Reglur > Samanburður
Samanburður á
Reglugerð AKÍS um keppnishald
(útgáfudagur 3.3.2023)
og
Reglugerð AKÍS um keppnishald
(útgáfudagur 27.3.2024)
GREIN 1 ALMENNT | GREIN 1 ALMENNT | ||
1.1 | 1.1 | ||
Reglugerð þessi gildir um allar keppnir í akstursíþróttum ökutækja á Íslandi sem heyra undir AKÍS og ber keppnishaldara að þekkja hana og fylgja. | Reglugerð þessi gildir um allar keppnir í akstursíþróttum ökutækja á Íslandi sem heyra undir AKÍS og ber keppnishaldara að þekkja hana og fylgja. | ||
1.2 | 1.2 | ||
Keppnir skal halda samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessari reglugerð, viðeigandi keppnisgreinareglum og sérreglum hverrar keppni. | Keppnir skal halda samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessari reglugerð, viðeigandi keppnisgreinareglum og sérreglum hverrar keppni. | ||
1.3 | 1.3 | ||
Gæti misræmis á þessari reglugerð og Reglubók FIA þá gilda reglur FIA. | Gæti misræmis á þessari reglugerð og Reglubók FIA þá gilda reglur FIA. | ||
1.4 | 1.4 | ||
Fulltrúar í keppnisráðum og öryggisráði skulu hafa gjaldfrjálsan aðgang að öllum keppnum og æfingum sem fram fara í keppnisgreinum sem undir þau heyra. Mælst er til að fulltrúar láti keppnishaldara viðkomandi keppni vita af sér fyrirfram. | Fulltrúar í keppnisráðum og öryggisráði skulu hafa gjaldfrjálsan aðgang að öllum keppnum og æfingum sem fram fara í keppnisgreinum sem undir þau heyra. Mælst er til að fulltrúar láti keppnishaldara viðkomandi keppni vita af sér fyrirfram. | ||
GREIN 2 KEPPNISDAGATAL | GREIN 2 KEPPNISDAGATAL | ||
2.1 | 2.1 | ||
Keppnisdagatal næsta keppnistímabils skal liggja frammi eigi síðar en 30. nóvember ár hvert. | Keppnisdagatal fyrir keppnir til Íslandsmeistara næsta keppnistímabils skal liggja frammi eigi síðar en 30. nóvember ár hvert. | ||
2.1.1 | |||
Æskilegt er að önnur mót s.s. bikarkeppnir séu einnig tilgreind á dagatali við útgáfu þess. | |||
2.2 | 2.2 | ||
Skráning keppni í keppnisdagatal AKÍS felur ekki í sér útgáfu AKÍS á leyfi til keppnishalds. | Skráning keppni í keppnisdagatal AKÍS felur ekki í sér útgáfu AKÍS á leyfi til keppnishalds. | ||
2.3 | 2.3 | ||
Hægt er að sækja um keppni á keppnisdagatal AKÍS fram að viku fyrir formannafund | Hægt er að sækja um keppni á keppnisdagatal AKÍS fram að viku fyrir formannafund. | ||
GREIN 3 ÍSLANDSMEISTARAMÓT | GREIN 3 ÍSLANDSMEISTARAMÓT | ||
GREIN 3.1 MÓTAFYRIRKOMULAG | GREIN 3.1 MÓTAFYRIRKOMULAG | ||
3.1.1 | 3.1.1 | ||
Formannafundur tekur ákvörðun um fyrirkomulag Íslandsmeistaramóts einstakra keppnisgreina. | Formannafundur tekur ákvörðun um fyrirkomulag Íslandsmeistaramóts einstakra keppnisgreina. | ||
3.1.2 | 3.1.2 | ||
Íslandsmeistaramót getur verið ein keppni eða margar keppnir. | Íslandsmeistaramót getur verið ein keppni eða margar keppnir. | ||
3.1.2.a | 3.1.2.a | ||
Þegar Íslandsmeistararmót er margar keppnir þarf það að vera að lágmarki þrjár keppnir: | Þegar Íslandsmeistararmót er margar keppnir þarf það að vera að lágmarki þrjár keppnir: | ||
