Reglur > Samanburður
Samanburður á
Rally flokkur Proto 2025
(útgáfudagur 12.11.2024)
og
Rally flokkur C (óbreyttir bílar án túrbínu) 2026
(útgáfudagur 20.10.2025)
| GREIN 1 SKILGREININGAR | GREIN 1 SKILGREININGAR | ||
| 1.1 | 1.1 | ||
| Reglur þessar gilda fyrir óbreytt ökutæki án forþjöppu. | Reglur Motorsport Ireland (Proto Car Technical Requirements 2021.pdf) gilda að svo miklu leyti sem við á. | ||
| 1.2 | |||
| Hæf ökutæki teljast þau sem skráð hafa verið sem venjulegar fólksbifreiðar hjá Samgöngustofu. | |||
| 1.3 | |||
| Allar breytingar á ökutækjum sem ekki eru leyfðar samkvæmt reglum þessum eru bannaðar. | |||
| 1.4 | |||
| Kvaðir á keppendur vegna auglýsingasamnings | |||
| 1.4.1 | |||
| Keppnishöldurum er heimilt að semja um kostun á nafni á mótaröðinni í flokknum gegn auglýsingum á ökutækjum. Skal upplýst um slíka kostun á heimasíðunni akis.is í síðasta lagi 15. mars ár hvert. | |||
| 1.4.2 | |||
| Keppendum er heimilt, gegn gjaldi, að hafna hugsanlegum kvöðum sem slík sala kann að fela í sér. Gjaldið skal reiknast sem tvöföld keppnisgjöld hverrar keppni. | |||
| 1.4.3 | |||
| Kaupi keppandi sig frá þessum kvöðum hafnar hann jafnframt þeim verðlaunum sem samningurinn kann að kveða á um. Þó verða stig til Íslandsmeistara reiknuð óháð þessu, sem og verðlaun sem keppnishaldari veitir, t.d. bikar. | |||
| 1.4.4 | |||
| Keppandi getur orðið Íslandsmeistari í flokknum þó hann kaupi sig frá þessum kvöðum. | |||
| GREIN 2 VÉL | |||
| 2.1 | |||
| Hámarks slagrými vélar ökutækis er 2.000 sm3 fyrir ökutæki með drifi á báðum öxlum, en 2.400 sm3 fyrir ökutæki með drifi á einum öxli. | |||
| 2.2 | |||
| Hámarks afl vélar er 160 hestöfl samkvæmt framleiðanda eða viðurkenndri aflmælingu AKÍS. | |||
| 2.3 | |||
| Eftirtalið er frjálst: | |||
| 2.3.1 | |||
| Inngjafarbarkar, | |||
| 2.3.2 | |||
| vatnslás, | |||
| 2.3.3 | |||
| kerti, | |||
| 2.3.4 | |||
| kertaþræðir, | |||
| 2.3.5 | |||
| snúningstakmarkarar, | |||
| 2.3.6 | |||
| loftsíur, eldsneytissíur, | |||
| 2.3.7 | |||
| skvettibúnaður í olíupönnu | |||
| 2.3.8 | |||
| rafstýribúnaður og | |||
| 2.3.9 | |||
| útblásturskerfi, annað en pústgrein. | |||
| 2.4 | |||
| Heimilt er að skipta um vél og viðeigandi rafkerfi, en vélin verður að hafa verið til í samskonar módeli/boddýi ökutækis, og hafi þannig vél fengist í ökutæki innfluttu af umboði viðkomandi framleiðanda á Íslandi. | |||
| 2.5 | |||
| Vél skal ekki vera úr nýrra módeli ökutækis nema leyft er að uppfæra vélar upp að 2.000 sm3 slagrými og 130 hö ef ökutæki eru þyngri en 1.300 kg. | |||
| 2.5.1 | |||
| Vél verður að koma frá sama framleiðanda og ökutækið. | |||
| 2.5.2 | |||
| Dæmi 1: Heimilt er að taka 115 ha. vél úr Subaru Impreza árgerð 1997 og setja í staðinn 125 ha. vél úr 1999 árgerð Subaru Impreza. | |||
| 2.5.3 | |||
| Dæmi 2: Leyft er að setja 125 ha mótor í Subaru Legacy að því gefnu að hann sé a.m.k. 1.300 kg samkvæmt skráningarskírteini. | |||
| 2.6 | |||
| Heimilt er að skipta um mótorpúða en staðsetning og fjöldi skal vera óbreyttur. | |||
| 2.7 | |||
| Óheimilt er að bora út vél meira en 0,5 mm. | |||
| GREIN 3 STÝRISBÚNAÐUR | |||
| 3.1 | |||
| Fjarlægja skal stýrislás. | |||
| 3.2 | |||
| Heimilt er að skipta um stýrishjól. | |||
