Reglur > Keppnisgreinarreglur fyrir gokart 2022
Útgáfudagur 1.1.2020
| GREIN 1 | 
		ALMENNT
			 | |
| GREIN 1.1 | 
		GILDISSVIÐ
			 | |
| 1.1.1 | 
		
 Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir í gokart.  | |
| 1.1.1.a | 
		
 Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum í keppnum öðrum en Íslandsmeistarakeppnum.  | |
| 1.1.2 | 
		
 Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), keppnisreglum FIA, þessum keppnisgreinareglum og sérreglum hverrar keppni.  | |
| 1.1.3 | 
		
 Gæti misræmis á þessum keppnisgreinareglum og keppnisreglum- eða Reglubók FIA þá gilda reglur FIA.  | |
| GREIN 2 | 
		SKRÁNING
			 | |
| GREIN 2.1 | 
		KEPPENDUR OG ÖKUMENN
			 | |
| 2.1.1 | 
		
 Keppendum er heimilt að skrá sig mörgum sinnum í hvern flokk í hverri keppni.  | |
| 2.1.2 | 
		
 Ekki er heimilt að tveir eða fleiri ökumenn keppi á sama ökutæki í hverri keppni.  | |
| 2.1.2.a | 
		
 Hver ökumaður má aðeins aka einu ökutæki í hverjum flokki.  | |
| 2.1.3 | 
		
 Ökumaður skal hafa mætt á að lágmarki 1 æfingu á þeirri braut sem keppnin fer fram á. Keppnisstjóra er heimilt að falla frá þessari reglu.  | |
| 2.1.4 | 
		
 Í unglingaflokkum skal ökumaður hafa náð 10 ára aldri til að keppa.  | |
| 2.1.4.a | 
		
 Ökumaður sem verður 17 ára á keppnistímabilinu má aka í unglingaflokki.  | |
| GREIN 2.2 | 
		ÖKUTÆKI
			 | |
| 2.2.1 | 
		
 Hvert ökutæki má aðeins nota í einum flokk í hverri keppni.  | |
| 2.2.2 | 
		
 Ekki er heimilt að skipta út ökutæki í keppni eftir að skoðun lýkur.  | |
| 2.2.3 | 
		
 Ökutæki skal uppfylla allar kröfur þess flokks sem það er notað í.  | |
| 2.2.4 | 
		
 Ökutæki skal ávallt vera hreint í keppni.  | |
| GREIN 3 | 
		KEPPNI
			 | |
| GREIN 3.1 | 
		ALMENNT
			 | |
| 3.1.1 | 
		
 Á meðan á keppni stendur má einungis ökumaður vera í ökutækinu.  | |
| 3.1.3 | 
		
 Keppandi, ökumaður eða liðstjóri skal alltaf vera við ökutæki meðan keppni fer fram.  | |
| 3.1.4 | 
		
 Keppandi má hafa tvo aðstoðarmenn inni á pittsvæði og ber á þeim fulla ábyrgð.  | |
| 3.1.4.a | 
		
 Keppnishaldara er heimilt að leyfa fleiri aðstoðarmenn á þeim forsendum sem hann ákveður.  | |
| GREIN 3.2 | 
		BRAUTIN
			 | |
| 3.2.1 | 
		
 Braut í keppni skal vera malbikuð með hægri og vinstri beygjum.  | |
| 3.2.2 | 
		
 Brautarlengd skal vera að lágmarki 500 metrar og breidd brautar skal vera að lágmarki 5 metrar.  | |
| GREIN 3.3 | 
		PITTURINN
			 | |
| 3.3.1 | 
		
 Afmarka skal svæði fyrir pitt þar sem ökutæki skulu vera á milli þess sem þau keppa.  | |
| 3.3.2 | 
		
 Pittsvæðið skal vera vel merkt og staðsett þannig að frá því sé auðvelt að komast á og af brautinni.  | |
| 3.3.3 | 
		
 Inn- og útkeyrsla af pittsvæði skal merkt með skýrum hætti.  | |
| 3.3.4 | 
		
 Pittur skal vera það stór að þar sé pláss fyrir öll ökutæki, alla keppendur, ökumenn, þjónustuliða, brautarstarfsmenn, gesti o.s.frv.  | |
| 3.3.5 | 
		
 Innan pittsins skal afmarka einn reit fyrir hvert ökutæki og þjónustulið þess sem það hefur til afnota.  | |
| 3.3.5.a | 
		
