir (hvort heldur gefnar út af World Anti-Doping Agency eða Íþróttagerðardómnum) vegna brota aðila að World Anti-Doping Code þar sem afleiðingar og/eða endurkomuskilyrði eru sett sem afleiðing af slíkum brotum skal virða og halda af FIA og / eða sérhverjum aðila, nefnd og/eða samtökum sem falla undir reglugerðir FIA. Lokaákvörðunin skal birt á vefsvæði FIA www.fia.com og/eða í FIA Official Motor Sport Bulletin.

15.11.4

Lokaákvörðun skal taka gildi á dagsetningu skilgreindri af World Anti-Doping Agency eða Íþróttagerðardómnum, eftir því sem við á og FIA og/eða sérhverjum aðila, nefnd og/eða samtökum sem falla undir reglugerðir FIA skal virða að fullu það sem felst í skíkri lokaákvörðun frá þeim degi.

15.11.5

Lokaákvörðun gefin út af World Anti-Doping Agency og/eða Íþróttagerðardómnum sem kemur að FIA mun framfylgt á sama máta af FIA og akstursíþróttasamböndum þess (samkvæmt grein 1.4 í Reglubókinni). FIA má refsa til samræmis við grein 12 í Reglubókinni þar sem ekki er viðurkennd, borin virðing fyrir og gera sér grein fyrir öllum áhrifum vegna lokaákvörðunarinnar.

GREIN 16 REGLUR UM KEPPNISNÚMER OG AUGLÝSINGAR Á ÖKUTÆKJUM
GREIN 16.1

Tölur keppnisnúmera skulu vera svartar á hvítum rétthyrndum bakgrunni nema annað sé tekið fram. Á ljóslituðu ökutæki verður að vera svört 5 cm breið lína utanum hvíta rétthyrnda bakgrunninn.

GREIN 16.2

Tölurnar skulu vera af hefðbundinni gerð, eins og sjá má hér að neðan, nema annað sé tekið fram:

1 2 3 4 5 6 7 8 9 0.
GREIN 16.3

Keppnisnúmerin skulu sett á eftirfarandi stað á hvert ökutæki, nema annað sé tekið fram.

16.3.1

Á framhurðum eða við stjórnklefa á báðum hliðum ökutækis.

16.3.2

Á framenda eða vélarhlíf ökutækis, læsilegt að framan.

16.3.3 Fyrir eins sætis ökutæki
16.3.3.a

Lágmarkshæð talnanna skal vera 23 cm með 4 cm þykku letri.

16.3.3.b

Hvíti bakgrunnurinn skal vera að minnsta kosti 45 cm á breidd og 33 cm á hæð.

16.3.4 Fyrir öll önnur ökutæki
16.3.4.a

Lágmarkshæð talnanna skal vera 28 cm með 5 cm þykku letri.

16.3.4.b

Hvíti bakgrunnurinn skal vera að minnsta kosti 50 cm á breidd og 38 cm á hæð.

16.3.5

Hvergi má fjarlægðin milli brúnar talnanna og brúnar bakgrunnsins vera minna en 5 cm.

GREIN 16.4
16.4.1

Á báðum framhliðum skal vera mynd af þjóðfánum ökumanns eða ökumanna ásamt nöfnum þeirra.

16.4.2

Lágmarkshæð bæði fána og nafns (eða nafna) skal vera 4 cm.

GREIN 16.5
16.5.1

Fyrir ofan eða neðan hvíta bakgrunninum skal vera svæði sem er 12 cm á hæð og jafnbreitt og bakgrunnurinn til ráðstöfunar fyrir skipuleggjendur (Organiser), sem geta notað það í auglýsingaskyni.

16.5.2

Á ökutækjum sem slíkt svæði er ekki í boði (til dæmis á sumum eins sætis) skal keppandi halda sambærilegu svæði nálægt hvíta bakgrunninum lausu við auglýsingar.

16.5.3

Nema þegar akstursíþróttasamband ákveður annað, er heimilt að setja auglýsingar á aðra hluta yfirbyggingarinnar.

GREIN 16.6

Hvorki keppnisnúmer né auglýsingar mega ná út fyrir yfirbyggingu.

GREIN 16.7

Nema annað komi fram í viðeigandi reglum mega framrúður og gluggar ekki vera með neinar auglýsingar, að undanskildum að hámarki 10 cm háum renningi á efri hluta framrúðunnar, og að því tilskildu að það trufli ekki útsýni ökumanns, að hámarki 8 cm háum renningi á afturglugga.

