Reglur > Samanburður

Samanburður á Rally flokkur TO (jeppaflokkur) 2023 (útgáfudagur 30.12.2022) og Rally flokkur Proto 2023 (útgáfudagur 1.2.2023)
GREIN 1 REGLUR FYRIR RALLY FLOKK TO (jeppaflokk)GREIN 1 SKILGREININGAR
Taka gildi 1.1.2023.
Gilda a.m.k. til 31.12.2025.
GREIN 2 OPINN FLOKKUR - TO
2.1
SKILGREININGAR
2.1.1
Ökutæki þarf ekki að halda upprunalegu útliti í hvívetna, en þarf að standast almenna bifreiðaskoðun.
2.1.1.a
Breytingaskoðun er einnig leyfileg.
2.1.2
Upphafleg grind eða styrktarvirki ökutækis skal notað.
2.1.2.a
„Space frame" burðarvirki er ekki leyft. (Ekki telst vera space frame þegar veltibúr er soðið á verksmiðjuframleidda grind).
2.1.3
Heimilt er að færa og breyta hvalbak.
2.1.4
Staðsetning vélar verður að vera þar sem hún er samkvæmt skráningu bifreiðar, það er að segja fram í eða aftur í.
2.1.5
Hámarks slagrými vélar er 6.000 sm3.
2.1.6
Hámarks afl vélar er 300 hestöfl.
2.1.7
Ef vél ökutækis er með forþjöppu skal nota þrengingar samkvæmt reglum FIA.
2.1.8
Ökutæki skal ekki vera þyngra en 3.000 kg. á ráslínu.
2.1.9
Lágmarksþyngd ökutækis skal vera 1.500 kg án áhafnar.
2.1.10
Ökutæki skal vera fjórhjóladrifið
2.1.10.a
Drifbúnaðurinn þarf að samanstanda af gírkassa/sjálfskiptingu, millikassa og drifsköftum tengdum millikassa og ganga fram og aftur úr millikassanum og tengjast þar með drifásum bifreiðarinnar.
2.1.11
Hæð hjólbarða skal að hámarki vera 33", eða 10% meira en þvermál dekkja er bifreiðin kemur á.
2.1.12
Ökutækis skal uppfylla öryggiskröfur FIA til ökutækja í rally samkvæmt Reglubókinni, viðauka J grein 283, sem og aðrar viðeigandi greinar.
2.2
TAKMARKANIR
2.2.1
Allar breytingar á ökutækjum sem ekki eru leyfðar samkvæmt þessum reglum eru bannaðar.
2.2.1.a
Breytingar sem nauðsynlegar eru til að uppfylla öryggiskröfur FIA og kafla 5.2 í Keppnisgreinareglum fyrir rally eru leyfðar.
2.2.1.b
Koma má fyrir viðbótar mælum til að fylgjast með vél og drifrás.
2.2.1.c
Aftursæti má fjarlægja, svo og innréttingu.
2.2.1.d
Leyfilegt er að smíða innréttingu en hún skal vera án skarpra brúna og kanta.
2.2.1.e
Í framhurðum skulu vera hurðarspjöld.
2.2.1.f
Eldveggur verður að vera milli vélar og ökumanna.
2.2.1.g
Fjöðrun er frjáls, þar með talið afstaða, fjöldi og lengd stífa.
2.2.1.h
Demparar eru frjálsir.
2.2.1.h.i 1.1
Breytingar á fjöðrun, dempurum, bremsum og stýrisgangi skal standast sérskoðun fyrir breyttar bifreiðar.Reglur Motorsport Ireland gilda að svo miklu leyti sem við á.
2.2.1.i 1.1.a
Bremsur og bremsu efni er frjálst. Þær er að finna [hér](https://motorsportireland.com/common/Uploaded%20files/Mi/Technical_Regulations/Proto%20Car%20Technical%20Requirements%202021.pdf).
2.2.1.j 1.2
Stýrisgangur er frjáls, en tjakkstýri bannað.Þessar reglur gilda til 1. janúar 2024.
2.2.1.k
Lofthreinsarar eru frjálsir og má vera án þeirra. Loftrás má aldrei draga loft innan úr ökumannsrými.
2.2.1.l
Hásingar eru frjálsar.
2.2.1.l.i
Drifhlutföll og driflæsingar eru frjálsar.
2.2.1.m
Gírkassi frjáls.
2.2.1.n
Millikassi frjáls.
2.2.1.o
Tryggilega festan auka varahjólbarða má vera með inni í eða utaná bifreiðinni.
2.2.1.p
Auka ljósbúnaði má koma fyrir í pörum.
2.2.1.q
Bæta má við undirvagnsvörn.
2.2.1.r
Heimilt er að setja tank inn í bílinn en þá skal hann vera í aðskildu rými frá ökumönnum.
2.2.1.r.i
Ef FIA viðurkennd bensínsella (e. fuel cell) er notuð þarf ekki aðskilið rými.