Reglur > Keppnisgreinarreglur fyrir kappakstur 2024

Útgáfudagur 30.12.2023
Bera saman við aðra útgáfu
GREIN 1 ALMENNT
GREIN 1.1 GILDISSVIÐ
1.1.1

Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir í kappakstri.

1.1.1.a

Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum í keppnum öðrum en Íslandsmeistarakeppnum.

1.1.2

Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessum keppnisgreinarreglum og sérreglum hverrar keppni.

1.1.3

Gæti misræmis á þessum keppnisgreinarreglum og Reglubók FIA þá gilda reglur FIA.

GREIN 2 SKRÁNING
GREIN 2.1 KEPPENDUR OG ÖKUMENN
2.1.1

Keppanda er heimilt að skrá sig mörgum sinnum í hvern flokk í hverri keppni.

2.1.2

Ekki er heimilt að tveir eða fleiri ökumenn keppi á sama ökutæki í hverri keppni.

2.1.2.a

Hver ökumaður má aðeins aka einu ökutæki í hverjum flokki.

2.1.3

Ökumaður skal hafa mætt á að lágmarki eina æfingu á þeirri braut sem keppnin fer fram á.

2.1.3.a

Keppnisstjóra er heimilt að falla frá þessari reglu telji hann ökumann hafa reynslu sem gefur tilefni til þess.

2.1.4

Keppnishaldara er heimilt að bjóða upp á sérstakan unglingaflokk í öllum flokkum og skal þá taka á móti skráningum í slíka flokka undir heiti þeirra að viðbættu orðinu JUNIOR (STANDARD 1000 verður þá STANDARD 1000 JUNIOR o.s.frv.).

2.1.5

Í unglingaflokkum (flokkar með "JUNIOR" í heiti sínu) má sá keppa sem verður að minnsta kosti 15 ára á árinu þar til sá verður 17 ára á árinu.

GREIN 2.2 ÖKUTÆKI
2.2.1

Hvert ökutæki má aðeins nota í einum flokk í hverri keppni.

2.2.2

Ekki er heimilt að skipta út ökutæki í keppni eftir að skoðun lýkur.

GREIN 3 KEPPNI
GREIN 3.1 ALMENNT
3.1.1

Á meðan á keppni stendur má einungis ökumaður vera í ökutæki.

3.1.2

Ræsing á ferð er framkvæmd án fylgdarbíls frá ráspól nema sérreglur kveði á um annað.

3.1.2.a

Þegar ræst er án fylgdarbíls er ökutækjum ætlað að aka í línu á eigin vegum að ráslínu í rásröð.

3.1.3

Keppandi, ökumaður eða liðstjóri skal alltaf vera við ökutæki meðan á keppni stendur.

3.1.4

Keppandi má hafa tvo aðstoðarmenn inni á pittsvæði og ber á þeim fulla ábyrgð.

3.1.4.a

Keppnishaldara er heimilt að leyfa fleiri aðstoðarmenn á þeim forsendum sem hann ákveður.

3.1.5

Um hegðun ökumanna í brautarakstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum.

3.1.5.a

Nánar má kveða á um aksturshegðun í sérreglum eða með tilkynningum á upplýsingatöflu.

GREIN 3.2 BRAUTIN
3.2.1

Brautin skal vera með hægri og vinstri beygjum og ekki meiri hæðarmun en svo að hún henti til brautaraksturs í þeim flokkum sem keppt er í.

3.2.2

Brautarlengd skal vera á milli 0,5 km og 10 km. Lágmarks breidd brautar er 6 metrar.

GREIN 3.3 PITTURINN
3.3.1

Afmarka skal svæði fyrir pitt þar sem ökutæki skulu vera á milli þess sem þau keppa.

3.3.2

Pittsvæðið skal vera vel merkt og staðsett þannig að frá því sé auðvelt að komast á og af brautinni.

3.3.3

Inn- og útkeyrsla af pittsvæði skal merkt með skýrum hætti.

3.3.4

Pittur skal vera það stór að þar sé að minnsta kosti pláss fyrir öll keppnistæki, alla keppendur, ökumenn, þjónustuliða og brautarstarfsmenn sem þar gegna skyldum.