GREIN 16.8

Reglur um auglýsingar og keppnisnúmer sem má nota á fornbílum (historic Automobiles) eru skilgreind í viðauka K.

GREIN 17 VIÐSKIPTALEG ÁLITAMÁL TENGD AKSTURSÍÞRÓTTUM
GREIN 17.1

Án sérstaks skriflegs samkomulags við FIA, getur enginn keppnishaldari eða hópur keppnishaldara, sem heldur keppni sem hluta af FIA móti, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild, gefið til kynna eða talið einhverjum trú um að umrætt mót, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild sé styrkt eða fjárhagslega studd, annað hvort beint eða óbeint, af atvinnufyrirtæki eða stofnun.

GREIN 17.2

Rétturinn til að tengja nafn fyrirtækis, samtaka eða vörumerkis við FIA mót, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild er því sérstaklega takmarkaður við FIA.

GREIN 18 HEFÐIR ÁKVARÐANA FIA
GREIN 18.1 BIRTING DAGATALS FIA MÓTA, BIKARKEPPNA, ÚTSLÁTTARKEPPNA, ÁSKORANA EÐA MÓTARAÐA
18.1.1

Listinn yfir FIA mót, bikarkeppnir, útsláttarkeppnir, áskoranir eða mótaraðir og þær keppnir sem samanstanda af þeim er birtur ár hvert eigi síðar en 15. október.

18.1.2

Sérhver keppni, sem tekin er út úr dagatalinu eftir að það hefur verið birt, tapar alþjóðlegri stöðu á því ári.

GREIN 18.2 BREYTINGAR Á REGLUM

FIA World Motor Sport Council getur gert þær breytingar sem það telur nauðsynlegar á reglum tengdum FIA mótum, bikarkeppnum, útsláttarkeppnum, áskorunum eða mótaröðum. Slíkar breytingar verða birtar og öðlast gildi í samræmi við eftirfarandi ákvæði.

18.2.1 Öryggi

Breytingar sem FIA gerir á reglum af öryggisástæðum geta komið til framkvæmda fyrirvaralaust.

18.2.2 Tæknileg hönnun ökutækis

Breytingar á tæknilegum reglum, á viðauka J eða viðauka K, innleiddar af FIA, verða birtar eigi síðar en 30. júní ár hvert og taka gildi eigi síðar en 1. janúar árið eftir að þær birtust, nema FIA telji að umræddar breytingar séu líklegar til að hafa veruleg áhrif á tæknilega hönnun ökutækjanna og/eða jafnræði ökutækjanna, en þá öðlast þau gildi eigi síðar en 1. janúar á öðru ári eftir birtingu þeirra.

18.2.3 Íþróttareglur og aðrar reglur
18.2.3.a

Breytingar á íþróttareglum og á öllum öðrum reglum en þeim sem um getur hér að framan eru birtar í síðasta lagi á opnunardegi skráninga móts, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorunar eða deildar sem málið varðar.

18.2.3.b

Slíkar breytingar geta ekki tekið gildi fyrir 1. janúar árið eftir birtingu þeirra, nema FIA telji að umræddar breytingar hafi líklega veruleg áhrif á tæknilega hönnun ökutækisins og/eða jafnræði ökutækjanna, í þeim tilvikum öðlast þau gildi eigi síðar en 1. janúar á öðru ári eftir birtingu þeirra.

18.2.4

Heimilt er að beita styttri fresti tilkynninga en að ofan er greint, að því gefnu að samhljóða samþykki sé fengið frá öllum keppendum sem teljast rétt skráðir í mót, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild. Hins vegar dugar samþykki meirihluta rétt skráðra keppenda við sérstakar aðstæður og telji FIA að fyrirhugaðar breytingar séu nauðsynlegar til að tryggja mót, bikarkeppni, útsláttarkeppni, áskorun eða deild.

GREIN 18.3

Birting dagatals FIA móta, bikarkeppna, útsláttarkeppna, áskorana eða deilda ásamt breytingum á ofangreindum reglum verður opinber og gildir um leið og það er sett á heimasíðuna www.fia.com og/eða birt í FIA Official Motor Sport Bulletin.

