Reglur > Samanburður

Samanburður á Rally flokkur E (eindrif) 2023 (útgáfudagur 1.2.2023) og Rally flokkur Proto 2025 (útgáfudagur 12.11.2024)
GREIN 1 SKILGREININGARGREIN 1 SKILGREININGAR
1.1 1.1
Reglur Motorsport Ireland (Proto Car Technical Requirements 2021.pdf) gilda að svo miklu leyti sem við á.Flokkurinn er eingöngu fyrir ökutæki með drif á einum öxli.
1.1.a 1.2
Þær er að finna [hér](https://www.motorsportireland.com/s/Proto-Car-Technical-Requirements-2021.pdf)Skipting í undirflokka.
1.2.1
Eindrif 1000 sm³ - ökutæki þar sem slagrými vélar er = 1.000 sm³.
1.2.2
Eindrif 1400 sm³ - ökutæki þar sem slagrými vélar er >1.000 og = 1.400 sm³.
1.2.3
Eindrif X.
1.3
Við ákvörðun undirflokks skal margfalda slagrými vélar með stuðlinum 1,7 ef vél ökutækis er með forþjöppu og 1,8 ef um er að ræða Wankel vél.
1.4
Hæf ökutæki í flokknum teljast þau sem skráð eru sem fólksbifreiðar eða keppnisbifreiðar hjá Samgöngustofu.
1.4.1
Ökutæki skal hafa verið fjöldaframleitt af viðurkenndum framleiðanda og eða hafa fengið gerðarviðurkenningu (homologation) frá FIA.
1.4.2
Ökutæki með blæju eða “hard top” eru bönnuð.
GREIN 2 EINDRIF 1000 sm3
2.1
Vél.
2.1.1
Slagrými vélar uppgefið af framleiðanda gildir.
2.1.2
Breyting á staðsetningu vélar er bönnuð.
2.1.3
Loftinntak vélar skal vera í vélarrými.
2.1.4
Vatnsrör og kælikerfi skulu vera óbreytt.
2.1.5
Allar breytingar og viðbætur á vél og tengdum búnaði eru bannaðar.
2.1.6
Upprunaleg gerð pústgreinar skal vera í ökutækinu.
2.1.7
Útblástursrör skal ná aftur fyrir ökutækið.
2.2
Stýrisbúnaður skal vera óbreyttur en heimilt er að skipta um stýrishjól.
2.3
Drifrás skal vera óbreytt.
2.3.1
Driflæsingar eru bannaðar.
2.4
Yfirbygging og burðarvirki.
2.4.1
Upprunalegu útliti skal halda, það er stuðurum, grilli, hurðum o.þ.h.
2.4.2
Burðarvirki skal vera óbreytt á milli fram og aftur demparaturna.
2.4.3
Breytingar á eldvegg milli ökumannsrýmis og vélarrýmis (hvalbak) eru bannaðar.
2.4.3.a
Eldveggur milli ökumannsrýmis og vélarrýmis skal vera þéttur.
2.4.4
Krumpusvæði fyrir framan demparaturna að framan og aftur fyrir turna að aftan verða að vera óbreytt nema breytingarnar teljist sambærilegar upprunalegri högun og séu gerðar með plötuefni með hámarks þykkt 1,5 mm. Þetta á einnig við um vatnskassabita og framstykki.
2.4.4.a
Vatnskassabita má smíða úr hámark 1,5 mm plötuefni eða nota prófíl efni hámark 70 mm x 30 mm og 1.5 mm þykkt. Leyfilegt er að festa hlífðarpönnu við vatnskassabita.
2.4.4.b
Vatnskassabiti má ekki ná fram fyrir stuðarabita eða grindarenda, en það má festa hann í grindarbita.
2.4.5
Framrúða skal vera úr lamineruðu öryggisgleri eða lexan plasti og þá lágmark 5 millimetra þykk.
2.4.5.a
Aðrar rúður skulu vera í ökutæki.
2.4.5.a.i
Heimilt er að hafa 2 millimetra þykkt lexan plast eða þykkara í þeirra stað.
2.4.6
Framhurðar skulu vera með hurðaspjöldum eða annarri klæðningu.
2.4.7
Mælaborð og mælaborðseiningu má ekki fjarlægja.
2.4.8
Allir loftpúðar skulu fjarlægðir úr ökumannsrými.