3.3.5

Innan pittsins skal afmarka einn reit fyrir hvert ökutæki og þjónustulið þess sem það hefur til afnota.

3.3.5.a

Ökumaður skal aka beint í og úr sínu afmarkaða svæði í pittinum og forðast að koma í svæði annarra ökutækja en síns eigin.

3.3.6

Spól er stranglega bannað á pittsvæði.

3.3.7

Á pittsvæði er 15 km/klst hámarkshraði, nema annað sé tekið fram í íþróttareglum eða tilkynningu á upplýsingatöflu, og skal aka þar með fyllstu gát.

GREIN 3.4 SKOÐUN
3.4.1

Ökumaður skal vera við ökutæki sitt meðan skoðun fer fram.

3.4.1.a

Við skoðun skal ökumaður vera í keppnisgalla og með allan persónulegan öryggisbúnað meðferðis.

GREIN 4 KEPPNISFYRIRKOMULAG
GREIN 4.1 ALMENNT
4.1.1

Keppnin skiptist í tímatökuæfingu og tvær kappaksturslotur.

4.1.1.a

Tímatökuæfing skal vera 10-45 mínútna löng og lengd hennar tiltekin í sérreglum.

4.1.1.b

Keppnisstjóra er heimilt að skipta ökutækjum í hópa á tímatökuæfingu.

4.1.1.c

Lengd fyrri kappaksturslotu skal vera sá fjöldi hringja á brautinni sem skila u.þ.b. 20-30 mínútna kappakstri fyrir þann flokk ökutækja hennar sem hægast er talinn aka.

4.1.1.d

Lengd seinni kappaksturslotu skal vera sá fjöldi hringja á brautinni sem skila u.þ.b. 30-40 mínútna kappakstri fyrir þann flokk ökutækja hennar sem hægast er talinn aka.

4.1.1.e

Lengd kappaksturslota skal koma fram í sérreglum.

4.1.1.f

Að minnsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli kappaksturslota.

4.1.2

Uppröðun ökutækja í fyrri kappaksturslotu ræðst af úrslitum tímatökuæfingar og uppröðun í síðari kappaksturslotu ræðst af úrslitum þeirrar fyrri.

4.1.2.a

Þó skal í síðari kappaksturslotunni snúa rásröð þeirra sem lentu í sætum 1-10 þannig að 1. sæti ræsi í 10. sæti, 2. sæti í 9. sæti og svo koll af kolli.

4.1.3

Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast þess að mati keppnisstjóra.

4.1.4

Ökumaður fær stig fyrir:

4.1.4.a

sæti í fyrri kappaksturslotu þannig að fyrir:

 1. sæti : 25 stig
 2. sæti : 18 stig
 3. sæti : 15 stig
 4. sæti : 12 stig
 5. sæti : 10 stig
 6. sæti : 8 stig
 7. sæti : 6 stig
 8. sæti : 4 stig
 9. sæti : 2 stig
 10. sæti : 1 stig
4.1.4.b

sæti í seinni kappaksturslotu þannig að fyrir:

 1. sæti : 18 stig
 2. sæti : 15 stig
 3. sæti : 12 stig
 4. sæti : 10 stig
 5. sæti : 8 stig
 6. sæti : 6 stig
 7. sæti : 4 stig
 8. sæti : 3 stig
 9. sæti : 2 stig
 10. sæti : 1 stig
4.1.4.c

hraðasta hring í hvorri kappaksturslotu: 1 stig;

4.1.4.d

hraðasta hring á tímatökuæfingu: 1 stig

4.1.5

Til úrslita í keppni gilda samanlögð stig úr tímatökuæfingu og kappaksturslotum.

4.1.6

Þegar tveir ökumenn eru með jafnmörg stig í lok keppni er sá sigurvegari sem kom á undan í mark í fyrri kappaksturslotunni.

4.1.7

Ökumaður í kappaksturslotu fær:

4.1.7.a

100% af áunnum stigum sínum ljúki hann að minnsta kosti 75% af hringjum lotunnar;

4.1.7.b

50% af áunnum stigum sínum ljúki hann að minnsta kosti 50% af hringjum lotunnar;

4.1.7.c

engin áunnin stig hans ljúki hann minna en 50% af hringjum lotunnar.