GREIN 19 REGLUBÓKINNI FRAMFYLGT
GREIN 19.1 TÚLKUN REGLNA INNAN LANDS

Sérhvert akstursíþróttasamband skal hafa vald til að úrskurða um öll mál sem koma upp á svæði þess og varða túlkun Reglubókarinnar eða landsreglur þess með fyrirvara um áfrýjunarrétt sem settur er fram í grein 15.1 í Reglubókinni, að því tilskildu að túlkun þess stangist ekki á við túlkun eða skýringar sem FIA hefur þegar gefið.

GREIN 19.2 BREYTINGAR Á REGLUBÓKINNI

FIA áskilur sér rétt til að breyta Reglubókinni hvenær sem er og endurskoða reglulega viðaukana. Ársþingi FIA er falið vald til að samþykkja breytingartillögur FIA World Motor Sport Council við Reglubókina, en breytingar á viðaukum hennar eru alfarið í höndum FIA World Motor Sport Council.

GREIN 19.3 TILKYNNINGAR

Samskiptum sem krafist er samkvæmt Reglubókinni að akstursíþróttasamband sendi FIA, skal beint til höfuðstöðva FIA eða á annað vistfang sem heimilt er að tilkynna á hverjum tíma.

GREIN 19.4 ALÞJÓÐLEG TÚLKUN REGLUBÓKARINNAR
19.4.1

Reglubókin er samin á frönsku og ensku en hana má gefa út á öðrum tungumálum.

19.4.2

Verði ágreiningur um túlkun hennar af FIA eða Alþjóðlega áfrýjunardómstólnum skal líta á franska textann sem opinberan texta.

GREIN 20 SKILGREININGAR

Eftirfarandi skilgreiningar eru notaðar í Reglubókinni, í öllum landsreglum og viðaukum við þær, í öllum Sérreglum keppna og til almennra nota.

Absolute World Record/Heildar heimsmet: Met viðurkennt af FIA sem besta frammistaða ökutækis náð yfir ákveðna vegalengd eða tíma óháð flokki, tegund eða hópi.

Appendix/Viðauki: Viðauki við Reglubókina.

ASN (National Sporting Authority)/Akstursíþróttasamband: Landsfélag, akstursíþróttasamband eða landssamtök samþykkt af FIA sem eina íþróttayfirvaldið í landi samkvæmt grein 3.3 í samþykktum FIA. Akstursíþróttasamband getur í Reglubókinni einnig staðið fyrir akstursíþrótta- eða bílaklúbb eins og kveðið er á um í grein 3.1 í samþykktum FIA.

Automobile/Ökutæki: Farartæki sem ferðast í stöðugri snertingu við jörðu (eða ís) með að minnsta kosti fjögur hjól sem ekki eru öll í línu þar sem minnst tvö eru notuð til að stýra og tvö til að knýja farartækið áfram; þar sem stýri og drifkraftur eru stöðugt og algjörlega undir stjórn ökumanns um borð í farartækinu (önnur orð eins og, en ekki eingöngu, bíll, trukkur, eða karta geta staðið í stað eða til jafns við ökutæki í keppnisgreinum þar sem það á við).

Baja Cross-Country Rally (except for the FIA World Cup)/Baja Cross-Country Rally (fyrir utan FIA heimsmeistarakeppni): Cross-Country Rally (nema í FIA heimsmeistarakeppninni) sem má aðeins standa einn dag (með hámarks ekna vegalengd 600 km) eða tvo daga (með hámarks ekna vegalengd 1200 km) með lágmark 8 klukkustunda og hámark 20 klukkustunda hvíldarhléi á milli tveggja leggja. Á auka degi er heimilt að aka sérstaka Ofur-sérleið (Super Special Stage). Lágmarks samanlögð vegalengd hvers leiðarhluta er 300 km. Enginn leiðarhluti má vera lengri en 800 km.

Certificate of registration for the staff of Competitors entered in the FIA World Championships/Skráningarskírteini fyrir starfsfólk keppendur sem þátt tekur í FIA heimsmeistarakeppnum: Skráningarskírteini útgefið af FIA fyrir starfsfólk keppanda í FIA heimsmeistarakeppnum samkvæmt þeim skilmálum sem kveðið er á um í Reglubókinni.

Championship/Mót: Mót getur verið röð af keppnum eða stök keppni.

