Reglur > Reglur um kjör akstursíþróttafólks ársins

Útgáfudagur 27.3.2024
Bera saman við aðra útgáfu
1

Í lok hvers keppnistímabils er akstursíþróttafólk ársins útnefnt, þ.e. Akstursíþróttakona ársins og Akstursíþróttamaður ársins.

2 Tilnefningar
2.1

Keppnisráð í hverri grein getur tilnefnt einn aðila af hvoru kyni og skilað til AKÍS að minnsta kosti fjórum vikum fyrir formannafund AKÍS. Með tilnefningum skal fylgja fundargerð þess fundar keppnisráðsins er tilnefningar voru ákveðnar, og greinargerð um þau sem tilnefnd eru.

2.2

Stjórn AKÍS getur bætt einum aðila af hvoru kyni við tilnefningar keppnisráða, áður en almenn kosning hefst.

3 Val

Akstursíþróttafólk ársins er valið er úr hópi þeirra einstaklinga sem keppnisráð og stjórn AKÍS tilnefndu. Akstursíþróttakona ársins og Akstursíþróttamaður ársins eru þau sem fá flest stig samanlagt úr;

  • almennri kosningu,

  • kosningu meðal formanna aðildarfélaga,

  • og niðurstöðu sérstakrar valnefndar.

3.1

Opnað skal fyrir almenna rafræna kosningu að minnsta kosti þrem vikum fyrir formannafund, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einungis einu sinni.

3.1.1

Kosningunni skal ljúka einni viku fyrir formannafund AKÍS.

3.1.2

Vægi almennu rafrænu kosningarinnar er 25%.

3.2

Formenn aðildarfélaga AKÍS kjósa hver þrjá aðila í sérstakri leynilegri rafrænni kosningu.

3.2.1

Kosningunni skal lokið í síðasta lagi viku fyrir formannafund.

3.2.2

Vægi kosningar formanna er 25%.

3.3

Stjórn AKÍS skal skipa valnefnd fimm aðila sem fylgjast grannt með akstursíþróttum og eða hafa mikla þekkingu á þeim.

3.3.1

Hverjir skipa valnefndina skal upplýst opinberlega, þó ekki fyrr en að útnefningu lokinni.

3.3.2

Valnefndin skal raða tilnefndum aðilum í þá röð sem henni þykir best endurspegla árangur og frammistöðu.

3.3.2.a

Valnefndin skal skila af sér niðurstöðum eigi síðar en viku fyrir formannafund.

3.3.3

Vægi röðunar valnefndarinnar er 50%.

3.4

Akstursíþróttafólk ársins eru þau sem fá flest stig samanlagt úr liðum 3.1, 3.2 og 3.3. og skulu stig hvers liðar gefin með eftirfærandi hætti:

Sæti Stig
1. 20
2. 15
3. 12
4. 10
5. 8
6. 6
7. 4
8. 2
3.5

Verði tveir eða fleiri einstaklingar jafnir í efsta sæti samkvæmt lið 3.4 hér að framan skal sá/sú er ofar var valinn af valnefnd útnefnd sem akstursíþróttafólk ársins.

4

Úrslit verða fyrst birt á verðlaunaafhendingu meistaratitla.