| GREIN 4 DRIFRÁS | |||
| 4.1 | |||
| Gírkassi / sjálfskipting skal vera óbreytt. | |||
| 4.2 | |||
| Heimilt er að skipta um gírkassa / sjálfskiptingu. | |||
| 4.2.1 | |||
| Gírkassi / sjálfskipting skal vera úr fjöldaframleiddu ökutæki sömu tegundar sem flutt hefur verið inn af umboði viðkomandi framleiðanda hérlendis. | |||
| 4.3 | |||
| Raðskiptibúnaður (sequential) er bannaður. | |||
| 4.4 | |||
| Gírkassar með beinskornum tannhjólum (dog-box) og/eða þétthlutfalla (close-ratio) gírsett eða gírkassar eru bönnuð. | |||
| 4.5 | |||
| Tengslisdiskar eru frjálsir. | |||
| 4.6 | |||
| Drifhlutföll eru frjáls. | |||
| 4.7 | |||
| Driflæsing er leyfð á einum öxli. | |||
| 4.8 | |||
| Heimilt er að styrkja bita og aðrar festingar drifbúnaðar. | |||
| GREIN 5 YFIRBYGGING | |||
| 5.1 | |||
| Útlit og lögun skal vera óbreytt miðað við upphaflegt útlit ökutækis. | |||
| 5.2 | |||
| Styrking yfirbyggingar er frjáls. | |||
| 5.3 | |||
| Óheimilt er að fjarlægja efni úr yfirbyggingu, né setja annað í staðinn, nema um jafnþungt efni sé að ræða. | |||
| 5.4 | |||
| Sílsalistar og vindskeiðar eru frjálsar. | |||
| 5.5 | |||
| Rúður skulu vera upprunalegar. | |||
| 5.6 | |||
| Sé notuð yfirbygging (skel) ökutækis sem framleitt var með öflugri vél en leyfileg er samkvæmt reglum þessum, má skelin ekki vera léttari en framleiðsluþyngd. | |||
| 5.6.1 | |||
| Aðeins má nota yfirbygginguna (skelina) en ekki aðra hluti. | |||
| 5.6.2 | |||
| Dæmi: Subaru Impreza GT skel má ekki vera léttari en GL skel. | |||
| 5.7 | |||
| Aurhlífar skulu vera við öll hjól. | |||
| GREIN 6 UNDIRVAGN OG HJÓLABÚNAÐUR | |||
| 6.1 | |||
| Sporvídd og hjólhaf skal vera óbreytt. | |||
| 6.1.1 | |||
| Skekkjumörk eru 40mm. | |||
| 6.2 | |||
| Festingar hjólabúnaðar skulu vera upprunalegar. | |||
| 6.2.1 | |||
| Spyrnur og stífur eru frjálsar. | |||
| 6.2.2 | |||
| Fóðringar í spyrnum og stífum eru frjálsar. | |||
| 6.3 | |||
| Fjöðrun er frjáls en notast skal við upphaflega festipunkta hennar. | |||
| 6.3.1 | |||
| Skekkjumörk eru 25 mm. | |||
| 6.4 | |||
| Hemlar skulu vera af sömu stærð og gerð og upprunalega. | |||
| 6.4.1 | |||
| Heimilt er að setja diska og annan viðeigandi búnað að aftan í stað skála. | |||
| 6.4.2 | |||
| Hemlavökvi er frjáls | |||
| 6.4.3 | |||
| Efni í klossum og skóm er frjálst. | |||
| 6.5 | |||
| Stærð og gerð felga er frjáls. | |||
| 6.6 | |||
| Stærð og gerð hjólbarða er frjáls. | |||
| GREIN 7 ELDSNEYTISKERFI | |||
| 7.1 | |||
| Eldsneytistank er heimilt að staðsetja að vild utan ökumannsrýmis. | |||
| 7.1.1 | |||
| Stærð, tegund og gerð eldsneytistanks er frjáls. | |||
| 7.1.2 | |||
| Sé eldsneytistankur í farangursrými ökutækis skal vera fullnægjandi eldveggur milli þess og ökumannsrýmis. | |||
| 7.2 | |||
| Tegund, gerð og staðsetning eldsneytisdælu er frjáls. | |||
| GREIN 8 ANNAÐ | |||
| 8.1 | |||
| Rafkerfi er frjálst. | |||
| 8.2 | |||
| Innréttingu má fjarlægja að undanskildu mælaborði. | |||
| 8.3 | |||
| Rúðuupphalarar í framhurðum skulu vera til staðar og virka. | |||
| 8.4 | 1.1.a | ||
| Fjarlægja skal alla loftpúða úr ökumannsrými. | Þær er að finna [hér](https://www.motorsportireland.com/s/Proto-Car-Technical-Requirements-2021.pdf) | ||