Circuit/Braut: Lokuð/afmörkuð/hring leið, og tilheyrandi umbúnaður, sem hefst og lýkur á sama stað, byggður fyrir eða aðlagaður sérstaklega að keppni milli ökutækja. Braut getur verið tímabundin, hálf-tímabundin eða varanleg, allt eftir gerð hennar og hversu tiltæk hún er til keppna.

Circuit Race/Brautarkeppni: Keppni haldin á lokaðri braut milli tveggja eða fleiri ökutækja sem aka sömu leið á sama tíma þar sem hraði eða vegalengd sem ferðast er ræður útkomunni.

Classification/Flokkun: Niðurskipting ökutækja í hópa eftir slagrými eða hverjum öðrum aðgreinandi þáttum (sjá viðauka D og J).

Closed Competition/Lokuð keppni: Landskeppni má kallast "lokuð" þegar þátttaka er alfarið bundin við félagsmenn tiltekins akstursíþróttafélags sem eru handhafar keppnisleyfa (keppandi eða ökumaður) útgefnum af akstursíþróttasambandi viðeigandi lands.

Code/Reglubók: Reglubók FIA og viðaukar hennar.

Competition/Keppni: Stakur akstursíþróttaviðburður með sjálfstæð úrslit. Hann getur samanstaðið af (a) riðli/riðlum og úrslitum, frjálsri æfingu, tímatöku æfingarlotum og úrslitum margra flokka eða niðurbroti á svipaðan máta sem lýkur við lok viðburðarins. Eftirfarandi er talið vera keppni: brautarkeppnir, rally, Cross-Country rally, spyrnukeppnir, brekkuklifur, metatilraunir, prófanir, úrtökur, drift, svig og önnur form keppni sem FIA ákveður.

Competitor/Keppandi: Einstaklingur eða lögaðili samþykkt(ur) til þátttöku í hvaða keppni sem er og handhafi nauðsynlegs keppandaleyfis útgefnu af akstursíþróttasambandi hans.

Control Line/Viðmiðunarlína: Lína sem ökutæki er tímamælt við þegar það fer yfir hana.

Course/Leið: Leið eða ferill sem keppendur skulu fylgja.

Cross-Country Rally (except for the FIA World Cup)/Cross-Country Rally (nema í FIA heimsmeistarakeppninni): Keppni með heildar vegalengd á milli 1200 og 3000 km. Lengd staks hluta leiðarinnar má ekki vera meiri en 500 km.

Cylinder capacity/Slagrými: Rúmmál í strokk (eða strokkum) sem myndast með upp eða niður hreyfingu stimpils eða stimpla. Þetta rúmmál er mælt í rúmsentimetrum og í öllum útreikningum tengdum slagrými skal táknið Pi reiknað sem jafngildi 3,1416.

Demonstration/Sýning: Sýning á getu eins eða fleiri ökutækis.

Disqualification/Brottvísun: Brottvísun þýðir að einstaklingur eða einstaklingar mega ekki halda áfram að taka þátt í keppni. Brottvísun getur verið fyrir hluta af keppni (td. undanriðill, lokaumferð, frjáls æfing, tímatöku æfing, keppni o.s.frv.), öll keppnin eða nokkrar keppnir innan sama viðburðar (Event), að mati dómnefndar, og má lýsa því yfir meðan á keppni stendur eða eftir keppnina, eða hluta keppninnar, eins og dómnefnd ákveður. Viðeigandi niðurstöður eða tímar brottvísaðra aðila falla niður.

Drag race/Spyrna: Hröðunarkeppni milli alla vega tveggja ökutækja sem ræsa úr kyrrstöðu og aka nákvæmlega mælda leið í beinni línu þar sem það ökutæki sem fyrst kemur yfir endalínu (án refsingar) telst hafa gert betur.

Driver/Ökumaður: Einstaklingur sem ekur ökutæki í hvaða keppni sem er og er handhafi keppnisskírteinis útgefnu af akstursíþróttasambandi hans.

Entry/Skráning: Skráning er samningur á milli keppanda og keppnishaldara um þátttöku keppandans í tiltekinni keppni. Hún getur verið undirrituð af báðum aðilum eða verið afleiðing bréfaskipta (eða sambærilegra samskipta).