3.1.2.a.i | 3.1.2.a.i | ||
Lágmarksfjöldi ökutækja sem fá rásleyfi við keppnisskoðun í hverjum keppnisflokki skal vera tvö til að úrslit telji til meistarastiga. | Lágmarksfjöldi ökutækja sem fá rásleyfi við keppnisskoðun í hverjum keppnisflokki skal vera tvö til að úrslit telji til meistarastiga. | ||
3.1.2.a.ii | 3.1.2.a.ii | ||
Keppni getur, vegna aukins umfangs, haft aukið vægi við útreikning íslandsmeistarastiga. Skal kveðið á um forsendur fyrir auknu vægi í keppnisgreinarreglum. | Keppni getur, vegna aukins umfangs, haft aukið vægi við útreikning meistarastiga. Skal kveðið á um forsendur fyrir auknu vægi í keppnisgreinarreglum. | ||
3.1.2.b | 3.1.2.b | ||
Þegar Íslandsmeistaramót er ein keppni skal lágmarksfjöldi ökutækja sem fá rásleyfi við keppnisskoðun í hverjum keppnisflokki vera fimm til að úrslit hans telji til meistarastiga. | Þegar Íslandsmeistaramót er ein keppni skal lágmarksfjöldi ökutækja sem fá rásleyfi við keppnisskoðun í hverjum keppnisflokki vera fimm til að úrslit hans telji til meistarastiga. | ||
GREIN 3.2 KEPPNISFLOKKAR | GREIN 3.2 KEPPNISFLOKKAR | ||
3.2.1 | 3.2.1 | ||
Keppnishaldari sækir um að halda keppni í Íslandsmeistaramóti á tiltekinni dagsetningu og skuldbindur sig með því til að taka á móti skráningum í þeim flokkum greinarreglna sem hann tiltekur í umsókninni. | Keppnishaldari sækir um að halda keppni í Íslandsmeistaramóti á tiltekinni dagsetningu og skuldbindur sig með því til að taka á móti skráningum í þeim flokkum greinarreglna sem hann tiltekur í umsókninni. | ||
3.3 SKRÁNING STIGA TIL ÍSLANDSMEISTARA | |||
3.3.1 | |||
Innan fimm daga frá lokum keppni í Íslandsmeistaramóti skal keppnishaldari skila inn stigum til Íslandsmeistara fyrir alla keppendur og ökumenn til skrifstofu AKÍS. | |||
GREIN 4 LEYFI TIL KEPPNISHALDS | GREIN 4 LEYFI TIL KEPPNISHALDS | ||
GREIN 4.1 UMSÓKN UM LEYFI TIL KEPPNISHALDS | GREIN 4.1 UMSÓKN UM LEYFI TIL KEPPNISHALDS | ||
4.1.1 | 4.1.1 | ||
Umsókn um leyfi til keppnishalds fyrir akstursíþróttakeppni stofnast sjálfvirkt við stofnun keppni í mótakerfi AKÍS. | Umsókn um leyfi til keppnishalds fyrir akstursíþróttakeppni stofnast sjálfvirkt við stofnun keppni í mótakerfi AKÍS. | ||
4.1.2 | 4.1.2 | ||
AKÍS gefur út leyfi til keppnishalds að uppfylltum þeim skilyrðum sem Reglubók FIA og reglur AKÍS kveða á um með staðfestingu keppninnar í mótakerfi AKÍS. | AKÍS gefur út leyfi til keppnishalds að uppfylltum þeim skilyrðum sem Reglubók FIA og reglur AKÍS kveða á um með staðfestingu keppninnar í mótakerfi AKÍS. | ||
GREIN 4.2 SKRÁNINGARFRESTUR ÍSLANDSMEISTARAKEPPNA | GREIN 4.2 SKRÁNINGARFRESTUR ÍSLANDSMEISTARAKEPPNA | ||
4.2.1 | 4.2.1 | ||
Keppni skal skrá í mótakerfi AKÍS að minnsta kosti 15 dögum áður en ráðgert er að halda hana. | Keppni skal skrá í mótakerfi AKÍS að minnsta kosti 20 dögum áður en ráðgert er að hún hefjist. | ||
4.2.1.a | |||
