Reglur > Reglugerð um öryggisráð AKÍS
Útgáfudagur 20.3.2021
GREIN 1 |
SKIPAN
| |
1.1 |
Öryggisráð skal skipa til að vera ráðgefandi um öryggismál í þeim greinum sem stundaðar eru innan AKÍS. | |
1.2 |
Stjórn AKÍS skipar formann og að lágmarki tvo aðra í ráðið og skal leitast við að velja einstaklinga sem sérfróðir eru um málefnið og hafa víðtæka þekkingu á mismunandi greinum akstursíþrótta. | |
1.3 |
Stjórn AKÍS heldur lista yfir þá sem sitja í öryggisráði hverju sinni. | |
1.4 |
Þegar skipunartími öryggisráðsmanns er liðinn skipar stjórn AKÍS í laust sæti að nýju. | |
GREIN 2 |
HLUTVERK
| |
2.1 |
Öryggisráði ber að: | |
2.1.a |
samræma eftir því sem við á öryggiskröfur sem gerðar eru í mismunandi greinum akstursíþrótta á Íslandi; | |
2.1.b |
hafa samráð við stjórn AKÍS, keppnisráð og keppnishaldara í störfum sínum; | |
2.1.c |
huga jafnt að málum er varða keppendur, starfsfólk, áhorfendur, fjölmiðlafólk og almenning; | |
2.1.d |
leitast við að nýta þekkingu og reynslu sem aðgengileg er með alþjóðasamstarfi, svo sem hjá FIA og systursamtökum AKÍS í öðrum löndum; | |
2.1.f |
sjá um fræðslu, þjálfun og viðurkenningu öryggisfulltrúa og sjá þeim fyrir nauðsynlegum stuðningi; | |
2.1.g |
leitast við að safna saman sem mestri þekkingu um öryggismál og koma henni á framfæri á vef AKÍS og öðrum heppilegum vettvangi eftir atvikum; | |
2.1.h |
tryggja að fundargerðir séu ritaðar gegnum fundargerðagátt á vefsíðu AKÍS. | |
GREIN 3 |
SAMSKIPTI
| |
3.1 |
AKÍS heldur lista yfir netföng þeirra sem sitja í öryggisráði hverju sinni. | |
3.2 |
Samskipti AKÍS við öryggisráð eru með tölvupósti. | |
3.3 |
Öryggisráð getur fengið aðgang að samskiptasvæði á samfélagsmiðli á vegum AKÍS ef það kýs að nýta sér þá leið til samskipta innan ráðsins. | |
3.3.a |
Við mannabreytingar í ráðinu er samskiptasvæðið endurnýjað nema allir aðilar þess óski eftir að það sé ekki gert. | |
3.4 |
AKÍS úthlutar öryggisráði netfang @akis.is sem allir geta notað til að koma erindum til ráðsins. |