EU Professional Competitor/ESB atvinnukeppandi: atvinnukeppandi með keppnisskírteini útgefið af einhverju aðildarlandi Evrópusambandsins eða landi sem FIA telur ígildi slíks aðildarlands. Í þessu samhengi er atvinnukeppandi sá sem gefur viðeigandi yfirvöldum upp tekjur sínar af launum eða stuðningsgreiðslum fyrir keppni í mótorsporti og sannar það með skjölum sem ásættanleg teljast fyrir akstursíþróttasambandið sem gaf út keppnisskírteini hans, eða sem á annan hátt telst af FIA vera atvinnumaður, þar með talið með vísan til fríðinda sem hann nýtur en ekki eru endilega tilkynningarskyld gagnvart viðeigandi yfirvöldum.

EU Professional Driver/ESB atvinnuökumaður: atvinnuökumaður sem er með keppnisskírteini gefið út af einhverju af löndum Evrópubandalagsins, eða af landi sem FIA ákveður að tilheyri því. Í þeim skilningi þá er atvinnuökumaður sá sem telur fram til tekna tekjur eða styrktarsamninga fyrir það að keppa í akstursíþróttum og kemur með sönnun þess á formi sem er ásættanlegt fyrir akstursíþróttasamband það sem gaf út keppnisskírteini hans, eða sem á annan máta getur sannað fyrir FIA að hann sé atvinnumaður með tilvísan í fjármuni frá keppnisakstri sem er nauðsynlegt að telja fram til tekna.

Event/Viðburður: Viðburður samanstendur af einni eða nokkrum af: Keppni, skrúðakstri, sýningu eða samkomu.

Exclusion/Útilokun: Einstaklingur eða aðili telst útilokaður hafi honum verið meinuð öll þátttaka í nokkurri keppni. Hún felur í sér ógildingu allra skráninga hans og engann rétt á endurgreiðslu skráningargjalda.

FIA/FIA: Alþjóða aksturssambandið, sem á frummálinu heitir: Fédération Internationale de l'Automobile.

FIA Formula One Financial Regulations/FIA Formula eitt fjárhagsreglur: Fjárhagsreglur sem eiga eingöngu við Formula eitt heimsmeistaramótið, eins og þær eru á hverjum tíma.

Final Classification/Lokaúrslit: Úrslit undirrituð af dómnefndarmönnum og gefin út við lok skoðunar og/eða að loknum öllum ákvörðunum dómnefndar (heimilt er að setja fyrirvara séu kærurmál í gangi eða ef fyrir liggja tækniskoðanir sem eftir er að framkvæma).

Finish Line/Marklína: Síðasta viðmiðunarlína, með eða án tímatöku.

Force Majeure/Force Majeure: Ófyrirsjáanleg, óviðráðanleg og utanaðkomandi atvik.

Handicap/Forgjöf: Aðferð til jöfnunar möguleika keppenda, upp að því marki sem það er hægt, sem lýst er í sérreglum keppni.

Hill Climb/Brekkuklifur: Keppni þar sem hvert ökutæki fyrir sig er ræst sérstaklega og þau fara öll sömu leið sem endar við marklínu sem venjulega er staðsett hærra í landslagi en ráslínan. Tíminn sem tekur að aka vegalengdina frá ráslínu að marklínu ræður úrslitum.

International Championship/Alþjóðlegt mót: Mót haldið af FIA, eða öðrum með skriflegu samþykki FIA, sem samanstendur aðeins af alþjóðlegum keppnum.

International Competition/Alþjóðleg keppni: Keppni sem uppfyllir alþjóðlega staðla um öryggi samkvæmt ákvörðun FIA og kveðið er á um í Reglubókinni og viðaukum hennar.

International Licence/Alþjóðlegt keppnisskírteini: Keppnisskírteini gefið út af akstursíþróttasambandi fyrir hönd FIA sem gildir í alþjóðlegum keppnum sem hæfa stigi keppnisskírteinisins og skráðar eru í Alþjóðlega keppnisdagatalinu.

Lap Record/Hringmet: Hraðasti tími sem næst á einum hring meðan á keppni stendur.

Licence/Keppnisskírteini: Staðfesting skráningar útgefið til einstaklings eða aðila (ökumanna, keppenda, liða, starfsmanna, keppnishaldara, brauta o.s.frv.) sem vill taka þátt í eða er hluti af, í hvaða formi sem er, keppnum sem falla undir Reglubókina.

Licence-Holders' Register/Keppnisskírteinaskrá: Listi sem akstursíþróttasamband heldur utan um yfir þá einstaklinga sem það hefur gefið út annað hvort keppnisskírteini keppanda eða keppnisskírteini ökumanns fyrir.