2.5.1
Hjólabúnaður og fjöðrun skal vera óbreyttur nema;
2.5.1.a
heimilt er að setja stillanlega dempara og gorma sem festast í upprunalegar festingar.
2.5.1.b
felgur og dekk eru frjáls.
2.5.2
Hemlar skulu vera óbreyttir.
2.6
Eldsneytiskerfi
2.6.1
Eldsneyti fyrir ökutæki skal vera fáanlegt á almennri bensínstöð á Íslandi.
2.6.1.a
Rafmagn er ekki leyfilegt sem orkugjafi ökutækis.
2.6.2
Íblöndunarefni í eldsneyti eru bönnuð.
2.6.3
Eldsneytiskerfi skal vera óbreytt.
2.7
Annað
2.7.1
Rafgeymir og staðsetning hans skal vera óbreytt.
2.7.2
Stýrislás skal fjarlægður.
2.7.3
Lágmarksþyngd ökutækis með áhöfn á ráslínu er 920 kg.
GREIN 3 EINDRIF 1400 sm3
3.1
Vél.
3.1.1
Slagrými vélar uppgefið af framleiðanda gildir.
3.1.2
Breyting á staðsetningu vélar er bönnuð.
3.1.3
Loftinntak vélar skal vera í vélarrými.
3.1.4
Vatnsrör og kælikerfi skulu vera óbreytt.
3.1.5
Allar breytingar og viðbætur á vél og tengdum búnaði eru bannaðar.
3.1.6
Upprunaleg gerð pústgreinar skal vera í ökutækinu.
3.1.7
Útblástursrör skal ná afturfyrir ökutækið.
3.2
Stýrisbúnaður skal vera óbreyttur en heimilt er að skipta um stýrishjól.
3.3
Drifrás skal vera óbreytt.
3.3.1
Driflæsingar eru bannaðar.
3.4
Yfirbygging og burðarvirki.
3.4.1
Upprunalegu útliti skal halda, það er stuðurum, grilli, hurðum o.þ.h.
3.4.2
Burðarvirki skal vera óbreytt á milli fram og aftur demparaturna.
3.4.3
Breytingar á eldvegg milli ökumannsrýmis og vélarrýmis (hvalbak) eru bannaðar.
3.4.3.a
Eldveggur milli ökumannsrýmis og vélarrýmis skal vera þéttur.
3.4.4
Krumpusvæði fyrir framan demparaturna að framan og aftur fyrir turna að aftan verða að vera óbreytt nema breytingarnar teljist sambærilegar upprunalegri högun og séu gerðar með plötuefni með hámarks þykkt 1,5 mm. Þetta á einnig við um vatnskassabita og framstykki.
3.4.4.a
Vatnskassabita má smíða úr hámark 1,5 mm plötuefni eða nota prófíl efni hámark 70 mm x 30 mm og 1.5 mm þykkt. Leyfilegt er að festa hlífðarpönnu við vatnskassabita.
3.4.4.b
Vatnskassabiti má ekki ná fram fyrir stuðarabita eða grindarenda, en það má festa hann í grindarbita.
3.4.5
Framrúða skal vera úr lamineruðu öryggisgleri eða lexan plasti og þá lágmark 5 millimetra þykk.
3.4.5.a
Aðrar rúður skulu vera í ökutæki.
3.4.5.a.i
Heimilt er að hafa 2 millimetra þykkt lexan plast eða þykkara í þeirra stað.
3.4.6
Framhurðar skulu vera með hurðaspjöldum eða annarri klæðningu.
3.4.7
Mælaborð og mælaborðseiningu má ekki fjarlægja.
3.4.8
Allir loftpúðar skulu fjarlægðir úr ökumannsrými.
3.5
Undirvagn og hjólabúnaður.
3.5.1
Hjólabúnaður og fjöðrun skal vera óbreyttur nema;
3.5.1.a
heimilt er að setja stillanlega dempara og gorma sem festast í upprunalegar festingar.
3.5.1.b
felgur og dekk eru frjáls.
3.5.2
Hemlar skulu vera óbreyttir.
3.6
Eldsneytiskerfi
3.6.1
Eldsneyti fyrir ökutæki skal vera fáanlegt á almennri bensínstöð á Íslandi.