 Ökumaður skal aka beint í og úr sínu afmarkaða svæði í pittinum og forðast að koma í svæði annarra ökutækja en síns eigin.  | |
| 3.3.6 | 
		
 Dekkjahitun og spól er stranglega bannað á pittsvæði.  | |
| 3.3.7 | 
		
 Á pittsvæði er 5 km/klst hámarkshraði og skal aka þar með fyllstu gát.  | |
| GREIN 3.4 | 
		SKOÐUN
			 | |
| 3.4.1 | 
		
 Skoðun skal fara fram áður en keppni hefst.  | |
| 3.4.1.a | 
		
 Ökumaður skal vera við ökutæki sitt meðan skoðun fer fram.  | |
| 3.4.2 | 
		
 Við skoðun skal ökumaður vera í keppnisgalla og með allan persónulegan öryggisbúnað með sér.  | |
| 3.4.3 | 
		
 Eftirfarandi verður athugað við skoðun:  | |
| 3.4.3.a | 
		
 Öryggisbúnaður ökumanns (hjálmur, kragi, galli, rifbeinahlíf, skór og hanskar).  | |
| 3.4.3.b | 
		
 Almennt ástand ökutækis.  | |
| 3.4.3.c | 
		
 Fótstig, bremsur, hjól, hjólbarðar, stýrisbúnaður, sæti, plöst og bensíntankur.  | |
| 3.4.3.d | 
		
 Mótor, mótorfestingar, vatnskassi og púst.  | |
| 3.4.3.e | 
		
 Númer og númeraplötur.  | |
| 3.4.3.f | 
		
 Þyngingar og festingar þeirra.  | |
| 3.4.3.g | 
		
 Þyngd ökutækis og ökumanns skal staðfest með vigtun.  | |
| 3.4.4 | 
		
 Standist búnaður ökumanns og ökutækis ekki skoðun má vísa úr keppni án fyrirvara.  | |
| GREIN 4 | 
		KEPPNISFYRIRKOMULAG ÍSLANDSMÓTS
			 | |
| GREIN 4.1 | 
		ÆFING
			 | |
| 4.1.1 | 
		
 Akstur hefst með æfingu:  | |
| 4.1.1.a | 
		
 Æfing skal standa í 50 mínútur.  | |
| 4.1.1.b | 
		
 Allir ökumenn skulu taka þátt í æfingu.  | |
| 4.1.2 | 
		
 Keppnisstjóri getur veitt undanþágu frá æfingum.  | |
| GREIN 4.2 | 
		TÍMATAKA
			 | |
| 4.2.1 | 
		
 Tímataka hefst að lokinni æfingu.  | |
| 4.2.1.a | 
		
 Tímataka skal standa í 20 mínútur.  | |
| GREIN 4.3 | 
		UPPRÖÐUN
			 | |
| 4.3.1 | 
		
 Uppröðun á ráslínu í keppnislotum:  | |
| 4.3.1.a | 
		
 Í fyrstu keppnislotu skulu tímar úr tímatöku ráða valrétti á rásstöðu í braut.  | |
| 4.3.1.b | 
		
 Í annarri keppnislotu ræðst valréttur á rásstöðu í braut af lokaúrslitum í fyrstu keppnislotu.  | |
| 4.3.1.c | 
		
 Í þriðju keppnislotu ræðst valréttur á rásstöðu í braut af lokaúrslitum í annarri keppnislotu.  | |
| 4.3.2 | 
		
 Þegar raðað er upp á ráslínu skulu ökumenn mæta á sína rásstöðu.  | |
| 4.3.2.a | 
		
 Mæti ökumaður seint á sína rásstöðu hefur hann 30 sekúndur til að koma sér þangað eftir að síðasti ökumaður hefur stillt upp.  | |
| 4.3.2.b | 
		
 Mæti ökumaður ekki innan tímamarka skal hann ræsa úr pittinum þegar allir aðrir ökumenn hafa farið framhjá.  | |
| 4.3.3 | 
		
 Ökumenn sem ekki taka þátt í tímatöku ræsa aftast í fyrstu keppnislotu og ræður keppnisstjóri rásstöðu þeirra.  | |
| GREIN 4.4 | 
		RÆSING
			 | |
| 4.4.1 | 
		
 Ræsir skal vera staðsettur þannig að allir ökumenn sjái hann greinilega.  | |
| 4.4.2 | 
		
