Reglur > Reglur um úthlutanir styrkja

Útgáfudagur 27.3.2024
Bera saman við aðra útgáfu
0

Akstursíþróttasambandi Íslands (AKÍS) er heimilt að úthluta styrkjum samkvæmt eftirfarandi reglum:

1

Stjórn metur fjárhagsstöðu sambandsins og ákveður hversu mikið svigrúm er til styrkveitinga og birtir sem hluta af fjárhagsáætlun AKÍS á ársþingi þess.

2

Sé talið svigrúm til styrkveitinga, auglýsir AKÍS eftir styrkumsóknum og sendir formönnum aðildarfélaga sérstaka tilkynningu þess efnis. Fram skal koma í auglýsingunni hámarks styrktarupphæð og hvert senda skal styrkumsóknina.

3

Öll aðildarfélög AKÍS geta sótt um styrk.

4

Styrkir eru veittir til:

4.a

uppbyggingar innviða, til dæmis vegna öryggismála, unglingastarfs, útbreiðslu og keppnissvæða

4.b

kaupa á búnaði eða tækjum, til dæmis tímatökubúnaðar, talstöðva og vinnuvéla

4.c

annarra verkefna

5

Í styrktarumsókn þarf að tilgreina:

5.a

upplýsingar um félagið og ábyrgðarmenn

5.b

lýsing á verkefninu

5.c

kostnaðaráætlun og tímaáætlun

5.d

rökstuðningur fyrir nauðsyn verkefnisins

5.e

hvernig félagið mun fjármagna sinn hluta verkefnisins

5.f

ársreikningur umsóknarfélags fyrir síðasta reikningsár

6

Styrkir veittir til uppbyggingar verkefna eða kaupa á búnaði og tækjum eru að hámarki 50% af kostnaðaráætlun.

7

Umsóknir um styrki skulu sendar til AKÍS í samræmi við auglýsingu um styrki. Þegar styrktarumsókn berst, sendir AKÍS staðfestingu á að styrkarumsóknin hafi verið móttekin.

8

Þegar umsóknarfresti er lokið birtir AKÍS tilkynningu um hvaða aðildarfélög sóttu um styrk og til hvaða verkefnis.

9

Stjórn AKÍS hefur heimild til að kalla eftir frekari gögnum og hefur aðildarfélagið 7 daga til að skila þeim inn.

10

Stjórn AKÍS hefur 30 daga frá því umsóknarfresti lýkur til að taka ákvörðun um úthlutun styrkja.

11

AKÍS getur ákveðið að veita ekki styrki, jafnvel þó svigrúm sé til þess, styrkir verið auglýstir og umsóknir komið um þá. Ákvörðun um slíkt er tekin innan stjórnar AKÍS og þarf stjórnin ekki að rökstyðja þá ákvörðun sína til umsækjenda.

12

Styrkir eru greiddir út í tvennu lagi. Fyrri helmingur við upphaf verkefnis og síðari helmingur þegar skýrsla um verklok hefur borist AKÍS og stjórn samþykkt. Verkefni skal hefjast og ljúka á styrkveitingarárinu.