Dagskrá keppni og sérreglur skulu vera aðgengilegar öllum í mótakerfi AKÍS að minnsta kosti 15 dögum áður en ráðgert er að hún hefjist. | |||
4.2.2 | 4.2.2 | ||
Skráningarfresti skal ljúka í síðasta lagi sólarhring áður en keppni hefst. | Skráningarfresti skal ljúka í síðasta lagi sólarhring áður en keppni hefst. | ||
4.2.3 | 4.2.3 | ||
Undir sérstökum kringumstæðum þar sem keppni er sett á vegna aðstæðna sem skapast (til dæmis ísakstur eftir frostakafla), getur stjórn AKÍS heimilað styttri skráningarfrest. | Undir sérstökum kringumstæðum þar sem keppni er sett á vegna aðstæðna sem skapast (til dæmis ísakstur eftir frostakafla), getur stjórn AKÍS heimilað styttri skráningarfrest. | ||
GREIN 4.3 SKRÁNING KEPPENDA | GREIN 4.3 SKRÁNING KEPPENDA | ||
4.3.1 | 4.3.1 | ||
Öll skráning keppenda í keppni skal gerð rafrænt í gegnum mótakerfi AKÍS. | Öll skráning keppenda í keppni skal gerð rafrænt í gegnum mótakerfi AKÍS. | ||
GREIN 5 KEPPENDUR OG ÖKUMENN | GREIN 5 KEPPENDUR OG ÖKUMENN | ||
GREIN 5.1 ÞÁTTTÖKURÉTTUR Í AKSTURSKEPPNUM | GREIN 5.1 ÞÁTTTÖKURÉTTUR Í AKSTURSKEPPNUM | ||
5.1.1 | 5.1.1 | ||
Lögaðili sem skráður er í akstursíþróttafélag innan vébanda AKÍS hefur rétt til þátttöku í aksturskeppnum og telst þar keppandi uppfylli hann öll tilskilin skilyrði og fái útgefið fyrir sig keppnisleyfi. | Lögaðili sem skráður er í akstursíþróttafélag innan vébanda AKÍS hefur rétt til þátttöku í aksturskeppnum og telst þar keppandi uppfylli hann öll tilskilin skilyrði og fái útgefið fyrir sig keppnisleyfi. | ||
5.1.2 | 5.1.2 | ||
Hlutgengi keppanda og ökumanns er háð aðild að akstursíþróttafélagi innan ÍSÍ sem er í skilum með skýrslugerðir í samræmi við grein 8.1 í lögum ÍSÍ. | Hlutgengi keppanda og ökumanns er háð aðild að akstursíþróttafélagi innan ÍSÍ sem er í skilum með skýrslugerðir í samræmi við grein 8.1 í lögum ÍSÍ. | ||
5.1.3 | 5.1.3 | ||
Ökumaður keppir aðeins fyrir eitt akstursíþróttafélag á hverju keppnistímabili. | Keppandi og ökumaður keppa aðeins fyrir eitt akstursíþróttafélag á hverju keppnistímabili. | ||
5.1.4 | 5.1.4 | ||
Félagaskipti þurfa að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ökumanns á hverju keppnistímabili og öðlast viðkomandi keppnisrétt strax. | Félagaskipti þurfa að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ökumanns á hverju keppnistímabili og öðlast viðkomandi keppnisrétt strax. | ||
5.1.5 | 5.1.5 | ||
Skráningargjald til keppnishaldara skal greitt við skráningu í keppni. | Skráningargjald til keppnishaldara skal greitt við skráningu í keppni. | ||
5.1.6 | 5.1.6 | ||
Ökumaður skal framvísa gildu ökuskírteini við innskráningu á keppnisstað til að fá að taka þátt í keppni. | Til að fá að taka þátt í keppni skal ökumaður við innskráningu á keppnisstað sýna fram á að hann hafi gild ökuréttindi. | ||
5.1.6.a | 5.1.6.a | ||