3.6.1.a
Rafmagn er ekki leyfilegt sem orkugjafi ökutækis.
3.6.2
Íblöndunarefni í eldsneyti eru bönnuð.
3.6.3
Eldsneytistank er heimilt að staðsetja að vild utan ökumannsrýmis.
3.6.3.a
Stærð, tegund og gerð eldsneytistanks er frjáls.
3.6.3.b
Sé eldsneytistankur í farangursrými ökutækis skal vera fullnægjandi eldveggur milli þess og ökumannsrýmis.
3.6.4
Eldsneytislagnir í ökumannsrými skulu vera rör eða vírofnar slöngur.
3.6.4.a
Þær skulu vera heilar og án samtenginga.
3.7
Annað
3.7.1
Tegund, stærð og staðsetning rafgeymis er frjáls.
3.7.1.a
Rafgeymir skal tryggilega festur.
3.7.1.b
Ef rafgeymir er í farþegarými skal það vera þurrgeymir.
3.7.2
Stýrislás skal fjarlægður.
3.7.3
Lágmarksþyngd ökutækis með áhöfn á ráslínu er 1.070 kg.
GREIN 4 EINDRIF X
4.1
Eigin þyngd ökutækis með öllum öryggisbúnaði skal að lágmarki vera samkvæmt eftirfarandi töflu, vigtað án ökumanna, varahjóla, verkfæra, lausra hluta og eldsneytis, en tilbúið til keppni að öðru leyti:
Slagrými [sm³]|Þyngd [kg]|Slagrými [sm³]|Þyngd [kg]
--|-|-|-
0-1000|620|3001-3500|1100
1001-1300|700|3501-4000|1180
1301-1600|780|4001-4500|1260
1601-2000|860|4501-5000|1340
2001-2500|940|5001-5500|1420
2501-3000|1020|5501-|1500
4.2
Vél
4.2.1
Hámarks afl vélar skal vera minna en 300 hestöfl.
4.2.2
Aðeins ein vél má vera í hverju ökutæki.
4.2.3
Ekki er gerð krafa um þrengingu á loftinntak nema ökutækið mælist meira en 300 hestöfl samkvæmt s.k.v. aflmælingu sem AKÍS samþykkir, hvort heldur ökutækið sé með forþjöppu eða ekki.
4.2.4
Notkun NO₂ er bönnuð.
4.2.5
Stærð og staðsetning vatnskassa er frjáls.
4.2.6
Óheimilt er að leggja kælivatnslagnir um ökumannsrými.
4.3
Hjólabúnaður
4.3.1
Fjöldi hjóla skal vera fjögur á tveimur aðskildum öxlum.
4.3.2
Hjólbarðar skulu ekki vera meira en þrjátíu og ein tomma í þvermál.
4.3.3
Felgur skulu ekki vera breiðari en tíu tommur.
4.4
Stærð og úfærsla hemlabúnaðar er frjáls.
4.5
Yfirbygging
4.5.1
Útlit og lögun yfirbyggingar er frjáls, sem og efni.
4.5.2
Framrúða skal vera úr lamineruðu gleri.
4.5.3
Efni í öðrum rúðum er frjálst, en það má ekki mynda hvassar brúnir þegar það brotnar.
4.5.4
Heimilt er að færa hvalbak og eða breyta honum.
4.5.5
Hafi vél verið færð aftar en upphaflega skal setja svokallaða sprengihlíf yfir gírkassa/sjálfskiptingu.
4.5.6
Festipunkta fyrir fjöðrun má færa og breyta.
4.6
Drifrás
4.6.1
Tegund, gerð og innihald gírkassa er frjálst.
4.6.2
Driflæsing er heimil.
4.7
Eldsneytiskerfi
4.7.1
Eldsneytistank er heimilt að staðsetja að vild utan ökumannsrýmis.
4.7.1.a
Stærð, tegund og gerð eldsneytistanks er frjáls.
4.7.1.b
Sé eldsneytistankur í farangursrými ökutækis skal vera fullnægjandi eldveggur milli þess og ökumannsrýmis.
4.7.2
Tegund, gerð og staðsetning eldsneytisdælu er frjáls.
4.7.3
Eldsneytislagnir í ökumannsrými skulu vera rör eða vírofnar slöngur.
4.7.3.a
Þær skulu vera heilar og án samtenginga.