Reglur > Keppnisgreinarreglur fyrir Hill Climb 2024
Útgáfudagur 31.5.2024
GREIN 1 |
ALMENNT
| |
GREIN 1.1 |
GILDISSVIÐ
| |
1.1.1 |
Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir í brekkuklifri, Hill Climb. | |
1.1.1.a |
Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum í keppnum öðrum en Íslandsmeistarakeppnum. | |
1.1.2 |
Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessum keppnisgreinarreglum og sérreglum hverrar keppni. | |
1.1.3 |
Gæti misræmis á þessum keppnisgreinarreglum og Reglubók FIA þá gilda reglur FIA. | |
GREIN 2 |
SKRÁNING
| |
GREIN 2.1 |
KEPPENDUR OG ÖKUMENN
| |
2.1.1 |
Keppendum er heimilt að skrá sig mörgum sinnum í hvern flokk í hverri keppni. | |
2.1.2 |
Hver ökumaður má aðeins aka einu ökutæki í hverjum flokki. | |
2.1.3 |
Ef æfing fyrir keppni er tilgreind í sérreglum hennar ber ökumanni að mæta á hana. | |
2.1.3.a |
Keppnisstjóra er heimilt að falla frá þessari reglu telji hann ökumann hafa reynslu sem gefur tilefni til þess. | |
2.1.4 |
Í unglingaflokkum (flokkar með "junior" í heiti sínu) má sá keppa sem verður að minnsta kosti 15 ára á árinu. | |
2.1.4.a |
Við 17 ára aldur er ökumaður ekki lengur gjaldgengur í unglingaflokk nema að hann verði 17 ára þegar Íslandsmót er hafið. Hefur ökumaður þá undanþágu til að klára Íslandsmót í unglingaflokki. | |
2.1.4.b |
Í sérreglum keppni er heimilt að leyfa þeim sem orðnir eru 17 ára á árinu að aka í unglingaflokki hafi þeir ekið í honum að lágmarki einu sinni í keppni í Íslandsmóti á yfirstandandi keppnistímabili. | |
GREIN 2.2 |
ÖKUTÆKI
| |
2.2.1 |
Hvert ökutæki má aðeins nota í einum flokk í hverri keppni. | |
2.2.2 |
Ekki er heimilt að skipta út ökutæki í keppni eftir að skoðun lýkur. | |
GREIN 3 |
KEPPNI
| |
GREIN 3.1 |
ALMENNT
| |
3.1.1 |
Á meðan á keppni stendur má einungis ökumaður vera í ökutækinu. | |
3.1.2 |
Ræsing skal alltaf vera úr kyrrstöðu. | |
3.1.3 |
Keppandi, ökumaður eða liðstjóri skal alltaf vera við ökutæki meðan á keppni stendur. | |
3.1.4 |
Keppandi má hafa tvo aðstoðarmenn inni á pittsvæði og ber á þeim fulla ábyrgð. | |
3.1.4.a |
Keppnishaldara er heimilt að leyfa fleiri aðstoðarmenn á þeim forsendum sem hann ákveður. | |
3.1.5 |
Um hegðun ökumanna í akstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum. | |
3.1.5.a |
Nánar má kveða á um aksturshegðun í sérreglum eða með tilkynningum á upplýsingatöflu. | |
GREIN 3.2 |
LEIÐIN
| |
3.2.1 |
Leiðin skal vera á samfelldu og vel við höldnu bundnu slitlagi. | |
3.2.2 |
Leiðarlengd skal vera á milli 2,5 km og 18 km. | |
3.2.3 |
Lágmarks heildar hækkun á leiðinni skal vera 3%. | |
3.2.4 |
Lágmarks breidd leiðarinnar skal vera 5 metrar. | |
3.2.4.a |
Þó má taka breiddina niður í 4 metra á afmörkuðum köflum að því gefnu að skyggni sé ekki styttra en hemlunarvegalengd og samanlögð lengd slíkra afmarkaðra kafla sé ekki meiri en 10% af heildar vegalengd leiðarinnar. | |
GREIN 3.3 |
PITTURINN
| |
3.3.1 |
Afmarka skal svæði fyrir pitt þar sem ökutæki skulu vera á milli þess sem þau aka keppnisleiðina. | |
3.3.2 |
Pittsvæðið skal vera vel merkt og staðsett þannig að frá því sé auðvelt að komast á og af leiðinni. | |
3.3.3 |
Inn- og útkeyrsla af pittsvæði skal merkt með skýrum hætti. | |
3.3.4 |
Pittur skal vera það stór að þar sé að minnsta kosti pláss fyrir öll keppnistæki, alla keppendur, ökumenn, þjónustuliða, sjálfboðaliða og starfsmenn sem þar gegna skyldum. | |
3.3.5 |
Innan pittsins skal afmarka einn reit fyrir hvert ökutæki og þjónustulið þess sem það hefur til afnota. | |
3.3.5.a |
Ökumaður skal aka beint í og úr sínu afmarkaða svæði í pittinum og forðast að koma í svæði annarra ökutækja en síns eigin. | |
3.3.6 |
Spól er stranglega bannað á pittsvæði. | |
3.3.7 |