Hafi hann ekki náð tilætluðum aldri til að geta fengið gild ökuréttindi þarf skriflegt samþykki forráðamanns fyrir þátttöku í keppni. | Ökumaður sem uppfyllir skilyrði 41. greinar umferðalaga, nr. 77/2019, um undanþágu frá ökuréttindum þarf ekki að framvísa ökuskírteini, liggi fyrir heimild lögreglu fyrir undanþágu um ökuréttindi. | ||
5.1.7 | 5.1.7 | ||
Keppandi eða ökumaður sem ekki hefur náð 18 ára aldri skal framvísa undirrituðu samþykki forráðamanns fyrir þátttöku í keppni. | Keppandi eða ökumaður sem ekki hefur náð 18 ára aldri skal framvísa undirrituðu samþykki forráðamanns fyrir þátttöku í keppni. | ||
5.1.8 | 5.1.8 | ||
Upplýsingar um gilda aðild keppanda og ökumanns að akstursíþróttafélagi innan vébanda AKÍS verða að liggja fyrir í mótakerfi AKÍS áður en keppni hefst. | Upplýsingar um gilda aðild keppanda og ökumanns að akstursíþróttafélagi innan vébanda AKÍS verða að liggja fyrir í mótakerfi AKÍS áður en hægt er að veita viðkomandi rásheimild. | ||
GREIN 5.2 FRAMKOMA OG ÁBYRGÐ | GREIN 5.2 FRAMKOMA OG ÁBYRGÐ | ||
5.2.1 | 5.2.1 | ||
Reykingar (þar með taldar rafsígarettur eða sambærilegur búnaður hverskonar) keppanda og allra einstaklinga á hans vegum eru bannaðar á öllum fráteknum svæðum að viðlagðri refsingu. | Reykingar (þar með taldar rafsígarettur eða sambærilegur búnaður hverskonar) keppanda og allra einstaklinga á hans vegum eru bannaðar á öllum fráteknum svæðum að viðlagðri refsingu. | ||
5.2.1.a | 5.2.1.a | ||
Keppnishaldari getur skilgreint svæði þar sem reykingar eru heimilar, utan frátekinna svæða. | Keppnishaldari getur skilgreint svæði þar sem reykingar eru heimilar, utan frátekinna svæða. | ||
GREIN 5.3 ÞJÓNUSTULIÐ | GREIN 5.3 ÞJÓNUSTULIÐ | ||
5.3.1 | 5.3.1 | ||
Keppnishaldara er heimilt að krefja keppanda um skil á lista yfir alla þá sem eru í þjónustuliði hans sé þess getið í sérreglum keppni. | Keppnishaldara er heimilt að krefja keppanda um skil á lista yfir alla þá sem eru í þjónustuliði hans sé þess getið í sérreglum keppni. | ||
GREIN 6 DÓMNEFND | GREIN 6 DÓMNEFND | ||
GREIN 6.1 SKIPAN | GREIN 6.1 SKIPAN | ||
6.1.1 | 6.1.1 | ||
Dómnefnd skal skipuð að minnsta kosti þremur hæfum einstaklingum. | Dómnefnd skal skipuð að minnsta kosti þremur hæfum einstaklingum. | ||
6.1.1.a | 6.1.1.a | ||
Í keppnum Íslandsmeistaramóts skipar stjórn AKÍS formann dómnefndar. | Í keppnum Íslandsmeistaramóts skipar stjórn AKÍS formann dómnefndar. | ||
6.1.1.b | 6.1.1.b | ||
Framkvæmdanefnd skipar formann dómnefndar í keppnum öðrum en Íslandsmeistara keppnum. | Framkvæmdanefnd skipar formann dómnefndar í keppnum öðrum en Íslandsmeistara keppnum. | ||
6.1.2 | 6.1.2 | ||
Formaður dómnefndar skal hafa gild réttindi til setu í dómnefnd útgefin af AKÍS. | Formaður dómnefndar skal hafa gild réttindi til setu í dómnefnd, útgefin af AKÍS. | ||
6.1.3 | 6.1.3 | ||
Í keppnum Íslandsmeistaramóts greiðir AKÍS ferðakostnað ásamt gistingu formanns dómnefndar á keppnisstað, ef ferðast þarf milli landshluta. | Í keppnum Íslandsmeistaramóts greiðir AKÍS ferðakostnað formanns dómnefndar á keppnisstað, ásamt gistingu, ef ferðast þarf milli landshluta. | ||