GREIN 4.2 ÁKVÖRÐUN ÍSLANDSMEISTARA
4.2.1

ökumaður sem á keppnistímabili hlýtur flest stig samanlagt úr öllum keppnum til Íslandsmeistara telst Íslandsmeistari ökumanna.

4.2.2

Þegar tveir eða fleiri ökumenn eru með jafn mörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabils skal sá teljast Íslandsmeistari sem var ofar í þeirra síðustu innbyrðis keppni.

4.2.3

Hafi ökumenn sem enda með jafn mörg stig ekki keppt innbyrðis á keppnistímabili skal sá teljast Íslandsmeistari sem oftar hefur lent ofar í lokaúrslitum allra keppna viðkomandi tímabils.

4.2.4

keppandi sem hlýtur flest stig til Íslandsmeistara samanlagt á keppnistímabili telst Íslandsmeistari keppenda.

4.2.4.a

Keppandi fær samanlögð stig allt að þriggja stigahæstu ökumanna sinna úr hverri keppni, óháð keppnisflokkum.

GREIN 5 ÖRYGGISMÁL
GREIN 5.1 PERSÓNULEGUR BÚNAÐUR ÖKUMANNA
5.1.1

Ökumaður skal vera í að lágmarki tveggja laga eldheldum heilgalla með viðurkenningu frá FIA (FIA 8856-2000), SFI (SFI 3.2A/5 eða hærra).

5.1.1.a

Ekki má prenta auglýsingar beint á heilgallann eða sauma í hann nema af framleiðanda hans eða samkvæmt útgefnum fyrirmælum framleiðanda um slíkt.

5.1.2

Fyrir öll hlífðarföt gildir að þau skulu formuð og sniðin þannig að þau skýli vel öllum líkamanum þar á meðal hnakka, ristum og úlnliðum.

5.1.3

Undirföt skulu vera úr bómull eða ull.

5.1.4

Myndavélar eða annar búnaður festur á hjálm eða ökumann á annan hátt er bannaður.

5.1.5

Skylda er að vera í skóm, hönskum og með lambhúshettu úr eldheldu efni sem bera viðurkenningu frá FIA (FIA 8856-2000) eða SFI (SFI 3.3/ 5 eða hærra).

5.1.6

HANS búnaður er skylda og skal hann vera með viðurkenningu frá FIA (FIA 8858) eða SFI (SFI 3.3).

5.1.7

Hjálmar skulu uppfylla staðla samkvæmt viðauka L, kafla III, grein 1 í Reglubók FIA, um útbúnað ökumanns.

GREIN 5.2 BRAUTARVERÐIR
5.2.1

Brautarverðir skulu staðsettir við alla brautina þannig að hver brautarvörður sjái til næsta brautarvarðar á báðar hendur sér öllum stundum.

5.2.1.a

Heimilt er að notast við rafræna vöktun og merkjagjöf í stað brautarvarða og fána á einum eða fleiri póstum.

5.2.1.a.i

Virkni rafræns búnaðar ber að líkja sem mest eftir þeim merkjum sem brautarverðir nota og skal lýst í sérreglum.

5.2.2

Hver brautarvörður sem staðsettur er við brautina skal hafa hjá sér:

5.2.2.a

slökkvitæki nema þau séu staðsett í sérstökum öryggisbíl(um);

5.2.2.b

eitt af hverju flaggi sem reglur kveða á um að geti verið notað.

5.2.3

Brautarvörður skal nota flögg eins og kveðið er á um í viðauka H, grein 2, lið 2.5 í Reglubók FIA.

GREIN 5.3 ÖRYGGISBÚNAÐUR VIÐ BRAUTINA
5.3.1

Slökkvitæki skulu staðsett við allar flaggarastöðvar eða í öryggisbifreið(um) við brautina þannig að tryggt sé að viðbragð við eldi sé skjótt.

GREIN 5.4 ÖRYGGISBÚNAÐUR ÖKUTÆKJA
5.4.1

Ökutæki skulu uppfylla eftirfarandi atriði sem heimilt er að útfæra nánar eða takmarka enn frekar í flokkareglum þessara greinarreglna eða sérreglum.

5.4.1.a

Ökutækið skal vera með öryggisbúri samkvæmt reglum FIA, viðauka J, grein 253-8.