Licence Number/Keppnisskírteinisnúmer: Númer sem akstursíþróttasamband gefur út árlega til keppenda eða ökumanna í skrám sínum.

Marathon Cross-Country Rally (unless otherwise provided for in the applicable FIA regulations)/Maraþon Cross-Country Rally (nema kveðið sé á um annað í viðeigandi FIA reglum): Cross-Country Rally með heildar vegalengd að lágmarki 5000 km. Heildar vegalengd sérleiða verður að vera að minnsta kosti 3000 km.

Mile and Kilometre/Míla og kílómetri: Fyrir alla vörpun úr mílum í kílómetra eða öfugt skal míla reiknast sem 1,609344 kílómetrar.

Misconduct/Misferli: telst vera en þó ekki takmarkað við:

 • að móðga, sérstaklega með óviðeigandi(móðgandi?) merkjagjöf, skiltum eða málfari (rituðu eða töluðu),
 • árás (olnbogaskot, spörk, kýlingar, að slá einhvern, og svo framvegis).

National Championship/Landsmót: Mót skipulagt af akstursíþróttasambandi eða öðrum aðila með skriflegu samþykki akstursíþróttasambandsins.

National Competition/Landskeppni: Hver sú keppni sem ekki uppfyllir öll skilyrði til að geta talist alþjóðakeppni.

National Record/Landsmet: Met sett eða bætt samkvæmt reglum settum af akstursíþróttasambandi á landssvæði þess eða á landssvæði annars akstursíþróttasambands með áður fengnu leyfi þess síðarnefnda. Landsmet er talið flokks met ef árangurinn næst í einum af mörgum flokkum sem ökutæki sem til greina koma fyrir met eru flokkuð í eða heildar met ef árangurinn er bestur, óháð flokkum.

Official Programme/Formleg dagskrá: Skilyrt formlegt skjal útbúið af framkvæmdanefnd keppni þar sem fram koma upplýsingar til að upplýsa almenning um allt sem varðar keppnina.

Organiser/Keppnishaldari: Akstursíþróttasamband, akstursíþróttafélag eða annað hæft íþróttafélag.

Organising Committee/Framkvæmdanefnd: Hópur samþykktur af akstursíþróttasambandi með nauðsynlegt vald frá keppnishaldara til að halda keppni og framfylgja sérreglum.

Organising Permit/Leyfi til keppnishalds: Skjal gefið út af AKÍS sem heimilar keppnishald.

Outright World Record/Eiginlegt heimsmet: Met viðurkennt af FIA sem besta frammistaða ökutækis með ræsingu á ferð í kílómetrum eða mílum óháð flokki, klasa eða hóp.

Parade/Skrúðakstur: Sýning hóps ökutækja sem aka á hóflegum hraða.

Parc Fermé/Parc Fermé: Staðsetning sem keppanda er skylt að koma með ökutæki sitt/sín á eftir því sem kveðið er á um í viðeigandi reglum.

Parent ASN (in relation to licence-holders)/Viðeigandi akstursíþróttasamband (í samhengi við handhafa leyfis): Akstursíþróttasamband þess lands sem leyfishafi hefur ríkisfang í (landið sem gefur út vegabréf hans/hennar). Í tilfelli ESB atvinnukeppanda eða -ökumanns getur viðeigandi akstursíþróttasamband einnig átt við akstursíþróttasamband þess lands sem leyfishafinn hefur staðfesta varanlega búsetu í.

Parent ASN (in relation to international series)/Viðeigandi akstursíþróttasamband (í samhengi við alþjóðadeildir): Akstursíþróttasamband sem sótti um samþykkt fyrir deild sem, ef vitnað er í landsreglur í deildarreglum, ber ábyrgð á að framfylgja landsreglunum.

Participant/Þátttakandi: Einstaklingur sem hefur aðgang að fráteknum svæðum (Reserved Areas).

Passenger/Farþegi: Einstaklingur, annar en ökumaðurinn, fluttur með ökutæki, sem vegur ekki undir 60 kg með persónulegum búnaði.

Provisional Classification/Bráðabirgðaúrslit: Úrslit birt að lokinni viðkomandi lotu eða keppni. Þessum úrslitum má breyta í kjölfar ákvarðana dómnefndar.