6.1.3.a | 6.1.3.a | ||
Keppnishaldari greiðir uppihald. | Keppnishaldari greiðir uppihald. | ||
GREIN 7 STARFSFÓLK KEPPNI | GREIN 7 STARFSFÓLK KEPPNI | ||
GREIN 7.1 ALMENNT UM STARFSFÓLK | GREIN 7.1 ALMENNT UM STARFSFÓLK | ||
7.1.1 | 7.1.1 | ||
Dómnefndarmenn, keppnisstjóri, skoðunarmenn og öryggisfulltrúar skulu vera af listum AKÍS yfir samþykkta starfsmenn í þessi störf. | Formaður dómnefndar, keppnisstjóri, skoðunarmaður og öryggisfulltrúi skulu vera af listum AKÍS yfir samþykkta starfsmenn í þessi störf. | ||
GREIN 7.2 KEPPNISSTJÓRI | GREIN 7.2 KEPPNISSTJÓRI | ||
7.2.1 | 7.2.1 | ||
Keppnisstjóri/brautarstjóri má hvorki starfa sem öryggisfulltrúi né skoðunarmaður. | Keppnisstjóri/brautarstjóri má hvorki starfa sem öryggisfulltrúi né skoðunarmaður. | ||
7.2.2 | |||
Keppnisstjóri/brautarstjóri skal upplýsa öryggisfulltrúa um öll slys og meiriháttar óhöpp sem verða við undirbúning og framkvæmd keppni. | |||
GREIN 7.3 ÖRYGGISFULLTRÚI | GREIN 7.3 ÖRYGGISFULLTRÚI | ||
7.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu. | |||
7.3.1 | |||
Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu. | |||
7.3.2 | 7.3.2 | ||
Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því. | Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því. | ||
7.3.3 | 7.3.3 | ||
Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir. | Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir. | ||
7.3.4 | 7.3.4 | ||
Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur. | Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur. | ||
7.3.4.a | 7.3.4.a | ||
Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur. | Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur. | ||
7.3.5 | 7.3.5 | ||
Öryggisfulltrúi skal senda skýrslu inn til AKÍS innan 14 daga eftir að keppni lýkur sem inniheldur upplýsingar um hvernig keppni fór fram. | Öryggisfulltrúi skal senda skýrslu inn til AKÍS innan 14 daga eftir að keppni lýkur sem inniheldur upplýsingar um hvernig keppni fór fram. | ||
GREIN 7.4 VIÐBRAGÐSAÐILI | GREIN 7.4 VIÐBRAGÐSAÐILI | ||
7.4.1 | 7.4.1 | ||
Að minnsta kosti ein sjúkra-/björgunarbifreið ásamt áhöfn skal vera viðstödd alla keppnina. | Að minnsta kosti ein sjúkra-/björgunarbifreið ásamt áhöfn skal vera viðstödd alla keppnina. | ||
7.4.2 | 7.4.2 | ||
Verði slys á fólki í keppni skal viðbragðsaðili ávallt kallaður til. | Verði slys á fólki í keppni skal viðbragðsaðili ávallt kallaður til. | ||
7.4.3 | 7.4.3 | ||
Ef ökutæki veltur eða lendir í árekstri skal viðbragðsaðili skoða viðkomandi áhöfn og gefa fyrirmæli um frekara eftirlit ef nauðsyn krefur. | Ef ökutæki veltur eða lendir í árekstri skal viðbragðsaðili skoða viðkomandi áhöfn og gefa fyrirmæli um frekara eftirlit ef nauðsyn krefur. | ||
7.4.4 | 7.4.4 | ||
Viðbragðsaðili skal hafa meðferðis nauðsynlegan búnað til að veita fyrstu hjálp. | Viðbragðsaðili skal hafa meðferðis nauðsynlegan búnað til að veita fyrstu hjálp. | ||