5.4.1.b

Húddlæsing og læsing að vélarrými þarf að vera lágmark tvö splitti eða krækjur sem hægt er að opna utan frá með augljósum hætti.

5.4.1.b.i

Fjarlægja þarf eða aftengja upprunalega húddlæsingu hindri hún opnun utan frá.

5.4.1.c

Körfustólar eru skylda og skulu þeir bera vottun FIA til notkunar í kappakstri.

5.4.1.c.i

Stólafestingar verða að henta stólnum og festa hann tryggilega og mega ekki ógna öryggi ökumanns.

5.4.1.d

Öryggisbelti skulu vera samkvæmt stöðlum FIA eða SFI, með lágmark 5 punkta festingum.

5.4.1.e

Framrúða skal vera úr lamineruðu öryggisgleri eða Lexan/PC plasti og þá að lágmarki 5 mm þykkt.

5.4.1.e.i

Skylda er að hafa allar aðrar rúður í ökutæki eða Lexan/PC plast í þeirra stað (lágmark 2 mm þykkt).

5.4.1.e.ii

Heimilt er að setja FIA/SFI vottað net í stað rúðu í ökumannshurð.

5.4.1.f

Skylda er að hafa rúðuþurrkur á framrúðu ökutækisins og móðuvörn í ökumannsrými.

5.4.1.f.i

Bæði skulu vera nægilega virk til að halda sjónsviði ökumanns hreinu.

5.4.1.g

Baksýnisspegill eða hliðarspegill á báðum hliðum ökutækisins er skylda.

5.4.1.h

Vökvarör sem liggja í gegnum farþegarými skulu vera óskemmd. Olíuleiðslur skulu vera viðurkenndar háþrýstislöngur.

5.4.1.i

Útfærsla hjólabúnaðar, svo sem demparar, gormar, fjaðrir og klafar er frjáls, svo framarlega sem hann stenst öryggiskröfur sem almennt eru gerðar til ökutækja.

5.4.1.j

Handhemill er skylda.

5.4.1.j.i

Þegar ökutækið er óskráð skal hemlabúnaður vera tekinn út af skoðunarstöð og vottorði þar að lútandi framvísað.

5.4.1.k

Sé notaður eldsneytisgeymir annar en sá upprunalegi skal hann vera tryggilega festur, minnst 30 cm frá úthlið yfirbyggingar.

5.4.1.k.i

Útöndun skal ná út fyrir yfirbyggingu og niður fyrir tank og hafa einstreymisloka.

5.4.1.k.ii

Þannig skal gengið frá honum að bensín leki ekki út.

5.4.1.k.iii

Bannað er að staðsetja eldsneytisgeymi í ökumannsrými.

5.4.1.l

Eldsneytisinngjöf skal útbúin með þeim hætti að ef hún aftengist færist gangur vélar sjálfkrafa í hægagang.

5.4.1.m

Eldsneytislagnir inni í ökutæki skulu vera úr eir, stáli eða vírofnum slöngum.

5.4.1.m.i

Öll samskeyti á eldsneytislögnum eru bönnuð í ökumannsrými.

5.4.1.n

Ekki er heimilt að loftinntak vélar sé inni í ökumannsrými.

5.4.1.o

Rafgeymir skal tryggilega festur.

5.4.1.o.i

Sé rafgeymir í farþegarými skal hann vera þurrgeymir.

5.4.1.p

Straumrofi er skylda. Hann skal vera með hnappi, snerli eða handfangi og greinilega merktur á/af (on/off).

5.4.1.p.i

Straumrofa skal staðsetja fyrir framan framrúðu eða á aftasta hluta ökutækisins.

5.4.1.p.ii

Straumrofi á að rjúfa allan straum og drepa á ökutæki.

5.4.1.p.iii

Straumrofinn skal merktur með rauðri eldingu inn í bláum þríhyrning með hvítri brún. Merkið skal vera með að minnsta kosti 12 cm löngum hliðum.

5.4.1.q

Að minnsta kosti tvö rauð bremsuljós skulu vera staðsett á afturhluta ökutækisins og vera vel sýnileg.

5.4.1.q.i

Styrkur ljóssins skal vera 15-30 watta glópera eða 6-10 watta LED ljós.