 Keppnisstjóri ákveður fjölda upphitunarhringja.  | |
| 4.4.2.a | 
		
 Upphitunarhringir hefjast þegar ræsir lyftir grænu flaggi.  | |
| 4.4.2.b | 
		
 Ekinn skal a.m.k. einn upphitunarhringur fyrir ræsingu.  | |
| 4.4.3 | 
		
 Ræsir skal ræsa ökutæki strax eftir upphitunarhringi með grænu flaggi.  | |
| 4.4.3.a | 
		
 Ræsing á ferð er framkvæmd án undanfara frá ráspól og er ökutækjum ætlað að aka fyrir eigin vélarafli að ráslínu í réttri rásröð.  | |
| 4.4.3.b | 
		
 Ef ökumenn eru ekki á hæfilegum hraða og þétting ekki hæfileg milli ökumanna getur ræsir seinkað ræsingu þar til því er náð.  | |
| GREIN 4.5 | 
		KEPPNISLOTUR
			 | |
| 4.5.1 | 
		
 Eknar skulu þrjár 10 mínútna keppnislotur.  | |
| 4.5.2 | 
		
 Keppnislota hefst þegar ræsir fellir græna flaggið.  | |
| 4.5.3 | 
		
 Keppnislotu er lokið þegar allir ökumenn hafa verið flaggaðir út með köflóttu flaggi.  | |
| 4.5.4 | 
		
 Ökumaður telst hafa lokið keppnislotu þegar hann ekur yfir marklínu og er flaggaður út með köflóttu flaggi.  | |
| 4.5.5 | 
		
 Ef ökumaður stoppar í pitt vegna bilana en heldur síðan áfram og klárar keppnislotu þarf hann að hafa ekið 70% þeirra hringja sem sigurvegari ók til að fá stig fyrir keppnislotuna.  | |
| 4.5.6 | ||
| GREIN 4.6 | 
		ÚRSLIT
			 | |
| 4.6.1 | 
		
 Stig eru gefin fyrir tíu fyrstu sæti skv. lokaúrslitum í hverri keppnislotu samkvæmt eftirfarandi töflu: 
  | |
| 4.6.2 | 
		
 Lokaúrslit skulu birt eftir hverja keppnislotu.  | |
| 4.6.3 | 
		
 Sigurvegari keppni telst sá vera sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr öllum keppnislotunum.  | |
| 4.6.4 | 
		
 Ef tveir eða fleiri ökumenn eru jafnir að stigum eftir allar keppnisloturnar, telst sá sigurvegari sem stóð sig best í síðustu keppnislotu keppninnar.  | |
| GREIN 4.7 | 
		STIG TIL ÍSLANDSMEISTARA
			 | |
| 4.7.1 | 
		
 Sá ökumaður sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr öllum keppnum til íslandsmeistara telst Íslandsmeistari en með neðangreindu fráviki.  | |
| 4.7.1.a | 
		
 Séu þrjár keppnir eða fleiri telja allar keppnislotur til stiga nema ein.  | |
| 4.7.2 | 
		
 Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti telst sá íslandsmeistari:  | |
| 4.7.2.a | 
		
 sem oftar hefur verið í fyrsta sæti lokaúrslitum keppni, ef enn er jafnt þá sá sem oftar hefur verið í öðru sæti í lokaúrslitum keppni, ef enn er jafnt þá sá sem oftar hefur verið í þriðja sæti í lokaúrslitum keppni o.s.frv.  | |
| 4.7.2.b | 
		
 sé enn er jafnt telst sá íslandsmeistari sem hefur unnið fleiri keppnislotur í móti.  | |
| 4.7.2.c | 
		
 sé enn jafnt telst sá íslandsmeistari sem hefur oftar verið ofar í tímatökum í keppni.  | |
| GREIN 5 | 
		ÖRYGGISMÁL
			 | |
| GREIN 5.1 | 
		PERSÓNULEGUR BÚNAÐUR ÖKUMANNA
			 | |
| 5.1.1 | ||
| 5.1.1.a | 
		
 Ekki má prenta auglýsingar beint á keppnisgallann eða sauma í hann nema af framleiðanda hans.  | |
| 5.1.2 | 
		
 Ökumenn skulu jafnframt nota viðurkennda hanska, hálskraga, skó og rifbeinshlíf.  | |
| 5.1.3 | 
		
 Fyrir öll hlífðarföt gildir að þau skulu formuð og sniðin þannig að þau skýli vel öllum líkamanum þar á meðal hnakka, ristum og úlnliðum.  | |
| 5.1.4 | 
		