7.5 SKOÐUNARMAÐUR | |||
7.5.1 | |||
Velti ökutæki eða lendi í árekstri skal skoðunarmaður hið fyrsta skoða viðkomandi ökutæki og ákveða með frekari þátttöku þess, uppfylli það tilskyldar kröfur um öryggi og virkni. | |||
GREIN 8 FRAMKVÆMD KEPPNI | GREIN 8 FRAMKVÆMD KEPPNI | ||
Allar keppnir skulu haldnar á svæðum sem bjóða upp á leiðir sem hæfa keppnishaldi í viðkomandi keppnisgrein ásamt aðstöðu fyrir keppendur, ökumenn, starfsmenn og áhorfendur. | Allar keppnir skulu haldnar á svæðum sem bjóða upp á leiðir sem hæfa keppnishaldi í viðkomandi keppnisgrein ásamt aðstöðu fyrir keppendur, ökumenn, starfsmenn og áhorfendur. | ||
GREIN 8.1 KEPPENDAFUNDUR | GREIN 8.1 KEPPENDAFUNDUR | ||
8.1.1 | 8.1.1 | ||
Fundur keppnisstjóra með keppendum og ökumönnum skal haldinn fyrir keppni. | Fundur keppnisstjóra með keppendum og ökumönnum skal haldinn fyrir keppni. | ||
GREIN 8.2 ÖRYGGISMÁL | GREIN 8.2 ÖRYGGISMÁL | ||
8.2.1 | 8.2.1 | ||
Meðan á keppni stendur skulu eftirfarandi öryggisatriði vera til taks fyrir viðeigandi starfsmenn: | Meðan á keppni stendur skulu eftirfarandi öryggisatriði vera til taks fyrir viðeigandi starfsmenn: | ||
8.2.1.a | 8.2.1.a | ||
Sjúkrakassi eða annar viðeigandi búnaður til skyndihjálpar. | Sjúkrakassi eða annar viðeigandi búnaður til skyndihjálpar. | ||
8.2.1.b | 8.2.1.b | ||
Slökkvitæki sem henta á óvænta smáelda (auk slökkvitækja samkvæmt greinareglum hverju sinni). | Slökkvitæki sem henta á óvænta smáelda (auk slökkvitækja samkvæmt greinareglum hverju sinni). | ||
8.2.1.c | 8.2.1.c | ||
Sími eða annar fjarskiptabúnaður sem hentar til að kalla til opinbera viðbragðsaðila og yfirvöld ef þörf krefur. | Sími eða annar fjarskiptabúnaður sem hentar til að kalla til opinbera viðbragðsaðila og yfirvöld ef þörf krefur. | ||
8.2.2 | 8.2.2 | ||
Keppnishaldari skal tryggja nægjanlegan fjölda starfsmanna til að: | Keppnishaldari skal tryggja nægjanlegan fjölda starfsmanna til að: | ||
8.2.2.a | 8.2.2.a | ||
Stjórna áhorfendum, keppendum, ökumönnum og öllum öðrum á fráteknum svæðum. | Stjórna áhorfendum, keppendum, ökumönnum og öllum öðrum á fráteknum svæðum. | ||
8.2.2.b | 8.2.2.b | ||
Stjórna umferð ökutækja. | Stjórna umferð ökutækja. | ||
8.2.2.c | 8.2.2.c | ||
Hafa eftirlit með framkvæmdinni. | Hafa eftirlit með framkvæmdinni. | ||
8.2.3 | 8.2.3 | ||
Öllum starfsmönnum skal kynnt notkun slökkvitækja og hvernig bregðast skuli við þeim atburðum sem kunna að gerast á meðan á keppni stendur. | Öllum starfsmönnum skal kynnt notkun slökkvitækja og hvernig bregðast skuli við þeim atburðum sem kunna að gerast á meðan á keppni stendur. | ||
8.2.4 | 8.2.4 | ||
Allir starfsmenn keppninnar skulu klæddir í öryggisvesti eða annan viðeigandi sýnileikafatnað og aðgreindir frá áhorfendum og öðrum þátttakendum viðburðarins. | Allir starfsmenn keppninnar skulu klæddir í öryggisvesti eða annan viðeigandi sýnileikafatnað og aðgreindir frá áhorfendum og öðrum þátttakendum viðburðarins. | ||