Á pittsvæði er 15 km/klst hámarkshraði, nema annað sé tekið fram í íþróttareglum eða tilkynningu á upplýsingatöflu, og skal aka þar með fyllstu gát. | |
GREIN 3.4 |
SKOÐUN
| |
3.4.1 |
Ökumaður skal vera við ökutæki sitt meðan skoðun fer fram. | |
3.4.1.a |
Við skoðun skal ökumaður vera með keppnisgalla og allan annan persónulegan öryggisbúnað meðferðis. | |
GREIN 4 |
KEPPNISFYRIRKOMULAG
| |
GREIN 4.1 |
ALMENNT
| |
4.1.1 |
Ræsir skal ræsa keppendur í leiðina með millibili sem skilgreina skal í sérreglum. | |
4.1.2 |
Ökumaður skal aka af stað innan 30 sekúndna frá því að rásmerki er gefið. | |
4.1.2.a |
Sé ökutækið ekki komið í gegnum tímatökugeisla við ráslínu innan þessara tímamarka skal svartflagga ökumann sem þá fær ekki að aka af stað, ferðin skal merkjast DNS og tími fyrir hana ekki gefinn. | |
4.1.3 |
Tímataka hverrar ferðar hefst þegar ökutæki ekur í gegnum tímatökugeisla við ráslínu og endar við tímatökugeisla í endamarki. | |
4.1.4 |
Úrslit keppninnar skulu ráðast af stysta mælda tíma hvers ökumanns úr öllum eknum ferðum hvers þeirra. | |
4.1.5 |
Minnsta mælanlega eining tímatökubúnaðar skal skilgreind í sérreglum. | |
4.1.6 |
Sérreglur skulu kveða á um fjölda æfinga- og keppnisferða. | |
4.1.6.a |
Æfinga- og keppnisferðir lúta sömu reglum utan þess að mældur tími æfingaferða skal ekki teljast með þegar úrslit keppninnar eru ákvörðuð. | |
GREIN 5 |
ÖRYGGISMÁL
| |
GREIN 5.1 |
PERSÓNULEGUR BÚNAÐUR ÖKUMANNA
| |
5.1.1 |
Ökumenn skulu vera í að lágmarki tveggja laga eldheldum heilgalla með viðurkenningu frá FIA (FIA 8856-2000), SFI (SFI 3.2A/5 eða hærra). | |
5.1.1.a |
Ekki má prenta auglýsingar beint á heilgallann eða sauma í hann nema af framleiðanda hans eða aðila sem framleiðandi viðurkennir til slíkra verka. | |
5.1.2 |
Fyrir öll hlífðarföt gildir að þau skulu formuð og sniðin þannig að þau skýli vel öllum líkamanum þar á meðal hnakka, ristum og úlnliðum. | |
5.1.3 |
Undirföt skulu vera úr bómull eða ull. | |
5.1.4 |
Myndavélar eða annar búnaður festur á hjálm eða ökumann á annan hátt er bannaður. | |
5.1.5 |
HANS búnaður með viðurkenningu frá FIA (FIA 8858) eða SFI (SFI 3.3) og öryggisbelti með lágmark 5 punkta festingum sem bera gilda vottun FIA samkvæmt staðli 8853/98 eða 8853-2016 eru skylda. | |
5.1.6 |
Hjálmar skulu uppfylla staðla samkvæmt viðauka L, kafla III, grein 1 í Reglubók FIA, um útbúnað ökumanns. | |
GREIN 5.2 |
LEIÐARVERÐIR
| |
5.2.1 |
Leiðarverðir skulu staðsettir við alla leiðina þannig að hver þeirra sjái til þess næsta á báðar hendur sér öllum stundum. | |
5.2.2 |
Hver leiðarvörður skal hafa hjá sér: | |
5.2.2.a |
slökkvitæki nema þau séu staðsett í sérstökum öryggisbíl(um); | |
5.2.2.b |
eitt af hverju flaggi sem reglur kveða á um að geti verið notað. | |
5.2.3 |
Leiðarvörður skal nota flögg eins og kveðið er á um í viðauka H, grein 7 í Reglubók FIA nema annað sé tekið fram í sérreglum. | |
GREIN 5.3 |
ÖRYGGISBÚNAÐUR VIÐ LEIÐINA
| |
5.3.1 |
Slökkvitæki skulu staðsett við allar leiðarvarðstöðvar eða í öryggisbifreið(um) við leiðina þannig að tryggt sé að viðbragð við eldi sé skjótt. | |
GREIN 5.4 |
ÖRYGGISBÚNAÐUR ÖKUTÆKJA
| |
5.4.1 |
Ökutæki skulu uppfylla öll skilyrði sem sett eru í þeim keppnisgreinarflokki sem ökutækið fellur undir. | |
GREIN 5.5 |
ÖRYGGISFULLTRÚI
| |
5.5.1 |
Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu. | |
5.5.2 |
Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því. | |
5.5.3 |
Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir. | |
5.5.4 |
Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur. | |
5.5.4.a |
Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur. | |
GREIN 6 |
KEPPNISFLOKKAR
| |
6.1 |
Skilgreina skal keppnisflokka í sérreglum. |