5.4.1.r

Slökkvitæki sem hentar á föst efni og rafmagns-, gas- og olíueld eða slökkvikerfi sem viðurkennt er af FIA er skylda.

5.4.1.r.i

Slökkvitæki skal staðsett þannig að auðvelt sé fyrir ökumann að ná til þess og skal það tryggilega fest.

5.4.1.s

Allir loftpúðar skulu fjarlægðir úr ökutæki.

GREIN 5.5 ÖRYGGISFULLTRÚI
5.5.1

Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.

5.5.2

Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.

5.5.3

Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.

5.5.4

Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.

5.5.4.a

Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.

GREIN 6 KEPPNISFLOKKAR
GREIN 6.1 REGLUR SEM GILDA FYRIR ALLA FLOKKA
6.1.1

Dómnefnd er heimilt, að fenginni tillögu skoðunarmanns, að færa ökutæki um flokk fram að ræsingu fyrstu ferðar í tímatöku.

6.1.2

Dráttarlykkjur skulu vera framan og aftan á ökutæki.

6.1.2.a

Þær mega ekki skaga út fyrir yfirbygginguna.

6.1.3

Gluggar og topplúgur skulu vera lokaðar í akstri.

6.1.4

Óheimilt er að nota nítró eða rafmagn sem aflgjafa ökutækis.

6.1.5

Ökutæki verður að vera búið myndavél sem staðsett er sem næst miðju farþegarýmis við hlið ökumanns.

6.1.5.a

Myndavélin skal vísa út um framrúðu með sjónarhorn upptöku sem nær yfir alla framrúðuna hið minnsta.

6.1.5.b

Upptaka verður að vera í gangi þegar ökutæki er ekið í æfingu, tímatökuæfingu eða keppnislotu.

6.1.5.c

Upptakan verður að vera í lit með hljóðupptöku í ökumannsrými og að lágmarki 25 römmum á sekúndu í 1920x1080 punktum hið minnsta.

6.1.5.c.i

Keppanda er skylt að afhenda dómnefnd upptökur krefjist hún þess.

6.1.5.c.ii

Keppandi skal varðveita upptökur á meðan á keppni stendur.

6.1.5.c.iii

Dómnefnd er heimilt að varðveita upptökur sem henni eru afhentar svo lengi sem hún telur nauðsynlegt.

6.1.6

Skráningarskyld ökutæki skulu vera með fulla skoðun frá skoðunarstöð og tryggingar í gildi sem ná til æfinga- og keppni.

6.1.7

Ökutæki sem eru ekki á númerum skulu vera með keppnistryggingar og framvísa vottorði frá skoðunarstöð um rétta virkni fyrir hemla- og stýrisbúnað.

GREIN 6.2 STANDARD 1000 FLOKKUR
6.2.1

Fjöldaframleiddir boddy bílar með drif á einum öxli og óblásna vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum.

6.2.1.a

Slagrými uppgefið af framleiðanda gildir.

6.2.2

Lágmarksþyngd ökutækis með ökumanni og hlífðarbúnaði hans er 900 kílógrömm.

6.2.3

Hámarksþyngd ökutækis með ökumanni og hlífðarbúnaði hans er 1300 kílógrömm.

6.2.4

Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.

6.2.4.a

Hjólbarðar skulu ekki standa út fyrir brettabrún.

6.2.5

Krumpusvæði fyrir framan demparaturna að framan og aftur fyrir turna að aftan verða að vera óbreytt nema breytingarnar teljist sambærilegar upprunalegri högun og séu gerðar með plötuefni með hámarks þykkt 1,5 millimetrar. Þetta á einnig við um vatnskassabita og framstykki.

6.2.6

Allar styrkingar í stuðurum sem eru úr málmi eða hörðu plasti eru bannaðar fyrir framan framstykki nema burðarvirki ökutækis sé þannig hannað að þær séu hluti af því.

6.2.6.a

Þegar þörf er á styrkingu fyrir framan framstykki má einungis nota ál prófíl í stærðinni 60 mm x 30 mm með 3 mm efnisþykkt.

6.2.6.a.i

Prófíl efnið má skrúfa í grindarbita og skal prófíllinn vera lárétt á milli þeirra og má ekki fara út fyrir hliðar á grindarbita.