8.2.5 | 8.2.5 | ||
Undir engum kringumstæðum má leyfa almenna umferð tækja eða gangandi fólks inn á leiðum meðan á keppni stendur. | Undir engum kringumstæðum má leyfa almenna umferð tækja eða gangandi fólks inn á leiðum meðan á keppni stendur. | ||
8.2.6 | 8.2.6 | ||
Telji keppnisstjóri eða öryggisfulltrúi að loka þurfi pittsvæði fyrir óviðkomandi, er það heimilt, til dæmis með skráningu á aðstoðarmönnum keppenda. | Telji keppnisstjóri eða öryggisfulltrúi að loka þurfi pittsvæði fyrir óviðkomandi, er það heimilt, til dæmis með skráningu á aðstoðarmönnum keppenda. | ||
8.2.7 | 8.2.7 | ||
Tryggja skal að olíur og aðrir vökvar fari ekki niður í jarðveginn, meðal annars með því að keppendur noti hlífðardúka þegar unnið er með olíur og eldsneyti og úrgangsolíu sé safnað í viðurkennda olíutanka. | Tryggja skal að olíur og aðrir vökvar fari ekki niður í jarðveg, meðal annars með því að keppendur noti hlífðardúka þegar unnið er með olíur og eldsneyti og úrgangsolíu sé safnað í viðurkennda olíutanka. | ||
8.2.8 | 8.2.8 | ||
Endurnýtanlegur úrgangur skal flokkaður og skilað til endurnýtingar. | Endurnýtanlegur úrgangur skal flokkaður og skilað til endurnýtingar. | ||
8.2.9 | 8.2.9 | ||
Spilliefnum skal skilað til viðurkenndra móttökuaðila. | Spilliefnum skal skilað til viðurkenndra móttökuaðila. | ||
GREIN 8.3 FRESTUN OG FRAMHALD KEPPNI | GREIN 8.3 FRESTUN OG FRAMHALD KEPPNI | ||
8.3.1 | 8.3.1 | ||
Framhaldskeppni | Framhaldskeppni | ||
8.3.1.a | 8.3.1.a | ||
Sé keppni hafin og ekki hægt að halda henni áfram vegna utanaðkomandi ástæðna eins og til dæmis veðurs eða birtu er heimilt að halda sérstaka framhaldskeppni áður en næsta keppni hefst eða innan 30 daga sé um að ræða síðustu keppni keppnistímabilsins. | Sé keppni hafin og ekki hægt að halda henni áfram vegna utanaðkomandi ástæðna eins og til dæmis veðurs eða birtu er heimilt að halda sérstaka framhaldskeppni áður en næsta keppni hefst eða innan 30 daga sé um að ræða síðustu keppni keppnistímabilsins. | ||
8.3.1.b | 8.3.1.b | ||
Nýja dagsetningu framhaldskeppni þarf að tilkynna AKÍS og keppendur eru aðeins þeir sömu og hófu upphaflegu keppnina. | Nýja dagsetningu framhaldskeppni þarf að tilkynna AKÍS og keppendur eru aðeins þeir sömu og hófu upphaflegu keppnina. | ||
8.3.2 | 8.3.2 | ||
Frestun keppni | Frestun keppni | ||
8.3.2.a | 8.3.2.a | ||
Verði af einhverjum ástæðum að fresta keppni sem komið er keppnisleyfi fyrir eiga þegar skráðir keppendur rétt á því að keppa í hinni frestuðu keppni án sérstaks gjalds. | Verði af einhverjum ástæðum að fresta keppni sem komið er keppnisleyfi fyrir eiga þegar skráðir keppendur rétt á því að keppa í hinni frestuðu keppni án sérstaks gjalds. | ||
8.3.2.b | 8.3.2.b | ||
Við frestun keppni ber keppnishaldara að sækja um samþykki fyrir nýrri keppnisdagsetningu til AKÍS. | Við frestun keppni ber keppnishaldara að sækja um samþykki fyrir nýrri keppnisdagsetningu til AKÍS. | ||