 Hjálmar skulu uppfylla staðla samkvæmt reglum AKÍS / CIK-FIA  | |
| 5.1.5 | 
		
 Myndavélar eða annar aukabúnaður festur á hjálm eða ökumann á annan hátt er bannaður.  | |
| GREIN 5.2 | 
		BRAUTARVERÐIR
			 | |
| 5.2.1 | 
		
 Brautarverðir skulu staðsettir við alla brautina þannig að hver brautarvörður sjái til næsta brautarvarðar á báðar hendur sér öllum stundum.  | |
| 5.2.2 | 
		
 Hver brautarvörður skal hafa hjá sér:  | |
| 5.2.2.a | 
		
 slökkvitæki nema þau séu staðsett í sérstökum öryggisbíl(um);  | |
| 5.2.2.b | 
		
 eitt af hverju flaggi sem reglur kveða á um að geti verið notað.  | |
| 5.2.3 | 
		
 Brautarvörður skal nota flögg eins og kveðið er á um í reglum.  | |
| GREIN 5.3 | 
		ÖRYGGISBÚNAÐUR VIÐ BRAUTINA
			 | |
| 5.3.1 | 
		
 Slökkvitæki skulu staðsett við allar flaggarastöðvar eða í öryggisbifreið(um) við brautina þannig að tryggt sé að viðbragð við eldi sé skjótt.  | |
| GREIN 6 | 
		KEPPNISFLOKKAR
			 | |
| GREIN 6.1 | 
		REGLUR SEM GILDA FYRIR ALLA FLOKKA
			 | |
| 6.1.1 | 
		
 Keppnisstjórn er heimilt að færa keppendur um flokk fram að ræsingu fyrstu ferðar í tímatöku.  | |
| 6.1.2 | 
		
 Reglur fyrir alla mótora eru Rotax MAX Challenge Technical Regulation.  | |
| 6.1.3 | 
		
 Grind ökutækis: Gerð fyrir 125cc mótora og fjöldaframleidd af CIK-FIA viðurkenndum framleiðanda.  | |
| 6.1.4 | 
		
 Afturstuðari skal vera að lágmarki 120 sentimetrar á breidd.  | |
| 6.1.5 | 
		
 Hámarks breidd ökutækis er 140 sentimetrar.  | |
| 6.1.6 | 
		
 Plöst skulu vera óbrotin og tryggilega fest.  | |
| 6.1.7 | 
		
 Keppnisnúmer skal vera staðsett að framan, aftan og á báðum hliðum.  | |
| 6.1.8 | 
		
 Bremsur skulu einungis vera á afturöxli.  | |
| 6.1.9 | 
		
 Auka þyngingar skulu festar tryggilega.  | |
| 6.1.10 | 
		
 Dekk skulu vera af VEGA gerð.  | |
| 6.1.10.a | 
		
 Slikkar skulu vera af gerðinni: FH, SL3 - SL Nordam, SL4 eða SL6  | |
| 6.1.10.b | 
		
 Regndekk skulu vera af gerðinni: W2 eða W5.  | |
| 6.1.10.c | 
		
 Notkun efna sem auka mýkt og grip dekkjanna er bönnuð.  | |
| 6.1.11 | 
		
 Talstöðvasamband við ökumann er bannað.  | |
| GREIN 6.2 | 
		ROTAX MAX FLOKKUR
			 | |
| 6.2.1 | 
		
 Lágmarksþyngd ökutækis og ökumanns á ráslínu er 165 kílógrömm.  | |
| GREIN 6.3 | 
		ROTAX MAX 177 FLOKKUR
			 | |
| 6.3.1 | 
		
 Lágmarksþyngd ökutækis og ökumanns á ráslínu er 177 kílógrömm.  | |
| GREIN 6.4 | 
		ROTAX MAX EVO FLOKKUR
			 | |
| 6.4.1 | 
		
 Lágmarksþyngd ökutækis og ökumanns á ráslínu er 165 kílógrömm.  | |
| GREIN 6.5 | 
		UNGLINGAFLOKKUR
			 | |
| 6.5.1 | 
		
 Unglingaflokk er skipt eftir aldri:  | |
| 6.5.1.a | 
		
 10 - 11 ára á keppnistímabilinu  | |
| 6.5.1.b | 
		
 12 - 13 ára á keppnistímabilinu  | |
| 6.5.1.c | 
		
 14 - 15 ára á keppnistímabilinu  | |
| 6.5.1.d | 
		
 16 - 17 ára á keppnistímabilinu  |