6.2.7

Hvalbaksbreytingar eru bannaðar.

6.2.7.a

Eldveggur milli ökumannsrýmis og vélarrýmis skal vera þéttur.

6.2.8

Blæjubílar og opnir bílar eru bannaðir.

6.2.9

Óheimilt er að hafa varadekk í ökutæki.

6.2.10

Læsingarbúnaður á hurðum skal vera óbreyttur. Tryggt skal að hurðir opnist ekki í akstri.

6.2.11

Ökumannshurð skal vera með hurðaspjaldi eða annarri stífri klæðningu.

6.2.12

Þegar upprunaleg mælaborðshilla er fjarlægð verður að hylja svæðið frá framrúðu niður að stýristúbu með stífri klæðningu með engum hvössum brúnum sem ekki getur valdið hættu komi til áreksturs.

6.2.13

Hjólkoppa og útstæða hluti skal fjarlægja.

6.2.14

Hlífðarpanna er leyfileg, en hún má ekki standa út fyrir yfirbyggingu ökutækis.

6.2.15

Vatnsrör og kælikerfi skulu vera óbreytt.

6.2.16

Hjólabúnaður og fjöðrun skal vera óbreytt.

6.2.17

Hemlar skulu vera óbreyttir en þó er heimilt að skipta um bremsudiska og bremsuklossa.

6.2.17.a

Hemlarör og slöngur skulu vera heil og óskemmd.

6.2.18

Eldsneyti skal vera fáanlegt á almennri bensínstöð á Íslandi.

6.2.18.a

Íblöndunarefni eru bönnuð í eldsneyti.

6.2.19

Eldsneytiskerfi skal vera óbreytt.

6.2.19.a

Eldsneytislagnir skulu vera heilar og óskemmdar.

6.2.20

Rafgeymir og staðsetning hans skal vera óbreytt.

6.2.21

Allar breytingar á vél eru bannaðar.

6.2.21.a

Breytingar á forritun vélartölvu eða útskipting hennar er bönnuð.

6.2.22

Breyting á staðsetningu vélar er bönnuð.

6.2.23

Upprunaleg gerð pústgreinar skal vera í ökutæki.

6.2.24

Útblástursrör skal tryggja að útblástursgufur geti ekki borist í ökumannsrými.

6.2.25

Gírkassi skal vera af upprunalegri gerð.

6.2.26

Allar driflæsingar eru bannaðar.

6.2.27

Eingöngu radial hjólbarðar eru leyfðir.

6.2.27.a

Hámarks breidd hjólbarða er 205 millimetrar.

6.2.27.b

Naglar og keðjur eru bannaðar.

6.2.27.c

Allur skurður á hjólbörðum er bannaður.

6.2.27.d

Alveg sléttir hjólbarðar (hjólbarðar án þvermynsturs) og hrágúmmí/R-compound/soft-compound hjólbarðar eru bannaðir.

6.2.27.e

Lágmarks treadware hjólbarða er 300.

GREIN 6.3 FORMULA 1000 FLOKKUR
6.3.1

Fjöldaframleiddir boddy bílar með drif á einum öxli og óblásna vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum.

6.3.1.a

Slagrými uppgefið af framleiðanda gildir.

6.3.2

Lágmarksþyngd ökutækis með ökumanni og hlífðarbúnaði hans er 900 kílógrömm.

6.3.3

Hámarksþyngd ökutækis með ökumanni og hlífðarbúnaði hans er 1300 kílógrömm.

6.3.4

Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.

6.3.4.a

Hjólbarðar skulu ekki standa út fyrir brettabrún.

6.3.4.b

Heimilt er að rúlla brettakanta upp að því marki að engar hvassar brúnir myndist.

6.3.5

Krumpusvæði fyrir framan demparaturna að framan og aftur fyrir turna að aftan verða að vera óbreytt nema breytingarnar teljist sambærilegar upprunalegri högun og séu gerðar með plötuefni með hámarks þykkt 1,5 millimetrar. Þetta á einnig við um vatnskassabita og framstykki.

6.3.6

Allar styrkingar í stuðurum sem eru úr málmi eða hörðu plasti eru bannaðar fyrir framan framstykki nema burðarvirki ökutækis sé þannig hannað að þær séu hluti af því.