8.3.2.c | 8.3.2.c | ||
Keppnishaldara er heimilt að opna fyrir skráningu að nýju þegar samþykki fyrir nýrri dagsetningu liggur fyrir, enda sé það sérstaklega auglýst. | Keppnishaldara er heimilt að opna fyrir skráningu að nýju þegar samþykki fyrir nýrri dagsetningu liggur fyrir, enda sé það sérstaklega auglýst. | ||
8.3.3 | 8.3.3 | ||
Útskipting keppnishaldara | Útskipting keppnishaldara | ||
8.3.3.2 | 8.3.3.a | ||
Fari keppnishaldari fram á að veita öðrum aðila réttinn til að halda keppni sem er á dagatali geti stjórn fjallað um það erindi og fundið/leyft nýjan keppnishaldara. | Treysti keppnishaldari sér ekki til að halda Íslandsmeistarakeppni sem er á keppnisdagatali getur stjórn AKÍS fengið annan keppnishaldara til að halda keppnina. | ||
8.3.3.1 | 8.3.3.b | ||
Treysti keppnishaldari sér ekki til að halda keppni geti stjórn AKÍS fengið annan keppnishaldara til að keppnin falli ekki af dagskrá. | Fari keppnishaldari fram á að veita öðrum aðila réttinn til að halda Íslandfsmeistarakeppni sem er á keppnisdagatali, getur stjórn AKÍS leyft breytingu á keppnishaldara. | ||
GREIN 8.4 AKSTUR | GREIN 8.4 AKSTUR | ||
8.4.1 | 8.4.1 | ||
Loka skal fyrir óviðkomandi akstur inn á leið áður en keppni hefst. | Loka skal fyrir óviðkomandi akstur inn á leið áður en keppni hefst. | ||
8.4.2 | 8.4.2 | ||
Öll slys sem kunna að verða við framkvæmd keppni skal umsvifalaust tilkynna til starfsmanna sem skulu bregðast við í samræmi við alvarleika. | Öll slys sem kunna að verða við framkvæmd keppni skal umsvifalaust tilkynna til starfsmanna sem skulu bregðast við í samræmi við alvarleika. | ||
8.4.2.a | 8.4.2.a | ||
Keppnisstjóri ber ábyrgð á að öryggisfulltrúa sé tilkynnt um öll slys. | Keppnisstjóri ber ábyrgð á að öryggisfulltrúa sé tilkynnt um öll slys. | ||
8.4.3 | 8.4.3 | ||
Slasist áhorfandi eða ef alvarlegt slys verður skal stöðva keppni eins fljótt og unnt er nema hægt sé að mati keppnisstjóra að tryggja viðeigandi viðbragð og aðstoð án þess með öruggum og skjótum hætti. | Slasist áhorfandi eða ef alvarlegt slys verður skal stöðva keppni eins fljótt og unnt er nema hægt sé að mati keppnisstjóra að tryggja viðeigandi viðbragð og aðstoð án þess með öruggum og skjótum hætti. | ||
8.4.3.a | 8.4.3.a | ||
Ákvörðun um áframhald keppni er tekin af dómnefnd og öryggisfulltrúa í sameiningu. | Ákvörðun um áframhald keppni er tekin af dómnefnd og öryggisfulltrúa í sameiningu. | ||
8.4.4 | 8.4.4 | ||
Keppnisstjóri skal aðstoða við öflun allra gagna sem yfirvöld kunna að vilja skoða ef slys verður. | Keppnisstjóri skal aðstoða við öflun allra gagna sem yfirvöld kunna að vilja skoða ef slys verður. | ||
GREIN 9 SKRÁNING STIGA TIL ÍSLANDSMEISTARA | |||
9.1 | |||
Innan fimm daga frá lokum keppni í Íslandsmeistaramóti skal keppnishaldari skila inn stigum til Íslandsmeistara fyrir alla keppendur og ökumenn til skrifstofu AKÍS. | |||