Rally/Rally: Keppni á vegi með tilskildum meðalhraða ekin að hluta eða öllu leyti á vegum opnum almennri umferð. Rall samanstendur annað hvort af stakri leiðalýsingu sem allir bílar þurfa að fylgja eða nokkrum leiðalýsingum sem koma saman á fyrirfram ákveðnum punkti sem fylgja eða fylgja ekki sameiginlegum leiðum. Leiðin má innihalda eina eða fleiri sérleiðir, viðburði sem fram fara á vegum lokuðum almennri umferð, sem saman ákvarða úrslit Rallsins. Leiðalýsingarnar sem ekki eru sérleiðir kallast ferjuleiðir. Hraði á ferjuleið má aldrei hafa áhrif á úrslit keppninnar. Keppnir sem fara að hluta fram á vegum opnum almennri umferð en fela í sér sérleiðir á varanlegum eða hálf-varanlegum brautum sem eru samanlagt 20% eða meira af heildar vegalengd rallsins skulu, þegar kemur að málum sem varða verklag, teljast hraðakeppnir.

Record (also Land Speed Record)/Met (einnig hraðamet á landi): Besta frammistaða sem náðst hefur við tilteknar aðstæður sem lýst er í Reglubókinni.

Record Attempt/Metstilraun: Tilraun til að bæta landsmet, heimsmet, heildar heimsmet eða eiginlegt heimsmet samkvæmt því sem fram kemur í Reglubókinni.

Reserved Areas/Frátekin svæði: Svæði sem keppni fer fram á. Þau eru meðal annars, en ekki aðeins:

 • leiðin,
 • brautin,
 • pittstúka,
 • Parc Fermé,
 • þjónustugarðar eða svæði,
 • geymslusvæði,
 • pittsvæði,
 • svæði lokuð almenningi,
 • skoðunarsvæði,
 • svæði tekin frá fyrir fjölmiðla,
 • eldsneytisáfyllingarsvæði.

Slalom (also called Gymkhana, Motorkhana or similar meanings)/Svig: Keppni á lokaðri leið þar sem eitt ökutæki í einu ekur fyrirfram uppsetta þrautaleið og hæfni og tími aksturs ráða úrslitum.

Special Automobiles/Sérstök ökutæki: Farartæki á að minnsta kosti fjórum hjólum sem eru knúin öðrum hætti en gegnum hjólin.

Speedway/Hraðabraut: Varanleg braut með hámark 4 beygjum sem allar eru í sömu átt.

Start/Ræsing: Stundin þegar ökumaður eða margir ökumenn sem ræsa saman fá merki um að fara af stað.

Start Line/Ráslína: Fyrsta viðmiðunarlína, með eða án tímatöku.

Super Licence/Ofurkeppnisskírteini: Keppnisskírteini gert og útgefið af FIA til umsækjenda að því gefnu að þeir séu þegar handhafar keppnisskírteinis á landsvísu í samræmi við viðauka L og er skilyrði í tilteknum alþjóðlegum mótum FIA eins og kveðið er á um í viðeigandi reglum.

Supplementary Regulations/Sérreglur: Formlegt skjal gefið út af framkvæmdanefnd keppni í þeim tilgangi að skýra nánar framkvæmd keppninnar.

Suspension/Svipting: Svipting tekur af einstaklingi sem hún varðar, rétt til þátttöku, beinnar eða óbeinnar og í hvaða formi sem er, í (i) öllum keppnum höldnum af eða sem falla undir regluverk FIA eða akstursíþróttasambanda (eða settar eru undir vald þeirra), og (ii) hverskyns undirbúningsprófunum eða þjálfun í umsjón eða sem falla undir reglur FIA eða akstursíþróttasambandanna (eða settar eru undir vald þeirra) eða haldnar eru af félögum þeirra eða skírteinishöfum.

Test/Prófun: Viðurkennd keppni þar sem hver keppandi velur sinn prófunartíma innan þess tímabils sem kveðið er á um í reglum.

Touring Assembly/Hópakstur: Akstursíþróttaviðburður gerður í þeim tilgangi einum að safna saman þátttakendum á fyrirfram ákveðinn stað.

Trial/Próf: Keppni sem samanstendur af nokkrum prófunum vegalengdar eða hæfileika.

World Record/Heimsmet: Met viðurkennt af FIA sem besta frammistaða ökutækis í ákveðnum flokki, tegund eða hópi. Það eru Heimsmet fyrir ökutæki og sérstök ökutæki.