6.3.6.a

Þegar þörf er á styrkingu fyrir framan framstykki má einungis nota ál prófíl í stærðinni 60 mm x 30 mm með 3 mm efnisþykkt.

6.3.6.a.i

Prófíl efnið má skrúfa í grindarbita og skal prófíllinn vera lárétt á milli þeirra og má ekki fara út fyrir hliðar á grindarbita.

6.3.7

Hvalbaksbreytingar eru bannaðar.

6.3.7.a

Eldveggur milli ökumannsrýmis og vélarrýmis skal vera þéttur.

6.3.8

Blæjubílar og opnir bílar eru bannaðir.

6.3.9

Óheimilt er að hafa varadekk í ökutæki.

6.3.10

Læsingarbúnaður á hurðum skal vera óbreyttur. Tryggt skal að hurðir opnist ekki í akstri.

6.3.11

Ökumannshurð skal vera með hurðaspjaldi eða annarri stífri klæðningu.

6.3.12

Þegar upprunaleg mælaborðshilla er fjarlægð verður að hylja svæðið frá framrúðu niður að stýristúbu með stífri klæðningu með engum hvössum brúnum sem ekki getur valdið hættu komi til áreksturs.

6.3.13

Hjólkoppa og útstæða hluti skal fjarlægja.

6.3.14

Hlífðarpanna er leyfileg undir vél og gírkassa, en hún má ekki standa út fyrir yfirbyggingu ökutækis.

6.3.15

Hemlarör og slöngur skulu vera heil og óskemmd.

6.3.16

Eldsneyti skal vera fáanlegt á almennri bensínstöð á Íslandi.

6.3.16.a

Íblöndunarefni eru bönnuð í eldsneyti.

6.3.17

Eldsneytiskerfi skal vera óbreytt.

6.3.17.a

Eldsneytislagnir skulu vera heilar og óskemmdar.

6.3.18

Allar breytingar á vél eru bannaðar.

6.3.18.a

Breytingar á forritun vélartölvu eða útskipting hennar er heimil.

6.3.19

Breyting á staðsetningu vélar er bönnuð.

6.3.20

Upprunaleg gerð pústgreinar skal vera í ökutæki.

6.3.21

Útblástursrör skal tryggja að útblástursgufur geti ekki borist í ökumannsrými.

6.3.22

Gírkassi skal vera af upprunalegri gerð.

6.3.23

Allar driflæsingar eru bannaðar.

6.3.24

Loftflæðibreytingar eru bannaðar.

6.3.25

Eingöngu radial hjólbarðar eru leyfðir.

6.3.25.a

Hámarks breidd hjólbarða er 205 millimetrar.

6.3.25.b

Naglar og keðjur eru bannaðar.

6.3.25.c

Allur skurður á hjólbörðum er bannaður.

6.3.25.d

Alveg sléttir hjólbarðar (hjólbarðar án þvermynsturs) og hrágúmmí/R-compound/soft-compound hjólbarðar eru bannaðir.

6.3.25.e

Lágmarks treadware hjólbarða er 300.

GREIN 6.4 FÓLKSBÍLAFLOKKUR
6.4.1

Fjöldaframleidd ökutæki með tveimur hurðum eða fleiri.

6.4.2

Allar breytingar eru leyfðar á bremsum, fjöðrunarkerfi, loftinntaki og pústi.

6.4.2.a

Heimilt er að bæta driflæsingu í ökutæki sem ekki hefur slíkan búnað fyrir.

6.4.3

Óheimilt er að fjarlægja ytra byrði eða veikja burðarvirki.

6.4.4

Ökutæki skulu ekki vera opnir- eða blæjubílar.

6.4.5

Loftflæðibreytingar eru leyfðar.

6.4.6

Innréttingu má fjarlægja.

GREIN 6.5 KAPPAKSTURSBÍLAFLOKKUR
6.5.1

Ökutæki sem ekki falla inn í aðra flokka. Má þar nefna single-seater bíla og sérsmíðaða kappakstursbíla.

6.5.2

Allar breytingar eru leyfðar á bremsum, fjöðrunarkerfi, loftinntaki og pústi.

6.5.2.a

Heimilt er að bæta driflæsingu í ökutæki sem ekki hefur slíkan búnað fyrir.