Reglur > Reglugerð um keppnisráð AKÍS
Útgáfudagur 27.3.2024
GREIN 1 |
SKIPAN
| |
1.1 |
Keppnisráð skal skipa fyrir hverja akstursíþróttagrein samkvæmt lögum AKÍS. Þær eru nú: | |
1.1.a |
Drift; | |
1.1.b |
Hringakstur (kappakstur, tímaat, þolakstur, þrautaat, gokart, hill climb); | |
1.1.c |
Rally (sérleiðarally, nákvæmnisakstur, sparakstur); | |
1.1.d |
Rallycross (rallycross, crosscart); | |
1.1.e |
Spyrna (kvartmíla, sandspyrna, götuspyrna); | |
1.1.f |
Torfæra (torfæra, traktorstorfæra). | |
1.1.g |
Hermiakstur (allar greinar akstursíþrótta). | |
1.2 |
AKÍS er heimilt að bæta við keppnisráðum eða fella þau niður eftir þörfum. | |
1.3 |
Skipan fulltrúa í keppnisráð fer fram með þeim hætti að: | |
1.3.a |
aðildarfélag sendir AKÍS upplýsingar um fulltrúa, útskiptingu á sitjandi fulltrúa eða niðurfellingu fyrri skipunar; | |
1.3.a.i |
að uppfylltum skilyrðum er aðildarfélagi heimilt að skipa einn fulltrúa í hvert keppnisráð; | |
1.3.b |
AKÍS gerir viðeigandi breytingar á skráningu ráðsins og sendir aðildarfélagi staðfestingu á skipaninni; | |
1.3.c |
stjórn AKÍS skipar fulltrúa í keppnisráð ef þörf þykir. | |
1.4 |
Heimilt er að skipta út skipuðum fulltrúa. | |
1.5 |
Hver einstaklingur skal aðeins sitja í einu keppnisráði hverju sinni. | |
1.6 |
Eigi fulltrúi í keppnisráði hagsmuna að gæta í máli sem ráðið fjallar um ber honum að víkja sæti í því máli. | |
1.7 |
Stjórn AKÍS heldur lista yfir þá einstaklinga sem sitja í keppnisráðum hverju sinni og birtir á vef sínum, www.akis.is. | |
1.8 |
Þegar réttur aðildarfélags til tilnefningar í keppnisráð fellur niður, lýkur skipan fulltrúa þess við næsta formannafund. | |
GREIN 2 |
HLUTVERK
| |
2.1 |
Keppnisráði hverrar greinar ber að: | |
2.1.a |
semja, breyta, fella út og laga að þörfum, reglur fyrir þær keppnisgreinar sem undir það heyra; | |
2.1.b |
skila reglum til regluráðs AKÍS til yfirferðar og samræmingar; | |
2.1.c |
taka til umfjöllunar, svo fljótt sem kostur er, erindi sem því berast frá regluráði AKÍS; | |
2.1.d |
skila reglum sem gilda munu á komandi keppnistímabili til regluráðs í síðasta lagi 14 dögum fyrir formannafund AKÍS; | |
2.1.e |
kynna breytingar á reglum, ef einhverjar eru, og annað sem máli skiptir varðandi starf ráðsins á formannafundi AKÍS; | |
2.1.f |
ákveða hvort keppni í móti skuli hafa aukið vægi vegna aukins umfangs; | |
2.1.g |
stuðla að bættu öryggi allra sem þær akstursíþróttir stunda sem undir ráðið heyra með fræðslu og endurskoðun reglna eða verkferla eftir því sem kostur er; | |
2.1.h |
hafa umsjón með námskeiðum og gerð fræðsluefnis fyrir staðreyndadómara í sínum greinum eftir því sem við á; | |
2.1.i |
votta hæfi staðreyndadómara sem þekkir til allra reglna og fræðsluefnis og stenst þær kröfur sem settar eru fram í tengslum við hverja keppnisgrein eftir þörfum; | |
2.1.j |
skila tillögum til stjórnar AKÍS varðandi val á akstursíþróttamanni og akstursíþróttakonu ársins samkvæmt reglum þar um; | |
2.1.k |
vera stjórn AKÍS innan handar ef taka þarf ákvörðun um breytingar á keppnisdagatali; | |
2.1.l |
hlusta eftir og hafa samráð við keppendur og keppnishaldara um þarfar breytingar; | |
2.1.m |
halda fundi sem hér segir: | |
2.1.m.i |
þegar fyrir liggja þarfar breytingar á reglum; | |
2.1.m.ii |
ef meirihluti keppnisráðs óskar eftir því; | |
2.1.m.iii |
óski stjórn AKÍS eftir því með dagskrá að ráðið haldi fund. | |
2.1.n |
tryggja að fundargerðir séu ritaðar gegnum fundargerðagátt á vefsíðu AKÍS. | |
2.1.o |
kjósa formann keppnisráðsins á fyrsta fundi þess eftir breytingar á skipan ráðsmanna. | |
2.2 |
Keppnisráði er heimilt að aðstoða dómnefnd keppni við túlkun reglna sé eftir því leitað. | |
GREIN 3 |
SAMSKIPTI
| |
3.1 |
AKÍS heldur lista yfir netföng þeirra sem sitja í keppnisráðum hverju sinni. | |
3.2 |
Samskipti AKÍS við keppnisráðin eru með tölvupósti. | |
3.3 |
Keppnisráðin geta fengið aðgang að samskiptasvæði á samfélagsmiðli á vegum AKÍS ef þau kjósa að nýta sér þá leið til samskipta innan ráðsins. | |
3.3.a |
Við mannabreytingar í keppnisráði er samskiptasvæðið endurnýjað nema allir aðilar keppnisráðsins óski eftir að það sé ekki gert. | |
3.4 |
AKÍS úthlutar hverju keppnisráði netfang @akis.is sem allir geta notað til að koma erindum til ráðsins. |